Ljósið - 01.04.1923, Blaðsíða 2

Ljósið - 01.04.1923, Blaðsíða 2
2 LJO SIÐ í kristnum löndum rekkar rífast, raska allri siðmenning, — í dagblöðunum þrætur þrífast, þrá er heiðin svívirðing. Um landsauðinn tefla tröllin, trufla greindan almenning; öll þá skelfur háa höllin, heimskan ágjörn kemst á þing. A fjandann þingmenn prjóna peysu, páska þegar rís upp sól, vantrú eykst í veiðileysu, við hinn kalda Norður-pól. Dvergar búa í stórum steinum, sterkir álfar hólum í, — gott er vald hjá guði einum, gæta þingmenn ei að því? Bræður kvelur syndin svarta; — syndir drýgði Afsalon, — mikið stórt á heiðið hjarta, hann Olafur Friðriksson. Olafur ætti dygðir drýja, drottinn góðann trúa á, — ef sál hann fengi sanna nýja, Sankti-Páll hann yrði þá. Ekki Friðriks arfi getur, aliö gott með fjandanum, illa trú hann meira metur, en mentun guðs af andanum. Menn rata ekki rjetta veginn, ruglaðir af Gyðingdóm, — ákaflega er jeg feginn að guðsson skilur Páíi í Róm. Guðssonarins orð og andi, allan kristnað getur heim, vígðir menn í voru landi, verða að trúa drottni þeim! Fjandinn aldrei börnin blessar, böl og synd er honum frá, — Biskup yfir mönnum messar metorð heimsins girnist sá! Aldrei hefir dáið drottinn, dauðann herrann yfir vann. Mustarð-trúin mín er sprottin, mig upp fræðir alviskan.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.