Morgunblaðið - 31.08.2017, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2017 13FRÉTTIR
Af síðum
Fyrir tíu árum blasti það alls ekki við að
framtakssjóðirnir (e. private equity)
myndu standa uppi sem helstu sigurveg-
ararnir þegar mesti óróinn eftir fjár-
málakreppuna yrði að baki. Það hafði
reynst þeim dýrkeypt að ráðast í fjöldann
allan af skuldsettum yfirtökum á tíma-
bilinu 2004 til 2008 og oft var skuldsetn-
ingarhlutfallið nærri því tífalt hærra en
hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði,
EBITDA.
Í dag virðist öll helstu framtakssjóðafyrirtækin vera orðinn stærri og
flóknari en nokkru sinni fyrr. Þau virðast líka jafngóð með sig og banka-
geirinn var áður en kreppan skall á. Því ættu stjórnvöld að spyrja þeirra
erfiðu spurninga sem þau létu hjá líða að spyrja fyrir áratug.
Ný akademísk rannsókn þar sem skoðaðar voru afkomutölur fyrir-
tækja í kjölfar kreppunnar, sýnir fram á eina væntanlega skýringu á
viðsnúningi framtakssjóðanna: fyrirtæki í eigu framtakssjóða virðast
eiga auðveldra með sigla í gegnum ólgusjó en keppinautar þeirra sem
skráðir eru á hlutabréfamarkað.
Þrír fræðimenn skoðuðu frammistöðu nærri 500 breskra fyrirtækja í
eigu framtakssjóða. Komust þeir að því að þessum fyrirtækjum tókst
frekar að afla sér fjármagns á meðan á kreppunni stóð og um leið að
draga minna úr fjárfestingum en þau skráðu félög sem þau keppa við.
Útkoman varð sú að fyrirtæki í eigu framtakssjóða bættu við sig mark-
aðshlutdeild.
Annar fræðimaður, sem hefur lengi fylgst með fjármálageiranum,
heldur því fram að jafnvel þótt hæfileikar í viðskiptum séu látnir liggja
milli hluta, þá hafi vaxandi áhrif sérhæfðra sjóða á kostnað hefðbund-
inna bankastofnanna gert fjármálakerfið sterkara. Í stað þess að vera
fjármagnaðir með skammtímalánum, líkt og Lehman Brothers eða
Bear Sterns, þá fá þessir sjóðir fjármagnið sitt frá lífeyrissjóðum og
fjárfestingarsjóðum sem fjárfesta til langs tíma. Sjóðastýringar-
fyrirtækin sjálf eru einnig lítið skuldsett.
En í vaxandi mæli eru framtakssjóðirnir farnir að sækja í lána-
viðskipti og vogunarsjóði. Slíkt er háðara fjármálamarkaðnum og því
viðkvæmara fyrir flökti. Jafnvel þó að framtakssjóðirnir hafi núna yfir
stærri eignasöfnum að ráða og fjárfestingarstefna þeirra hafi víkkað út
eftir kreppu hafa framtakssjóðirnir komist hjá því að flokkast sem
„kerfislega mikilvægir“, með öllum þeim ströngu reglum sem því
myndu fylgja. Fjárfestingarbankarnir skrúfuðu upp áhættutökuna þeg-
ar enginn fylgdist með þeim. Það væri skynsamlegt að hafa núna auga
með öðrum flóknum, ört vaxandi og arðbærum geira: framtaks-
sjóðunum.
LEX
AFP
Framtakssjóðir:
Opið fyrir almenning
Allt þetta ár hafa markaðs-
greinendurnir á Wall Street hvatt
fólk til að fjárfesta í hlutabréfum
stóru bandarísku bankanna. En
fólkið sem vinnur á Wall Street virð-
ist ekki hlusta á þessi ráð.
Stjórnendur og stjórnarmenn sex
stærstu banka Bandaríkjanna hafa
það sem af er þessu ári selt meira en
þeir hafa keypt af hlutabréfum í sín-
um eigin bönkum. Þetta kemur fram
í greiningu Financial Times á til-
kynningum um innherjaviðskipti
sem Bloomberg safnar saman.
Innherjar sex stærstu bankanna
miðað við heildareignir, þ.e. JP
Morgan Chase, Bank of America,
Wells Fargo, Citigroup, Goldman
Sachs og Morgan Stanley, hafa sam-
anlagt frá ársbyrjun selt 9,32 milljón
fleiri hlutabréf á opnum markaði en
þeir hafa keypt. Jafnvel ef litið er
fram hjá því þegar Warren Buffett
þurfti að losa sig við mikið magn
hlutabréfa í Wells Fargo í apríl, til
að gerast ekki brotlegur við reglur
sem takmarka eignarhluti í fjár-
málafyrirtækjum, þá seldu inn-
herjar fjórtán hluti fyrir hvern hlut
sem þeir keyptu.
