Land & synir - 01.10.1996, Qupperneq 3

Land & synir - 01.10.1996, Qupperneq 3
HOFUNDA Opið bréf tilAra Kristinssonar frá Hrafni Gunn- laugssyni í tilefni viðtals viðAra í blaði kvik- myndagerðarmanna Landi & sonum betra vegna „ þróunar'* - heldur þú virki- Dúfan flögrar víða Benjamín dúfa, í leikstjórn Gísla Snæs Erlingssonar, heldur áfram að gera það gott á kvikmynda- hátíðum víða um heim. í apríl s.l. hlaut Gísli Snær sérstök verðlaun á kvik- myndahátíðinni í Poznan, Póllandi fyrir leikstjórn, í júní hlaut myndin tvenn verðlaun í Varna, Búlgaríu og í byrjun ágúst tvennar viðurkenningar í Giffoni, ftahu. Myndin var auk þess tilnefnd í hóp tíu bestu mynda Norðurlanda ‘95-’96 á “Amandá’hátíðinni í Haugasundi í seinnihluta ágúst, ásamt m.a. Hamsun eftir Jan Troell, Cold Fever eftir Friðrik Þór Friðriksson, Kristin lavransdatter eftir liv Ullman og Breaking the Waves eftir Lars Von Trier sem hlaut Amanda verðlaunin að þessu sinni. 11. október næstkomandi hefur myndin síðan göngu sína í kvikmyndahúsum þriggja sænskra borga, Stokkhólmi, Gautaborg og Mahnö. Á næstunni verður hún einnig sýnd í kvikmyndahúsum í Danmörku, Noregi, Þýskalandi og Ítalíu. Þrjú barnamyndahandrit fá framhaldsstyrk Tvö þeirra sjö handritsdraga sem fengu styrkveitingu frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum í vor, hafa nú fengið fram- haldsstyrki til frekari vinnslu. Þau eru Ikingút eftir Jón Steinar Ragnarsson og Stikkfrí eftir Ara Kristinsson. Auk þess fengu Hákon Odds- son og Sjón styrk vegna handrits sem þeir kalla Bingó. Hvert verkefni fékk úthlutað tæpum sjö hundruð þúsund krónum. Við hlerum jafhframt að íslenska kvikmyndasam- steypan sé á höttunum eftir handriti Jóns Steinars og að Gísh Snær Erlingsson sé bendl- aður við það sem leikstjóri. Háseta vantar á bát Nýtt fyrirkomulag verður tekið upp við val á fulltrúa í úthlutunamefnd nú í haust. Sig- ríður Dúna Kristmundsdóttir óskaði ekki eftir áframhaldandi setu í nefhdinni og því þurfti að velja nýja manneskju. Abnenna reglan hefur verið sú að félögin hafa sntngið upp á fólki til að sitja í nefndinni og síðan hafa fulltrúarnir í stjóm Kvikmyndasjóðs möndlað með sér hver yrði vaUnn. Þetta hefur oftar en ekki kostað mikinn titring og plott, þar sem allir vilja koma sínu fólki að. Nú hefur hins vegar verið ákveðið að auglýsa eftir fólki til setu í nefnd- inni og verður spennandi að sjá hver við- brögðin verða. Félag kvikmyndagerðarmanna fagnar þessum nýju vinnubrögðum og hvetur aUa sem telja sig hafa hæfileika og smekk til að velja frambærilegustu kvikmyndaverkefnin úr þeim hundruðum umsókna sem berast Kvikmyndasjóði, til að sækja um starfið. œ r i Ar i - Marga koll- steypuna fara menn á lífsleið- inni, og stundum ærið stórbrotnar án þess að átta sig á því sjálflr. Þegar ég las í morgun viðtal við þig í blaði FK Landi & sonum, rifjaðist upp fyrir mér sú U'ð er Ari Kristins- son átti ekki orð til að lýsa andúð sinni á konsúlöntum „sem væru til þess eins að láta þá sem geta ekki búið til kvikmyndir, gera það - þótt ljóst væri frá upphafi að út úr því kæmi ekki neitt nema rugl" svo ég vitni nú eftir minni í þann Ara Kristinsson sem ég sat eitt sinn með í stjóm SÍK í de gode gamle. En þar sem myndin með viðtalinu sann- færði mig um að hér væri á ferðinni sá Ari sem ég þykist þekkja, ákvað ég að senda þér fáeinar h'nur til umhugsunar. Kveikjan að þeim er eins og ég sagði, að nú les ég í Landi & sonum innfjálgt viðtal við þig um að Dag Alveberg hafi gert stjórn