Ljósið - 01.02.1908, Síða 7
LJÓSIÐ
15
anir sínar á viti Páls postula og viti Marteins Lúters. —
En hvorugir þessarar vígðu herra á til þeirra vit og
þeirra trúarkraft.
Til hvers er fyrir jafn lítil siglda menní trú og réttlætis-
kröfum, eins og útgefendur Nýja kirkjublaðsins eru, að
ætla sér að feta í för Páls og Marteins Lúters?. —
Útgefendur Nýja kirkjublaðsins ættu, heldur að reyna
að nota betur sína eigin krafta, biðja drottinn um meiri
lifandi trú, og frjálsari skynsemi en þeir nú hafa, svo
ritsmíði þeirra sýni að þeir séu vitrir, rétt hugsandi menn,
sem ekki þurfa að vera að lepja upp margtuggið trúfræðis-
stagl miðaldamanna. Þeirra blindtrúuðu manna, er ekki
þektu trúfrelsishreyfingu vorra daga, og ekki þektu, að
ljósið ogfrelsið réttnotað, rekur burt myrkravaldið, og heiðnu
grimmu dýrslegu liugmyndirnar um þá eilífu góðu starfandi
hátign, sem fullkomnar og endurfræðir börnin sín hér á jörð.
Það er sorglegt að vita, livað mikið heflr verið kost-
að til að menta prestaskóla-kennimenn og aðra þeim líka.
Þó skulu þeir breiða heimsku slíka út um landið, að
sonur föðursins á himnum auðgi oss fátæka menn, af sinni
fátækt.
Einnig þá heimsku, að réttlæti sonarins, skyggi á rang-
læti vort og synd vora hér á jarðríki. Það er að mínum
skilningi ekki góður sonur góðs íöðurs, sem byrgir fyrir
augun á föður sínum, og lofar honum ekki að sjá og vita
hvað fram fer í ríki því, sem faðirinn er konungur yfir.
Það er ekki hægt fyrir konung, að burtnema það ranglæti
sem framið er í ríki hans, ef það er hulið augum hans.
Það er ljótt ef sonur gjörir sig uppvísan að því, að
hann reyni að fela ranglæti manna, svo þeir sleppi hjá
réttvísinni er þeir fremja lagabrot, við það eykst synd og illur
strákskapur.
Börnum á strax að kenna að fylgja lögum skynsem-
innar, þroska vitið svo það starfi fyrir það góða, sem færir
lífinu sönn not og heilsusamlega þekking á sannleika, og
lyftir oss upp úr vanþekkingarinnar myrkri liðna tímans
og losar oss við misskilninginn og vantrúna á drottinn al-
máttugan, sem þessi tími er alt of ríkur af.
»Það er engin guðleg náðarráðstöfun, að það sem átti