Land & synir - 01.10.1996, Blaðsíða 6
mun einkenna Kvikmyndahátíð Reykjavíkur sem haldin verður ífyrsta sinn
dagana 23. október - 3■ nóvember nk. Guðrún Edda Þórhannesdóttir, starfs-
maður hátíðarinnar, gafHildi Loftsdóttur upp helstu útlínurnar.
„Kvikmyndahátíð Reykjavíkur er orðin
sjálfseignarstofnun, og er haldin í fyrsta skipti
sem slík. Þetta er þó í tólfta skipti sem kvik-
myndahátíð er haldin í Reykjavík, en hefur þá
alltaf verið haldin annað hvert ár sem hluti af
listahátíð. Hún hefur á stefnuskrá sinni að
gerast árlegur viðburður, og bjóða þá upp á
framúrskarandi myndir, og reyna um leið að
fá mjög þekkta og áhugaverða gesti tengda
myndunum til landsins. Markmiðin eru að efla
almenna þekkingu og áhuga á kvikmyndum
og kvikmyndagerð. Reynt verður að leggja á-
herslu á unga fólkið, að það kynnist fjöl-
breytni kvikmyndalistarinnar, og að þeir til-
einki sér víðari skilning á kvikmyndalistinni
og myndlestri sem í henni felst. Kvikmyndahá-
tíðin mun verða vettvangur fyrir samskipti inn-
lendra og erlendra aðila kvikmyndaiðnaðar-
ins. Óskandi væri að með þessum árlega við-
burði muni skilningur á mikilvægi íslenskrar
kvikmyndagerðar aukast, sem og virðing á-
horfenda fyrir menningarsamfélum sem þau
munu kynnast í gegnum myndimar.
Reykjavíkurborg og Menntamálaráðuneytið
styrkja kvikmyndahátíð Reykjavíkur, en að
henni standa Félag kvikmyndagerðarmanna,
Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda,
Samtök kvikmyndaleikstjóra og Félag ís-
lenskra leikara, sem öil leggja til sitt peninga-
lega framlag. Nú er einnig verið að vinna í því
að finna styrktaraðila, sem munu kaupa það
auglýsingapláss sem er á undan kvikmynda-
sýningunum. Öll kvikmyndahús borgarinnar
taka þátt í hátíðinni, þótt Regnboginn verði
miðstöð hátíðarinnar í ár. Það fyrirkomuiag
verður ömgglega mjög gott, í stað þess að ein-
staka kvikmyndahús séu að halda sjálfstæðar
hátíðir og skapa þar með samkeppni milli að-
ila sem eiga sömu hagsmuna að gæta.
Myndirnar sem við höfum í huga að bjóða
upp á þetta árið, eru góð fyrirmynd að því sem
koma vill. Þetta eru allt myndir sem hafa ann-
að hvort unnið til verðlauna á öðrum kvik-
myndahátíðum eða vakið athygh víða. Þar má
nefna fremstar í flokki tvær myndir eftir Way-
ne Wang sem Paul Auster skrifaði handritin
að; Blue in the Face og Smoke. Það er ef-
laust margur kvikmyndaunnandinn að bíða
eftir þeim. Harvey Keitel leikur í þeim báðum,
og er verið að reyna að fá hann til að verða
einn af gestum hátíðarinnar, en það hefur
reyndar ekki fengist staðfesting á því ennþá.
Það yrði mjög gaman þar sem hann er mjög
virtur og vinsæll leikari sem flestir þekkja, og
einnig þar sem hann leikur einnig í annari
mynd á hátíðinni Ulysse’s Gaze eftir virtasta
kvikmyndaleikstjóra Grikklands Theo Ang-
elopoulus.
Þeir gestir sem hafa geflð ákveðið svar við
komu sinni hingað eru Hal Hardey og eigin-
kona hans, ásamt Mika Kaurismáki og konu
hans Piu Tikka. Tvær myndir verða sýndar eft-
ir Hal Hartley Flirt og Amateur, og er sú fyrr-
nefnda í raun þrjár stuttmyndir eftir hann.