Kvikmynda- sjóðs tilboð um taka þátt í því að „bæta ís- lensk handrit". Og ef marka má orð þín í viðtalinu, þá ert þú með stjömur í augunum af hrifningu yflr tilboði þessa djúpsæja hst- unnanda og étur upp, að „það séu handrit- in sem séu lang veikasti hlekkurinn í ís- lenskri kvikmyndagerð" - en Ari, hvað með special effektana sem Hollywood býr til, eða alþjóðlegar stórstjörnur, eða þá heims- frægu leikstjórana - vantar ekki líka þessa hlekki, eða eru það „þessir hlekkir" sem við íslenskir kvikmyndagerðarmenn erum að sækjast eftir? Vantar okkur ekki það eitt að búa til handrit að markaðsstöðluðum myndum eins og þeir í Ameríku, eða er til- gangurinn með íslenskri kvikmyndagerð kannski einhver annar? En komum nánar að því síðar og snúum okkur fyrst að viðtal- inu. Nú á sem sagt að kenna handritunum um. Einu sinni var það skortur á undirbún- ingi. Svo voru veittir undirbúningsstyrkir, þar til ekki mátti heyra undirbúningsstyrk nefndan. Og nú eru handritin orðin synda- selurinn. Og þeim á að bjarga með því að „þróa" þau. Dettur þér ekki í hug, þegar þú gleyptir þessa djúpsæju speki hráa, að handrit tengist því að einhverju leyti að menn hafi eitthvað að segja, hggi eitthvað á hjarta, hafl sýn? Þú veist ósköp vel að þú getur lært að lesa nótur og þróað þamt lest- ur út í hið óendanlega, en þú lærir ekki að verða músikalskur - það er vöggugjöf - og án þeirrar vöggugjafar engin tónsköpun. Og heldur þú Ari, að handritið að ágætri mynd eins og Bömum náttúmnnar hefði orðið lega að þeir sem hafa laun af þvi að kenna mönnum að skrifa eftir stöðluðum smekk, bæti íslenskt höfundarverk? Á íslenskt höf- undarverk að snúast um það að gera út á vondan smekk útlendra sölumanna sem kaupa sjálfumglaða leikstjóra til að sýna fs- lendinga sem skrýtna útkjálkabúa og fúrðu- fugla og stíla allt upp á aulahúmor; þú svar- ar í viðtalinu og segir að svoleiðis gúmmela- de seljist eins og sannast með jafn „þró- uðu“ verki og Cold fever. Er það kannski tilgangurinn að þróa fleiri kalda fi'vera eða er tilgangurinn kannski meiri og stærri en að snobba niður á við. Kannski hefðu Böm náttúrunnar náð að verða einhverskonar kaldur fíver með „þróun". Ef Stjórn kvik- myndasjóðs ætlar að eltast við gulrótina, „þróun handrita", svo Norræni sjóðurinn komist þannig hjá raunverulegum styrkjum til íslands, ætlar þú þá af öll- um mönnum að vera sá ein- feldningur að gapa gleiðast við henni? Sé einhver réttlæting fyrir kvikmyndagerð á íslandi á tslensku, - ég tek fram á ís- lensku -, þá er það vegna þess að kvikmyndin vill skoða líf okkar og sögu - sýna okkur í spegh hvað það er að vera ís- lendingur og lifa á íslandi. Aht tal um „þróun" sem eflaust þarf þar sem kvikmyndir eru einungis gerðar til að eltast við smekk fjölþjóðlegs markaðar eða svara ákveðinni iðnaðareft- irspum, er vonandi eitthvað sem á ekki eftir að sýkja íslenska kvikmyndagerð meir en gerst hefur nú þegar. Og þú hefur sjálfur talað um að þessir atvinnubótaþegar sem hafa laun af því að leika handritasérfræð- inga með því að segja öðrum hvernig þeir eigi að skrifa (venjulega vegna þess að þeir fá ekki sjálfir vinnu við að skrifa og enginn vih handritin þeirra), séu til þess eins að steypa aht í sama mótið. Iðnaður framleiðir vörur sem eru sérstaklega hannaðar til að þjóna stöðluðum markaðssmekk. En eðh listaverks hlýtur að ganga í berhögg við slíka staðla - svo fúh ástæða er til að velta fyrir sér hvort „þróun" er ekki hrein firra, hvernig sem á hana er htið. Allir sem vita vilja, vita að