Land & synir - 01.10.1996, Blaðsíða 7
EFTIR SIGURJÓN BALDUR H
Fyrírþrjátíu árum rek-
ur Þorgeir Þorgeirsson í
fyrirlestri hvernig líkja
megi íslenskri menn-
ingu við geðsjúkling sem
lifi ífortíðinni; glans-
myndinni, húið sé að
fœra sjúklinginn í
spennitreyju og á milli
angistarkastanna telji
hann sér trú um að þetta
séu bara sunnudagsfót-
in. Og íframhaldi afþví
segir Þorgeir orðrétt:
„Nú er það oft ein-
kenni sjúklegs hugar
ástands aðfortíðin
gengurþar Ijósum logum
íafskrœmis líki... Þeir
grípa dauðhaldi í minn-
ingar, forna reisn og
löngu fullmótuð menn-
ingarverðmœti liðins
tíma. „
orgeir á hér við kvikmyndagerð ís-
lendinga árið 1966 og þá upphöfnu
sjálfsmynd sem þar er reidd fram af
landi og þjóð. Og í nýlegu bréfi sem
hann sendi ritstjóra Tímariti Máls og
menningar, þá lýsir hann vel hvernig ís-
lendingar virðast ekki vilja bregða upp
raunverulegri mynd af sjálfum sér í
heimildamyndum, heldur því sem við
getum kallað glansmynd. Þorgeir segir í
bréfinu frá kvikmynd sem hann vann
um línuveiðar og að eftir sýningu henn-
ar í Sjónvarpinu hafi hann verið kallað-
ur inn á teppið hjá þáverandi sjávarút-
vegsráðherra sem hafði þau orð um
myndina að hún, ásamt þeim myndum
sem hann ætlaði sér að framleiða í
framhaldinu, væri ekkert annað „en
níðstöng, sem enginn heiðarlegur ís-
lendingur getur sýnt erlendum kaup-
endum fiskafurða íslendinga".
Þorgeir virðist hafði drýgt þá, að því
virðist höfuðsynd, að velja „venjulegan"
línubát í myndina sem leit út eins og
„niðurnídd ruslarafleyta“, eins og ráð-
herrann tók til orða. Og svo gripið sé til
annars dæmis þá dró heimildarmyndin
Þjóð í hlekkjum hugarfarsins (1993)
að sama skapi ekki upp áferðafallega
mynd af íslenskri þjóð fyrr á tímum. Af
þessum viðbrögðum sem myndirnar
fengu og ekki síst Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins, þá verður ekki annað
skilið en að margir áhorfendur álíti
myndina eiga lítið skylt við raunveru-
leikann og lýsi frekar hugarástandi
manns sem sé ekki í veruleikatengslum.
Ég tel hins vegar að skoða megi „glans-
myndina" út frá öðrum og „heilbrigð-
ari“ forsendum. Samlíking íslenskrar
menningar við hugarástand geðsjúk-
lings, sýnir útbreiddann skilning á
„glansmyndum" sem vísbendingu um
veruleikaflótta, lýgi eða athvarf frá
raunveruleikanum. í þessum pisth mun
ég bregða fyrir annarskonar skýringu á
goðsagnayfirbragði íslenskra heimilda-
myndina.
Goðsögur sem réttlæting
Ýmsir mannfræðingar hafa bent á að
draumar og goðsögur séu notaðar sem
réttlæting á menningarástandi og félags-
skipan. Bronislav Malinowski taldi það
t.d. hlutverk goðsagna að réttlætti siði og
hegðun hópsins. Annar þekktur fræði-
maður sem fengist hefúr við rannsóknir
á goðsögum, Mircae EUade, telur að goð-
sögur séu mikilvægar í aUri félagsrnómn,
þar sem hefðin er tahn helg og tímalaus.
