Ljósið - 01.02.1908, Síða 2

Ljósið - 01.02.1908, Síða 2
10 L JÓSIÐ Föður barna Krist á kalla, Kristur endurfræðir alla. Enginn maður óttist hann. lygi úr mönnum ljós mitt eyði, lýðsins frelsi út það breiði; synd er að fela sannleikann. Lærður breiðir ljótt út slaður, launaður sérhver vígður maður, falskennarar fara’ um lönd. Klerkar líkir Kaífasi kæfa vit með heimsku masi, saklaus börn í setja bönd. Lýðnum þeir frá ljósi snúa, lyginni má enginn trúa. Fróðir herrar fremja rán; björg þeir opt frá börnum taka, bölið ala á fróni klaka, það er versta þjóðar smán. Margir vilja að Ijósi leita, lyginni eg þori neita; þung eru gömul þjóðarmein. Prestarnir hér hneikslin hylla, hreinu viti barna spilla; úr víðri götu veltum stein, Allir sér til rúms nú ryðja, ef réttan mann þeir vilja styðja, sem að ræðst á ránglát tröll, hneikslara, sem hneiksli ala, húsi í vigðu lygi tala; víst er kirkjan, vitskert öll. Kirkjutrú er kerling galin, kristileg er hún þó talin. Þetta blessuð þjóð mín veit. Biskup er við bókstaf bundinn,

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.