handrit sem eitthvað erindi við okkur, verður aðeins til vegna sögumanns sem þekkir íslenskt líf og hggur eitthvað á hjarta og hefúr frásagnar- gleði til að segja sína sögu. AUt hitt er plat - þ.e.: iðnaður sem kemur kvikmyndalist ekkert við. Og þá emm við kannski komnir að kjarna málsins. Erum við að biðja um Ust eða iðnað. Og ef iðnað, þá iðnað sem á að lapa sig að smekk erlendra markaða og lýsa Islandi á þann hátt sem markaðurinn vUl og feUur honjim í geð? Þessari spurn- ingu er ekki varpáð fram af einhverjum ís- KAIDIR FÍVERAR EFTÍR PÖNTVN?: Hrafn Gunnlaugsson gerir m.a. ColdFever að umtalsefní í opnu bréfi sínu. lenskum þjóð- ernishroka, enda ekkert fjær mér, held- ur verður ekki hjá því komist að þjóð sem á sér sérstaka men ningu, spurji sjálfa sig að því hvort hún kæri sig yf- irleitt um að hfa sínu eigin menningarlífi og telji sig hafa efni á því. Ef dæma ætti eftir afstöðu ís- lenskra stjómvalda er svarið nei og ekki á ég von á að sú stefna breytist, þegar menn tala eins og þú gerir í viðtalinu. Hugljómun þín er nánast ömgg leið til að ganga endan- lega af íslenskri kvikmyndagerð dauðri. Forsendan fyrir því að fé almennings sé lagt í kvikmyndagerð hlýtur að vera sú, að sú kvikmyndagerð komi almenningi við. Satt best að segja held ég þú hafir farið út í kvikmyndagerð með annað fyrirheit í huga en búa tU slíkan iðnað. En kannski ert þú orðinn svo mæddur eftir aUar svaðUfar- irnar og fjárhagserfiðleikana við að kvik- mynda sumar þær stórgóðu myndir sem þú hefur gert öðmm mönnum betur, að þú vUt bara reyna að hfa þetta af þótt framleiðslan sé eins fjani því fyrirheiti og hugsast getur - ef svo er, þá er það sorglegt. Og þér verður aUra síst einum kennt um að ástandið er orðið þannig. Og svona að lokum. Ég hélt þú vissir sjálfur að engir gera ömurlegri myndir en Norðmenn, og engir eyða meira fé í þróun handrita. Það skyldi þó ekki vera sam- band þarna á milli. Það skyldi þó ekki vera að hver einasta frumleg hugmynd sem fæðist í Noregi sé hökk- uð svo rækUega í spað vegna skyldukröfu um þróunar- ferh, að hún er orðin að út- þynntu stöðluðu þróunar- sulli, sem tryggir lægsta sam- nefnara í hverju atriði, loksins þegar ráðist er í að framkvæma hana. Að vísu man ég eftir einni norskri mynd sem hafði þokka- legt handrit, Leiðsögumanninum í leik- stjórn norsks Sama, en sú mynd var eftir- prentun af íslenskri mynd, svo það er kannski ekki alveg að rnarka. En bvernig skyldi íslenska frummyndin hafa htið út ef handrit hennar hefði verið þróað af norsk- um spekingum. Hefðu víkingamir ekki orð- ið fuh hvítir? Ég gæti skrifað miklu lengra mál um þetta, en ég læt hér staðar numið og vona að jafn góður listamaður og þú ert, og ég þekki úr ánægjulegu samstarfi, muni átta þig á því plati sem er á ferðinni. Við gætum alveg eins trúað því í einfeldni okkar að það sem sé að íslenskri kvikmyndagerð sé að verja þurfi fé í að þróa leikara til að verða heimsfrægar Hollywoodstjömur og þróa ís- lenska specialeffekta til fulls og helst jafn- fætis Hohywood til að geta látið Heklu gjósa eftir pönútn. En jafnvel þó að það tækist og hér yrðu framleiddir hundrað kaldra fívera, þá er spumingin samt, er það tilgangurinn með íslenskri kvikmyndagerð? Gangi þér svo vel í allri framú'ð. ATHUGASEMD RITSTJÓRA: Ara Kristinssyni vargefinn kostur á að svara bréfi Hrafns í þessu tölublaði, en vegna mikilia anna hans mun svar hans bíða nœsta blaðs. Gísli Snœr Erlingsson LaiKld&?>TOr 3

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.