Mika Kaurismáki er með mynd sína
Condition Red og kona hans Pia, sem einnig
er leikstjóri, kynnir sig með myndinni The D-
aughters of Yemanja. Við erum einnig að
reyna að útvega nýjustu mynd Aki Kaurismáki
Drifting Clouds, en það reynist hálf erfitt. Sú
hugmynd hefur komið upp að halda Memori-
um um finnska leikarann Matti Pellonáá, og
myndum við þá reyna að fá myndirnar The
Worthless '82 eftir Mika og La Vie de Bohéme
‘92 eftir Aki, en Matti lék í þeim báðum.
Þetta árið ædum við að beina augum okkar
að Noregi, og þeirri grósku sem orðið hefur í
kvikmyndagerð þarlendis undanfarin ár. Það-
an koma sex leikstjórar og kynna myndirnar
sínar. Þar á meðal má nefna Ti Kniver i Hjer-
tet eftir hinn unga og efttilega leikstjóra Mari-
us Holst, en þessi fyrsta kvikmynd hans í fúllri
lengd var talin , af þarlendum gagnrýnendum,
mesta kvikmyndaafrek vetrarins’94-’95.
Norski kvikmyndasjóðurinn hefur líka verið
mjög duglegur við að veita fé í stuttmynda-
gerð, og er ædunin að við fáum úrval noskra
stuftmynda með. Af myndunum í fúllri lengd
hefur víst myndin Zero Kelvin eftir Hans Petter
Moland vakið mesta athygli. Það er gaman að
segja frá því að allir þrír aðalleikarar myndar-
innar hlutu verðlaunin Best Actors á San
Sebastian hátíðinni. Einn þeirra, Stellan
Skaarsgard, leikur einnig í kvikmyndinni
Breaking the Waves eftir lars von Trier. Hún
hlaut Grand Prá á hinni virtu kvikmyndahátíð
í Cannes í maí fyrr á þessu ári, og er ein af
þeim myndum sem við erum einna hreyknust
af að kynna á þessari hátíð.
Eftir þessa upptalningu mína mætti kannski
draga þá ályktun að norrænar myndir séu í
fyrirrúmi hjá okkur, en svo er reyndar ekki.
Mér flnnst einstaklega gaman að breiddin í
kvikmyndavalinu sé svona mikil, og ekki ein-
ungis hvað varðar stíl og stefnur, heldur hka
lands- og heimssvæði, og þar með menninga-
svæði. Meðal gesta verður t.d. tyrkneskur
kvikmyndaleikstjóri Canan Gerede, og mun
hún sýna okkur mynd sína Love is Colder
then Death. Það er gaman að hún skuh vera
að koma hingað til íslands, því næsta prójekt
sem hún tekur sér fyrir hendur er að gera
mynd um Sophiu Hansen og baráttu hennar.
Það er því líklegt að margir munu hafa áhuga
á að kynnast þeirri konu betur, jafnvel þótt að
mörgum flnnist efnið dáh'tið þreytt. Ég get þó
alls ekki verið sammála því, þar sem það hef-
ur margoft sannað sig í kvikmyndasögunni að
efnið skiptir ekki megin máh í kvikmyndalist-
inni, heldur sá persónulegi stíll sem hver leik-
stjóri gefur sinni mynd á öllum sviðum.
fran á tvo fulltrúa á hátíðinni, þá Jafar
Panahi með mynd sýna The White Balloon,
sem fer eins og eldur í sinu um kvikmyndahá-
tí'ðar í heiminum, og Abbas Kiarostami með
mynd sína Under the Olive Trees, en hann er
heimsþekktur fyrir að nota alltaf áhugaleikara,
og fyrir einstaklega raunsæjan stíl sinn. Svona
mætti lengi telja, en ég vil benda fólki á að
lesa spjaldanna á milh vandaðan bækhng sem
er verið að hanna.
