Ljósið - 01.02.1908, Blaðsíða 5

Ljósið - 01.02.1908, Blaðsíða 5
LJÓSIÐ 13 góða brynju víða og stóra, kristindóm eg skírður skil. Matthías! frelsið farðu að nota, fjandmenn herrans þarf að rota, sem að ala hneykslið ljótt. Bræðrum þarf með ljósi lýsa, lýð á götu heina vísa, liðin er sú langa nótt. 'X'il ráðherrans yíir Islandi. Nú Hafsteinn þú situr á liátignar stól, því hirðirinn góði þig styður. Að elskarðu frelsandi framfara sól, það fellir ei heiður þinn niður. Þú hlynnir að veikum og hugga vilt rnann, er heitt elskar guðsbarna rjettinn. Vor blessaði meistari blessa þig kann, hann blessar sinn útvalda klettinn. Eg bera vil merki þess meistara og manns, er mætti að heiðingja dómi. Æ, Hafsteinn minn, guð drottinn knýti þjer krans úr kærleikans fegursta blómi. Þú skilur mig Hafsteinn, sú trú er víst tál, er trúboðar verja ei reyna. Með einurð og krafti eg kenni lögmál, sem kemst inn í meyjar og sveina. Það reynslan mun sanna, að trú mín er trú, þó trúi eg lýginni ekki. Þjóð villa prestarnir, það skilur þú, þeir láta ung börn í hlekki.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.