Hefðin segir til um upphaf eða sköpunar-
sögu menningar og þjóðfélagsstarfs
hópsins. í svipaðan streng tekur Roland
Barthes sem heldur því fram að goðsagn-
ir þjóni pólitísku hlutverki með því að
breiða yfir hlutverk stjórnmálanna í
hverskyns hugmyndafræði. Barthes telur
að merking goðsagna eigi sér rætur í
sögunni. Goðsagnir hins vegar „fjar-
lægja“ þessa sögu með því að umbreyta
hinum sagnbundna veruleika í náttúru-
legt ástand. „Goðsagnir" segir Barthes
„eru þessi lævísa og ósveigjanlega krafa
um að allar manneskjur kannist við sig
innan þessara mynda, alltaf..." Goðsagnir
birta þannig heim sem er án þversagna
vegna þess að sögulega dýpt vantar.
Goðsagnaheimur íslenskra
heimildarmynda
Steinn Steinarr mun hafa sagt eitt sinn
að „Hin íslenska þjóð [sé] poki fullur af
þverstæðum". Þegar við horfum á ís-
lenskar heimildamyndir verður ekki ann-
að séð en að engar þversagnir séu í ís-
lensku þjóðh'fi. Mannfræðingurinn Roger
Keesing heldur því fram að þeir sem ald-
ir eru upp við goðsagnir um þjóðararf
séu ekki hklegir til þess að fóstra gagn-
rýna hugsun um eigin sögu. Það er því
engin tilviljun að myndir sem fela í sér
gagnrýnisbrodd á íslenskt samfélag eins
og myndin Fiskur undir steini (1972),
Bóndi er bústólpi (1992), jafnvel Óðal
feðranna (1980) eða Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins, skuli kveikja eftirtektar-
verða umræðu á meðal áliorfenda. Um-
ræðan sprettur af annarskonar mynd af
fortíð eða samtíð en þeirri sem hin goð-
sögulega útgáfa segir til um. ÚtgáfaÞ/od-
ar í hlekkjum hugarfarsins af íslenskri
sögu reynist ekki „rétt“, „viðtekin" og
„stríðir hún gegn betri vitund“ margra á-
horfenda. Annað sem kveikir ekki síður
hin mörgu og hörðu viðbrögð við mynd-
inni er að höfundur hennar sver hana
ekki af sér og lýsir henni heldur ekki
sem óhlutdrægri sýn.
En á hvaða hátt er Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins frábrugðin og hvernig sker
hún sig frá goðsagnalegum heimi ís-
lenskra heimildamynda? Ég ætla að reifa
tvo þætti.
Því hefúr verið haldið fram að cinema
direct sé vel til þess fallinn að svipta hul-
unni af goðsögum. Stílhnn leyflr fólkinu
sjálfu að tala og afhjúpar þannig oft
hetjuímynd goðsagnamyndanna um leið
og hann tengir fólkið við stofnanir þjóð-
félagsins. Þjóð t hlekkjum hugarfarsins
beitir þessu stílbragði, en á þann veg að
aðstæður fólks eru endurgerðar, leiknar.
Á skjánum birtist fólk gangandi yfir heið-
ar og hjam. Og oftar en ekki horfa áhorf-
endur í augun á illmennum eða fórnar-
lömbum bændaveldisins þar sem þau
stara framan í myndavélina. í öðrum
myndskeiðum eru fjósamenn á Ieið í ver-
in og enn önnur sýna mæður og börn
skakklappast yfir nibbótt hraunið. Þetta
eru ekki hetjumyndir af forfeðrum ís-
lendinga og þetta em ekki persónur sem
hafa fæðst til þess eins að Ijúka af ein-
hverju stórkostlegu í stjórnmálasögu
landsins eða á sviði bókmenntanna.