Til að höfða til ungs fólks og þeirra sem
eru óvanir að horfa á myndir úr listrænni
geiranum, auk þes að kynna þeim þær mynd-
ir, munum við einnig sýna úrval vandaðra
mynda sem mætti kalla meira mainstream.
Þar má nefna nokkrar myndir sem voru í
keppni í Cannes á þessu ári; Girl 6 eftir Spike
Lee, Kansas City efir Robert Altman auk
frumraunar A1 Pacinos sem leikstjóra á hvíta
tjaldinu Looking for Richard. Tvær myndir
eftir sögum Jane Austin verða á hátíðinni;
Emma með þeim fögru Gwyneth Paltrow og
Gretu Sacchi og Persuasions sem sem sýnd
verður í Sambíóunum ásamt Richard III sem
hefur að geyma ótrúlegt úrval bæði banda-
rískra og enskra leikara. Þar má nefna
Maggie Smith, Nigel Hawthorne, Kristin Scott-
Thomas, Ian McKellen, Annette Bening og Ro-
bert Downey Jr. Sean Penn er með nýja og
mjög svo umtalaða mynd sem heitir The
Crossing Guard, og svo erum við tíka með
nýjustu myndir risanna þriggja Jim Jarmusch,
Pedro Almodóvar og Zhang Yimou. Það yrði
rosalega gaman að fá einhvern þeirra til að
koma, og það er bara aldrei að vita!
Klúbbur Kvikmyndahátíðar verður líka
starfræktur, eins og verða vill á öllum betri
kvikmyndahátíðum. Hann mun tíkast til bjóða
upp á umræðustundir með gestum hátíðarinn-
ar og Memorium um Krzysztof Kieslowski.
Derek Malcolm frá „The Guardian" er mjög
þekktur kvikmyndagagnrýndandi. Hann hyggst
koma, og verður vafalaust með einstaklega á-
hugaverða fyrirlestra. Einar Öm Benediktsson
sá um Klúbb Listahátíðar og hann sagði mér
reyndar að það væri mjög erfitt að fá fólk til
að koma í klúbbinn nema að það sé einhver
sýning í gangi, þannig að það mál er allt sam-
an í athugun ennþá.
Einnig eru uppi áform um að hafa svokall-
aðar bíónætur, þar sem úrval mynda verða
sýndar alla nóttina. Hátíðin myndi standa fyrir
kaffisölu á milli mynda, og um morguninn, að
sýningum loknum, myndu allir fá sér morgun-
verð saman. Þetta hefur gefist mjög vel í út-
löndum þar sem mjög sérstök stemming skap-
ast. Ég efast ekki um að þessi hugmynd falli
vel í kramið hjá íslenskum ungdómi sem hvort
eð er vakir heilu og hálfu næturnar, og verður
hún því til að vekja athygli þeirra á hátíðinni.
Því miður hafa undanfarnar kvikmyndahá-
tíðir ekki gengið nógu vel. Við erum þó mjög
bjartsýn og vonumst eftír hátt í 20 þúsund á-
horfendum. Á hátíðinni í ár verða fleiri mynd-
ir, og ég held örugglega meiri breidd á alla
kanta jafnt varðandi myndir og gesti, heldur
en áður. Hátíðin mun tíkast til vekja meiri at-
hygli þar sem hún er ekki lengur hluti af ann-
ari hátíð. Miðað við stuttan undirbúningstíma
hefur tekist ótrúlega vei tU, og því vonandi að
sem flestir láti sjá sig. Það ættu alla vegana að
vera myndir við allra hæfi á dagskrá, og í
rauninni eru þetta svo margar myndir að ég
veit eiginlega ekki hvernig við eigum að koma
þeim öllum fyrir á bara tíu daga prógrammi!
En þetta er allt að koma.“
GÓÐIR GESTIR: Frá vinstri: Emily Watson og Stelian Skarsgaard í Breaking the Waves eftir Lars Von Trier; Harvey Keitel sem tóbaksbúdar-
eigandínn Auggie Wren í Smoke eftir Wayne Wang og Panl Auster.
6 uana&synir