Ljósið - 11.06.1921, Side 3

Ljósið - 11.06.1921, Side 3
LJÓSIÐ 3 á gamla löggjafann er heimtaði líf fyrir líf, tönn fyrir tönn og auga fyrir auga. Eg er hógvær og lítillátur við Ólafíu og kon- una blindtrúuðu, Margréti Sveinsdóttur í Hergilsey er orti um mig skammarvísur, af því eg vildi og gat ekki trúað bæði á djöfulinn og miskunnsaman drottinn, sem báðir kennast úr ritningunni. Eg fer mjúkum orðum um séra Eriðrik Friðriksson, þar sé eg sjálfsafneitun og finn engan lærdómshroka. Þess- vegna liefi eg sett í Ljós mitt vísur orktar til mín frá rétthugsandi prestum, próföstum, skáldum, er sýna að þeir virða mína starfsemi í þarfir frelsisins og barna- fræðarann drottinn vorn Jesú Krist. Blaðið Lögrétta fiytur vísur eftir skáldið Stefán frá Hvítadal. Þær sýna hvað kristilegir hugsjóna- menn álíta bjartsýni mína og glaðlyndi bera vitni um kærleika til guðs og manna í ádeilum mínum til biskups og þingmanna, líka einurð mína og kristi- lega frelsisást. Vit og frelsi er frá drotni vorum og herra Jesú Kristi, en vanbrúkun allra gjafa hans frá rangri stjórn manna. Myrkravald djöfulsins verður að útrekast af mönnum, því frá mönnum er það komið en eigi frá heilögu himnariki. Guð faðir hefir aldrei reiðst sinni sköpun. Það voru heiðingjar er héldu guð sér líkan og svo viltir eru menn enn í dag að halda það sama. Það rétta í guðfræðinni er að faðir vor sendi sinn eilífa, góða son, heiminum til frelsis og sálulijálpar. Cfuðs sonurínn gerði vilja föðursins, færði heimi vorum orð eilífs lífs og barnaréttinn og lifandi trú á írelsandi náð, því allir erurn vér syndarar. Þetta skildu ekki þeir drambsömu bóklesnu Gyðingar, og þetta meðtekur ekki sá mentaði heimur enn, nema að nokkru leyti, svo alt er hálfverk. Kristniboðið fult af efnishyggju, skáldskap og táknatilbeiðslu og ójöfnuði. Sá jöfnuður er frá guði þeim algóða, að

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.