Fréttablaðið - 12.02.2018, Qupperneq 8
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
01 Smærri
viðgerðir
Hraðþjónusta HEKLU.
Hringdu í 590 50 30 eða renndu við.
Hekla.is
Að undanförnu hafa birst í fjölmiðlum fréttir um verðlag í ferðaþjónustunni á Íslandi miðað við önnur lönd. Í augum okkar leiðsögumanna
kemur þarna fátt á óvart, og þetta eru sannarlega ekki
ný tíðindi.
Við sem störfum í þessum geira höfum löngum vitað
að Ísland er ekki ódýrt ferðamannaland, og Ísland er
heldur ekki ódýrt fyrir okkur sem hér búum, nema
kannski hvað varðar hita og rafmagn allvíða á landinu.
Það þarf ekkert að segja okkur um verð á mat hér á
landi , hvað þá á öli og víni. Að vísu er ekki erfitt að
finna sambærilegt verð á þessum hlutum í sumum
nágrannalöndum okkar, en ef við miðum við Þýska-
land , þá komum við mjög illa út, svo ekki sé meira sagt.
Reyndar er svolítið forvitnilegt að bera saman verð
á mat t.d. í Sviss og Þýskalandi, en þar er á stundum
himinn og haf á milli þessara næstu nágranna.
En meginatriðið með þessum skrifum er að koma í
veg fyrir að fólk haldi að það séu laun leiðsögumanna
og bílstjóra sem séu þess valdandi að við teljumst vera
dýrt ferðamannaland. Þvert á móti , því laun þessara
stétta eru skammarlega lág, tímakaupið hjá mennt-
uðum leiðsögumönnum í kringum tvö þúsund krónur,
sem gerir þá um 300 þúsund á mánuði í grunnlaun ,
og bílstjórar með enn minna en það. Þessar stéttir eru
gjarnan langdvölum að heima, en með löngum vinnu-
degi og fjarvistum hafa menn í sig og á. Sumir segja
að það sé ekki nema fyrir svokallaða „gullborgara“ að
stunda þessi störf, en það eru gjarnan menn og konur
sem hafa sagt skilið við ævistarfið og og taka þetta að
sér sem hlutastörf.
Það eru því ekki þessar stéttir sem eru íþyngjandi
fyrir ferðaþjónustuna. Frekar má herma þessa erfið-
leika upp á sterka krónu, en hún kemur sér líka vel fyrir
allan almenning og þá ekki síður ferðaþjónustufyrir-
tækin varðandi erlend aðföng.
Laun leiðsögumanna og
bílstjóra íþyngja varla
ferðaþjónustunni
Kári Jónasson
leiðsögumaður
Laun þessara
stétta eru
skammarlega
lág, tíma-
kaupið hjá
menntuðum
leiðsögu-
mönnum í
kringum tvö
þúsund
krónur.
Það er langt frá því gæfulegt útlitið í menntamálum á Íslandi. Í síðustu viku birti Norræna ráðherranefndin skýrslu þar sem borin er saman staða skóla-mála Norðurlöndunum og niðurstaðan er hreint út sagt skelfileg fyrir okkur
Íslendinga. Menntunarstigið er lægst á Íslandi, brott-
fallið úr skóla mest og íslenskir grunnskólanemendur
koma langverst út úr PISA-könnunum. Að auki er
hvergi á Norðurlöndum meiri munur á getu nemenda
af erlendum uppruna og innfæddra og á Íslandi.
Þetta er kjaftshögg en það hefur verið lengi á
leiðinni. Ekkert af því sem þarna kemur fram þarf að
koma okkur á óvart. Of lengi hefur óeining ríkt um
margt er lýtur að mennta- og skólamálum á Íslandi.
Launakjör kennara, lengd kennaranáms, fjármögnun
skólakerfisins, áherslur á námsgreinar, heimanám eða
ekki heimanám og þannig mætti áfram telja. Sam-
félaginu hefur verið fyrirmunað að koma sér saman
um markvissa stefnu þar sem allir sem að koma taka
ábyrgð á menntun yngstu kynslóðanna.
