Ljósið - 27.06.1913, Page 2
74
L J Ó S I Ð
Sannleikur.
Drottinn vor ei dó á kros3,
drottinn eyðir trega.
Hann einn getur hjálpað oss,
hér og eilíflega.
E. Joch.
Saít sagt utn prófessor
Jón Helgason.
Prófessor Jón Helgason er að vitund allra íslendinga, —
sem staðfestir hafa verið við sið Iútersku kirkjunnar — nú al-
gerlega fallinn á hina skynsamlegu og kristilegu kenningu mína,
að það sé stórhneykslanlegt, að vorir þjóðkirkjukennirnenn séu
enn að kenna þá heimsku, að sannur guð vor og drotlinn hafi
pínst og dáið (!) og er Jón prófessor mér samdóma um, að slík
kenning sé bæði ókristileg og óbiblíuleg, því guð vor blessaður
yfir öllu hafi aldrei dáið. — Þessi kenning um vorn guð sé
frá heiðindómi runnin inn í þann fagra kristindóm, sem ekki
má skemma með mótsögnum við aðalefndið.
Af því að þessi mikilláti rannsóknarmaður er nú farinn að
vinna að sama verki og ég, þá hlýt eg að vægja honum meir
enn hinum blindu þrákálfunum, er ekkert vilja gera fyrir kristi-
lega framsókn í þarfir sannrar lífstrúar. Þessir blindu trúmenn,
sem hér eru saman komnir á Sónýdus þjóðkirkjunnar, þeir vilja
ekki kannast við, að skynberandi menn og konur út um alt
vort kæra land sjái nú greinilega þá stórgalla á kristindómi
kirkjunnar, sem eg oftsinnis hefi bent á.
Prestarnir yfirleitt hljóta að sjá málvillurnar og guðlastið,
sem þeir bjóða fólki enn í dag, bæði hér í höfuðstaðnum og
sveitunum.
Eg hefi nákvæmlega lesið yfir hugleiðingar Jóns prófessors
Helgasonar í ísafold viðvíkjandi kirkjuritum fornþjóðanna. Eg get
ekki betur séð, en að þessi leit prófessorsins hafi verið og sé
vantrúarfálm, án þarfar, hverri heilbrigðri hugsandi sálu, sem
veit að vor drottinn Jesús Kristur er sannur guð og herra vor
frá eilífð til eilífðar.