Land & synir - 01.08.1998, Page 4

Land & synir - 01.08.1998, Page 4
Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Böðvar Bjarki Pétursson spjalla um hin hinstu rök heimildarmynda og velta því meðal annars fyrir sér hvort þær eigi að endurspegla sýn höfunda sinna eða reyna að fanga einhverskonar „sannleika" á sem hlutlausastan hátt. BJÖRGUNARAFREKIÐ VIÐIÁTRABJARG: „...dramatísk mynd um raunverulegt fólk og atburði. Irábær myndpar sem allir kostir Óskars sem kvikmyndagerðarmanns njóta síns“, segir Böðvar Bjarki Pétursson ásamt öðru. Sigurjón: Heimildarkvikmyndir hafa allt frá upphafi kvikmyndarinnar um síðustu aldamót fangað hug og hörtu áhorfenda og þá ekki síst þeiri-a sem búa til kvikmyndir. Hins vegar hefur það valdið töluverðum heilabrotum hvað þetta hugtak í raun merkir. Hvað er heimildarmynd? Að minnsta kosti þtjár tilraunir hafa verið gerðar til að leita svara við þessari spurningu. Því hefur m.a. verið haldið fram að heimildarmynd sé mynd þar sem kvikmynda- gerðarmaðurinn hefur afsalað sér valdi yfir aðstœðum. Kvikmyndagerðarmaðurinn kemur inní ákveðnar aðstœður og hefur ekki nein áhrif á það hvar stóllinn er, hvar viðmœlendurnir eru staðsettir og ekki síst hvað þeir segja. Dœmi um slíka er mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Kúrekar norðursins (1984). Önnur tilraun til skýringar á merkingu hugtaksins er að heimildarmyndin sé kvikmynd sem fylgi eftir ákveðinni umrœðu í þjóðfélaginu. Slíkar myndir eru því oft settar fram sem innlegg í rökrœðu. Ágœtis dœmi um það er mynd sem sýnd var í Sjónvarpinu eftir Helgu Brekkan og Helga Felixson Bóndi er bústólpi (1992). Þriðja tilraunin snýst um hinn skapandi þátt og á rœtur að rekja til þess manns sem margir hafa kallað föður heimildarmyndarinnar, John Grierson. Hann sagði í umsögn um Nanook of the North (1922) að heimildarmyndin vœri skaþandi meðhöndlun á raunveruleikanum. Dœmi um slíka mynd úr 4 Land&synir íslenskri kvikmyndasögu er mynd sem Þorgeir Þorgeirson gerði, Maður og verksmiðja (1968), þar sem hann tekur samhand manns og verksmiðju mjög Ijóðrœnum tökum og bregður uþp mynd af verksmiðjunni sem vél sem maðurinn bjó til en hefurjafnframt stjórn á. Mín fyrsta spurning til þín, Bjarki, er hvaða augumþú lítur þetta hugtak? Bjarki: Þessar bollaleggingar þínar um skilgrein- ipgar sögunnar á heimiidarmyndinni eru áhugaverðar. Ég held nú reyndar að það megi koma með eina til viðbótar þar sem reynt er skilgreina þetta eins vítt og mögulegt er. Að heimildarmyndin sé einhverskonar andstæða við leiknu myndina. Það er að segja: hún er ekki skáldskapur - ekki „fiction". Þetta er kannski víðasta skilgreining sem við getum fundið á heimildarmyndinni og innan hennar rúmast þær aðferðir sem þú minnist á og væntan- lega fleiri. Það er að segja að heimildar- myndin sé ekki skáld- skapur, segir að heim- ildarmyndin sé alltaf að fjalla um raunveruleikann á einhvern hátt, raunverulegt fólk, atburði eða fyrirbæri. Sú togstreita sem hefur átt sér stað í gegnum tíðina um skilgreiningu á heimildarmyndinni snýst að meginhluta til um meðhöndlun eða nálgun kvikmyndagerðarmannsins á raunveruleikanum. Þegar fjallað er um raunveruleikann þá er gerð ákveðin krafa um sannleika og það er fyrst og fremst mismunandi viðhorf til hans sem elur af sér óUka aðferðarfræþi. Sigurjón: í mínum huga eiga þessar þrjár tilraunir til skilgreiningar sem ég minntist á hér i upphafi einmitt þann þátt sameiginlegan, Hver tilraun til að skilgreina þetta hugtak felur í sér að það er eitthvað t kvikmyndinni sem er álitið “satt”. Þetta er ekki hugarfóstur eða ímyndun heldur eru þarna einhver tengsl við “sannleika” eða “raunveru- leika”. Bjarki: Já, ég er sammála því, allar þær ólíku aðferðir sem valdar eru í þessum myndum eru tilraunir til að fanga einhvern sannleik um veruleikann. En kvikmyndagerðarmennirnir eru bundnir og reyndar algjörlega háðir þeim tækjum og tækni sem þeir þurfa að nota til að búa til myndirnar. Og kvikmyndamiðillinn hefur endalausa möguleika til að “hagræða” sannleikanum. Þetta hefur staðið í mönnum alveg frá því Robert Flaherty gerði Nanook of the North en meðhöndlun hans á sannleikanum hefur verið umdeild. T.a.nt. gerði Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður margar alvarlegar athugasemdir á sínum tíma við þá mynd miðað við reynslu sína ;tf Inúítum. Mismunandi aðferðarfræði er oftast bundin afstöðu manna til tækjanna sem þeir nota við að gera mynd- irnar. Sérstaklega á þetta við um hvernig kvik- myndatökuvélin er meðhöndluð og um samband tökuvélarinnar og viðfangsefnisins. í þessum fjórum myndum sem þú nefndir hér á undan var um ólíka nálgun að ræða. Kúrekar norðursins nota aðferð- arfræði “flugunnar á veggnum”, þar sem áhorfandinn finnur lítið fyrir kvikmyndatökunni (a.m.k. meðan brennipunkturinn er réttur), meðan t.d. Bóndi er bústólpi notast við ögrandi kvikmyndatþku og viðfangsefninu nánast ógnað með tökuvéiinni. f báðum þessum myndum eru kvikmyndagerðarmennirnir að setja fram með mjög ólíkri nálgun það sem þeim finnst vera sönn mynd. Hins vegar nota þeir báðir kvikmyndatæknina til þess að setja fram efnið í því SIGURJÓN BALDUR: ..Heimildarmvndin er að bví levtinu til ólík leiknu mvndunum. að einstaklinm í heimildarmvndum eru fulltrúar síns siálfs. Þeir eru ekki fulltrúar höfunda mvndanna. heldur ekin talsmenn. bar sem siónarmið beirra fá að nióta sín. Það má bví segja að heimildarmvndir séu að bessu leitinu til marsradda fvrirbæri os mjög_ Ivðræðisleear. “

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.