Hrakandi menntunarstig er málefni er varðar sam-
félagið í heild sinni, velferð þess og framtíðarmögu-
leika og þar af leiðandi getur enginn þáttur þjóðlífsins
verið stikkfrí frá ábyrgð á menntamálum. Ef við ætlum
raunverulega að vinda ofan af þessari þróun snúa
henni til betri vegar er því óhjákvæmilegt annað en
að horfa á samfélagsgerðina í heild sinni. En í þessari
sömu skýrslu ráðherranefndarinnar kemur einnig
fram að þó svo hagvöxtur sé hvergi meiri en á Íslandi
af Norðurlöndunum eru tekjurnar lægstar hérlendis.
Við þetta bætist að verðlag er hér talsvert hærra en
gengur og gerist á Norðurlöndunum. Kostnaðurinn
við að koma þaki yfir höfuðið er hreint út sagt glóru-
laus í samanburðinum, bæði af völdum verðlags og
langtum verri lánskjara, vinnudagurinn er lengri og
fleira mætti til taka. Allt eru þetta þættir sem hafa
auðvitað veruleg áhrif á heimilin í landinu og þá ekki
síst barnaheimilin þar sem rekstrarkostnaðurinn er
einmitt hvað mestur. Þar er meira unnið fyrir minni
uppskeru og svigrúmið til þess að sinna börnunum
því minni en ella.
Arnór Guðmundsson, forstjóri menntamálastofn-
unar, benti á það í viðtali á RÚV nýverið að skólinn sé
í raun aðeins ábyrgur fyrir um 30% af árangri nem-
enda til móts við heimilin og þjóðfélagið almennt.
Þetta er mikilvæg ábending hjá Arnóri í samfélagi sem
lengi hefur skellt öllum vandkvæðum í menntamálum
alfarið á skólana. Að þetta sé vandamál sem skólinn
beri ábyrgð á að leysa, enda foreldrarnir ýmist upp-
teknir í vinnu eða uppgefnir eftir langan vinnudag.
En svona getur þetta auðvitað ekki gengið mikið
lengur. Á Íslandi búum við í samfélagsgerð sem er um
margt langt frá þeim norrænu velferðarsamfélögum
sem við berum okkur saman við. Á meðan við erum
með falleinkunn í samfélagsgerð þá er lítil von um að
eitthvað breytist í menntamálum, heldur munum við
þvert á móti halda áfram að dragast aftur úr frá ári til
árs með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Falleinkunn
Að þetta sé
vandamál
sem skólinn
beri ábyrgð á
að leysa enda
foreldrarnir
ýmist upp-
teknir í vinnu
eða uppgefnir
eftir langan
vinnudag.
Litað veður
Þrátt fyrir ungan aldur rámar
molahöfund í þá tíð þegar vind-
styrkur var mældur í vindstig-
um og Beufort-kvarðinn var í
fullu gildi. Eitthvað virðist hins
vegar hafa hallað undan fæti
undanfarið. Einhverra hluta
vegna var ákveðið að litakóða
veðrið og í stað þess að hér sé
stinningskaldi eða allhvasst er
veðrið orðið gult, appelsínugult
eða rautt. Það getur ekki verið
að undirritaður sé einn á báti
með að tengja lítið við litina
enda virtist lítið að hinu eldra
kerfi. Með þessu áframhaldi
verður þó fróðlegt að sjá hvort
gulur, appelsínugulur og rauður
muni á endanum víkja fyrir
peysu-, úlpu- og inniveðri.
Úti að aka
Það hefur vart farið fram hjá
mörgum að hinn víðförli Sjálf-
stæðisþingmaður Ásmundur
Friðriksson ekur meira en
meðalmaðurinn. Undanfarin
ár hefur keyrsla hans verið um
og yfir 50 þúsund kílómetrar á
ári. Í fyrra ók hann til að mynda
130 kílómetra að meðaltali á
dag. Í blæstrinum og skyggnis-
leysinu í gær var ekki laust við
að hugurinn reikaði örlítið til
þingmannsins og hvort hann
hefði látið sig hafa það að fara
út til að fylla hinn daglega
kvóta. joli@frettabladid.is
1 2 . f e b r ú a r 2 0 1 8 M Á N U D a G U r8 s k o ð U N ∙ f r É T T a b L a ð i ð
SKOÐUN
1
2
-0
2
-2
0
1
8
0
4
:4
8
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
F
1
-8
1
5
0
1
E
F
1
-8
0
1
4
1
E
F
1
-7
E
D
8
1
E
F
1
-7
D
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
1
1
_
2
_
2
0
1
8
C
M
Y
K