Ljósið - 11.06.1921, Side 4

Ljósið - 11.06.1921, Side 4
4 LJÓSIÐ allir fæðast sem ósjálfbjarga óvitar og deyja líka sem óvitar hvað mikið sem þeir læra, ef þeir hafa mist trúna á frelsara heimsins, sinn herra Jesú Krist. Þeir mega ekki liafa hann fyrir hjáguð eins og land- námsmaðurinn Helgi magri, er skáldið Matthías bróðir minn bjó leikrit til um, talaði þar fvrir alla skips- höfnina og ótal fieiri, þó engar væru sannanir, að eins hugsjónir þess fjölfróða skálds. Enginn efi getur á því verið að hér á okkar kjarngóða landi gæti lifað 1000000 manna góðu lífi, væri kristileg jafnaðarstjórn í landinu, og ef ofmikil auðsýki, hégómaskapur og gamlir þjóðlestir spiltu ekki dygðum og mannkostum sem er komið í með- vitund þjóðarinnar, því þroski vits og samúðarhug- mynda er nægur. En hér ræður meira órétt upp- eldi hinnar ungu kynslóðar. ----o---- Til Ólafíu Jóhannsdóttur. Hötum lýgi, hræsni, spott, heiðrum manninn nýja, elskum frelsi okkar gott, andans, Ólafía. Köstum heiðnum fjanda frá, frelsið aukiun sanna, blinda ekki börnin má bóktrú Gfyðinganna. Hjátrú gjörir börnin blind, blessun hljótum nýja ef vér kæfa kunnum synd, lcæra Ólafía. Gott er það að greiða veg góðu frelsismáli. Ólafía eins og ég á að trúa Páli. Lýgna, gamla löggjafann, lærðir tigna náðu, en vér kæfa eigum hann. Að því blessuð gáðu. Lifum vér sem lax í á, leitum eftir auði. Hér er þessum lieimi frá, hjátrú, synd og dauði. Elskum Jesú frelsi og frið, forðumst verkin hörðu. Gróðursett þá getum við guðsríki á jörðu. Jesús gaf oss sannleik sinn, sönnu máli unni. Er að fræða anda minn, alvizku af brunni. Pre.ntsmiðjan Acta — 1921

x

Ljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.