Þeirra hlutskipti er annað og ómerki-
legra, að sinna skipunum húsbónda síns
og róa til flskjar á vertíðinni sem er að
byrja eða halda burt út á Guð og gaddinn
fyrir tilstuðlan hagkerfisins. Þetta stíl-
bragð brýtur niður hina uppblásnu og
sársaukalausu mynd af lífi fólks á íslandi
sem finna má í mörgum íslenskum heirn-
ildamyndum eins og t.d. Verstöðinni ís-
latid (1992). Aldrei hefur verið gerð
mynd um „ógæfúfólk" á íslandi, almúga-
manninn sem ekki hefur skrifað bók,
fundið upp á einhverjum sniðugum
skoðunum eða smíðað sérkennilega vél í
einsemd sinni. Jafnvel drykkfeldustu
skáld og útigangsmenn, eins og Dagur
Sigurðarson í heimildamyndinni Dags-
verk (1993), fá goðsagnalegt yflrbragð. í
áðurtöldum myndskeiðum Þjóðar í
hlekkjum hugarfarsins eru sveitalubb-
arnir komnir, í þeim skilningi að vera
kauðslegir og fávísir. Sveitamennirnir eru
ekki upphafnir í eymd sinni sem sér-
stæðir snillingar, heldur sýndir umbúða-
laust í eymd sinni og oft við naprar að-
stæður í smáum hóp, líkt og þegar fé er
AFSTEINSSON
leitt til slátrunar á haustin eða sem fóm-
arlömb hugmyndafræði sem þjónar
hagsmunum hinna fáu útvöldu.
Mannfræðingurinn Claude Levi-Strauss
hefur á einum stað skilgreint goðsögur
sem sögur án sögumanns. Sjaldan er
spurt um skoðanir höfunda íslenskra
heimildamynda og yfirleitt skipta þeir
engu máli í umræðunni um efni þeirra
enda er það enn eitt einkenni goðsagna,
að mati Levi-Strauss, að engin einn sögu-
maður er talinn áreiðanlegri en annar í
endursögn goðsögunnar. Allar útgáfur af
goðsögunni eru því taldar jafn réttháar
án tillits til þess hver segir hana. Og ann-
ar mannfræðingur, Keyan Tomaselh, hef-
ur haldið því fram að fjarvera höfundar í
verkinu, í þessu tilviki heúnildamyndum,
gefi goðsögum byr undir báða vængi
þannig að hin guðlega rödd sem talar yflr
myndum og enginn veit hvaðan kemur,
reynist treysta inntak goðsögunnar um á-
reiðanleika hennar. í Þjóð í hlekkjum
hugarfarsins er hins vegar ótvírætt tekin
afstaða til viðfangsefinisins. Mikið er t.d.
gert úr því í blaðagreinum sem skrifaðar
eru eftir sýningu myndarinnar að hún
hafi ekki verið hlutlæg, heldur lituð af
skoðunum höfundar þannig að hún geti
varla talist markvert innlegg í umræðu
um söguna. Myndin reynist einnig óvana-
leg að því leytinu til að hún er meta-frá-
sögn; hún gagnrýnir þá sem skrifað hafa
íslandssöguna fyrir að skrifa fyrst og
fremst um efnameiri bændur og greina
ekki frá lífi annarskonar fólks sem hfði
og starfaði í landinu. Á sama tíma sáir
hún efasemdum um eigin frásögn og
hversu áreiðanleg hún reynist.
Að lokum
Þó svo að í umræðunni um Þjóð í
hlekkjum hugarfarsins hafl margir séð
myndina sem vatn á myllu þeirra sem
hafa horn í síðu bænda og vilja helst
leggja stéttina niður, þá verður því ekki á
móti mælt að hlutverk myndarinnar er
ekki síður mikilvægt fyrir það hug-
myndakerfl sem myndin er tahn beinast
gegn. Þannig sáu Bændasamtök íslands
sig tilneydd til að framleiða „réttari" út-
gáfu af því hvaða þýðingu bændur hafa í
íslensku samfélagi og var sú myndasería
á dagskrá Sjónvarpsins einu sinni í viku í
nokkrar vikur á síðasta ári. í þeim mynd-
um var bætt við glansmyndasaln íslend-
inga og yfír þeim þuldi hin guðlega rödd,
sem dregur athygh áhorfenda frá þjóðfé-
lagslegum vandamálum, breiðir yflr þau
og í raun réttlætir óbreytt ástand.
imMðísyrm- 7