Ljósið - 01.04.1923, Page 1

Ljósið - 01.04.1923, Page 1
LJOSIÐ EITSTJÓRI: EINAR JOCHUMSSON 11. ár. Reykjavik, april 1923. 4. blað Jesús Kristur er Guð kristinna manna. Páska-ljóð. Leitið bræður ljósi að, ljósið vinir sjáið, klerkar vígðir kenna það, Kristur hafi dáið. Upplýstur veit andi rainn, ei dó Kristur forðum, hann fór strax í himininn; hans orð standa í skorðum. Það er ljóta þjóðsagan; — þá synd burtu skafið, — hefir kirkjan Krist sannan, krossfest, deytt og grafið? Ef kirkjan er svona sek, synda er hún móðir, — guðfróða ég vini vek, vaknið bræður góðir; Kirkjan er á köldum grunni, kastið gamla fjandanum, Ilt kom mál úr Urðar-brunni, eins guðs trúið andanum. jesús guðsson góður sagði, guð að væri faðir vor, til himins beina leið hann lagði, lærðir gangi í hans spor. Um eyðisand að elta fjandann, enga getur mentað sál, elskum góða guðdómsandann, gefur hann oss frelsi og triál. Fjandinn menn ei frelsað getur, forsmán sú er heljar tröll, kirkja Lútersk mörðinn metur, myrkra verkin fúna öll. Guðspjöll hafa múnkar myndað, máli þungu’ ei kastað frá, ritning hefir bræður blindað, bókvillan er ekki smá.

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.