Ljósið - 01.04.1923, Blaðsíða 1

Ljósið - 01.04.1923, Blaðsíða 1
LJOSIÐ RITSTJÓKI: EINAR JOOHUMSSON 11. ár. Reykjavík, apríl 1923. 4. blað Jesús Kristur er Guð kristinna manna. Páska-ljóð. Leitið bræður ljósi að, ljósið vinir sjáið, klerkar vígðir kenna það, Kristur hafi dáið. Upplýstur veit andi minn, ei dó Kristur forðum, hann fór strax í himininn; hans orð standa í skorðum. Það er ljóta þjóðsagan; — þá synd burtu skafið, — hefir kirkjan Krist sannan, krossfest, deytt og grafið? Ef kirkjan er svona sek, synda er hún móðir, — guðfróða ég vini vek, vaknið bræður góðir; Kirkjan er á köldum grunni, kastið gamla íjandanum, Ilt kom mál úr Urðar-brunni, eins guðs trúið andanum. Jesús guðsson góður sagði, guð að væri faðir vor, til himins beina leið hann lagði, lærðir gangi í hans spor. Um eyðisand að elta fjandann, enga getur mentað sál, elskum góða guðdómsandann, gefur hann oss frelsi og mál. Fjandinn menn ei frelsað getur, forsmán sú er heljar tröll, kirkja Lútersk mörðinn metur, myrkra verkin fúna öll. Guðspjöll hafa múnkar myndað, máli þungu’ ei kastað frá, ritning hefir bræður blindað, bókvillan er ekki smá.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.