Vonbrigði með efnahagsstefnu
Það er óvenjulegt að yfir svo langt
tímabil skuli innherjar stóru bank-
anna sex selja meira en þeir kaupa.
Til dæmis keyptu innherjar hjá JP
Morgan, Citigroup og Bank of Am-
erica fleiri hlutabréf en þeir seldu á
síðasta ári.
Sumir sem til málanna þekkja
segja að sölugleðin kunni að stafa af
vonbrigðum með efnahagsstefnu
Donalds Trumps Bandaríkjaforseta.
Á leið sinni í Hvíta húsið lofaði
Trump hærri vöxtum, lægri sköttum
og þægilegra regluverki. Sá boð-
skapur hafði þau áhrif að hækka
gengi hlutabréfa í bönkunum hressi-
lega fyrstu vikurnar eftir kosning-
arnar í nóvember síðastliðnum.
En síðan þá hefur orðið hvert bak-
slagið á fætur öðru og margir sem
efast um að forsetinn geti staðið við
stóru orðin. Þetta hefur dregið
hlutabréfaverð bankanna aftur nið-
ur. Á föstudag mældist KBW-
bankavísitalan, sem mælir gengi 24
stærstu banka Bandaríkjanna, að-
eins 3% hærri en hún var í árs-
byrjun.
Skilaboð í innherjaviðskiptum
Robert Smalley, sérfræðingur í
lánaviðskiptum hjá UBS í New
York, segir að verð hlutabréfa bank-
anna sé orðið einskonar mælistika á
árangur stefnu ríkisstjórnar
Trumps.
Það getur sent markaðinum mjög
skýr skilaboð þegar innherjar hjá
bönkunum kaupa eða selja hluta-
bréf. Um miðjan febrúar á síðasta
ári virtist Jamie Dimon, bankastjóra
JP Morgan, takast að binda enda á
stutta niðursveiflu í hlutabréfaverði
bankanna þegar hann keypti hálfa
milljón hlutabréfa í sínum eigin
banka.
En á þessu ári hafa háttsettir inn-
herjar ekki sýnt tiltrú á eigin bönk-
um með sama hætti. Þykir það gefa
til kynna að þeir óttist að sú mikla
verðhækkun sem varð þegar Trump
komst til valda sé nú yfirstaðin. Á
árinu hafa innherjar hjá Goldman
Sachs og Morgan Stanley ekki keypt
neina hluti í eigin bönkum á opnum
markaði, samkvæmt gögnum
Bloomberg.
Veikleikar hjá
viðskiptabönkum
David Hendler, stofnandi og
stjórnandi Viola Risk Advisors, seg-
ir að það gæti hafa verið skyn-
samlegt af stjórnendum stóru við-
skiptabankanna, sér í lagi, að selja
hlutabréf sín, því greina megi veik-
leika í eignaflokkum á sviði neyt-
endaþjónustu. Fleiri neytendur virð-
ast eiga erfitt með að greiða af
greiðslukortaskuldum sínum, auk
þess sem um nokkurt skeið virðist
sem hrikt hafi í bílalánum.
„Í fyrsta skipti í mörg ár er
útlánaáhætta aftur að verða raun-
verulegt áhyggjuefni,“ segir hann og
bætir því við að fjárfestingar-
bankadeildirnar séu ekki að hjálpa
til á því sviði.
Til dæmis hafi viðskipti Goldman
Sachs með skuldabréf, sem er ein
kjarnastarfsemi bankans, ekki skil-
að ásættanlegri ávöxtun tvo árs-
fjórðunga í röð.
„Það er ekki mikill kraftur í hagn-
aðartölunum, og þjóðhagsleg skil-
yrði eru ekkert sérstaklega hagfelld
heldur. Svo hví ekki að taka nokkra
spilapeninga af borðinu?“ segir
Hendler.
Eru bankatoppar að
tapa trúnni á Trump?
Eftir Ben McLannahan
í New York
Æðstu stjórnendur í sex
stærstu bönkum Banda-
ríkjanna hafa selt meira
en þeir hafa keypt af
hlutabréfum í eigin banka
það sem af er ári.
AFP
Sala háttsettra innherja í bönkum þykir gefa til kynna að þeir óttist að sú
mikla verðhækkun sem varð þegar Trump komst til valda sé nú yfirstaðin.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri