Land & synir - 01.08.1998, Qupperneq 8

Land & synir - 01.08.1998, Qupperneq 8
Hringleikahúsið, trúðarnir og bíómyndin EFTIR ÓLAFH. TORFASON HVAO ER SVONA MERKILEGT VIÐ ÞAÐ (AÐ GERA KVIKMYNDIR?): „ Vinsœlasta íslenska bíómyndinfrá upphafi er líka tónlistar- oggamanmynd, Með allt á hreinu eftirÁgúst Guðmtindsson, par sem hljómsveitimar Stuðmenn og Grýlumar halda uppi fjöri. Þessi hljómsveitanöfn vísa bæði til sirkushefðar- innar“ segir Ólafur H. Torfason í grein sinni. að var auðvitað í hringleikahúsinu sem stofnandi fyrsta kvikmyndafélags á íslandi, Ólafur Þ. Johnson, sá bíó, fáum misserum eftir að Lumiére-bræður byrjuðu sýningar í París: „Þegar ég var í Kaupmannahöfn veturinn 1898, hafði ég séð lifandi myndir (kvikmyndir) sem þá voru sýndar þar í fyrsta sinni, sem eitt skemmtiatriði í Cirkus. “ Bíómyndin er ekki enn farin úr sirkusnum, heldur er hún nútímaform hans. Persónurnar og áhrifameðulin ganga aftur ljósum logum á hvíta tjaldinu: Sterkir menn, snöggklæddar konur, fimleikamenn, trúðar, afbrigði- legir einstaklingar, tvíræð gamanmál, sjónhverfingar, áhrifamikil tónlist, tamin en æsileg villidýr og spenna. Hringleikahúsamenn, tjaldvagna-skemmtikraftar og farandsalar um og eftir aldamótin 1900 kepptu ýmist árangurslaust við bíómyndina eða höfðu vit á að taka þessa nýju tækni í sína þjónustu og fella bíósýningar inn í skemmtidagskrárnar. í auglýsingum um fyrstu kvikmyndasýningar á íslandi 8 Land&syrát' sumarið 1903, þegar Norðmennirnir Fernander og Hallseth sneru sveif á The Royal Biokosmograph og kölluðu fyrirbærið Edisons lifandi ljósmyndir, má geta þessara mynda af „hinu margbreytta prógrammi": Ferð um dýragarð Lundúna ( í 12 sýningum). Lifandi myndir úr ófriðinum í Suður- Afríku. Stórkostlegar töfra- heimssýningar úr 1001 nótt, Töfrasverðið. Krýningarhátíðin í Lundúnum. Játvarður konungur VII. á leið til Westminsterhallarinnar til að krýnast. Auk þess mikið úrval af alþýðlegum og skringi- legum myndunf. Náttúrulíf, stríðsfrétt, brellur og fína fólkið, — og auk þess sitthvað alþýðlegt og skringilegt. Við þekkjum uppskriftina. Er þetta ekki sjónvarps- dagskráin? Aflraunamaðurinn Jó- hannes Jósefsson frá Alöir- eyri augðaðist í hringleika- húsum í Bandaríkjunum, sneri heim um 1930 og lét reisa Hótel Borg í Reykjavík. Hann lýsir því í ævisögu sinni hvernig hringleikahúsin sem hann starfaði við vestra voru að láta í minni pokann fyrir bíómyndinni um þær mundir. Hlutverk Jóhann- esar hafði verið hið sama og Sylvester Stallone, Arn- old Schwarzenegger, Dolph Lundgren og Jean-Claude van Damme gegna í dag: Að sýna stælta vöðvana og umfram allt slást rækilega við menn. Og hasarinn vantaði ekki: Það rann stundum á Jóhannes ber- serksgangur á sviðinu. Hann lýsir því hvernig menn urðu að draga hann ofan af andstæðingunum svo hann dræpi þá ekki. Sumir í skemmtana- iðnaðinum áttuðu sig á því hvað klukkan sló: Hring- leikatjaldseigandinn Ole Olsen stofnaði danska kvikmyndafyrirtækið Nordisk Film. Hann átti merkan sýningargrip, aldr- að ljón sem varð að slátra fyrir ellisakir 1906. Það hentaði vel í stutta bíómynd um ljónaveiðar, þar sem gervipálmatré tróna á danskri strönd. Tónlist og Tívolí Jafnan er litið svo á að fyrsta talmyndin hafi verið jasssöngvarinn (The Jazz Singer), frumsýnd 23. október 1927, með söngvaranum Al Jolson, sem málaði sig í trúðleikastil sem svertingja fyrir myndatökurnar. Hún sló í gegn og framleiðendur gerðu í snatri fjölda söngvamynda með vinsælum dægurlögum. Vinsælasta íslenska bíómyndin frá upphafi er líka tónlistar- og gamanmynd, Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson, þar sem hljómsveitirnar Stuðmenn og Grýlurnar halda uppi fjöri. Þessi hljómsveitanöfn vísa bæði til sirkushefðarinnar. Innri tónar rokkferðalagins í Með allt á hreitiu ríma líka vel við hringleikahúsið. Það þarf ekki að koma á óvart, því upprunaleg hugmynd Stuðmanna hafði verið að gera söngva- og gleðimynd um Tívólí, skemmti- garðinn sem Iþróttafélag Reykjavíkur rak í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Þótt að sú ósk yrði ekki að veruleika lifir sannur sirkusandi í Með allt á hreinu, dularfullur, uppstilltur, kúnstugur og kemur stöðugt á óvart. Og stór hluti myndarinnar gerist á sviðspalli, ballstaðurinn breytist í eins konar revíuleikhús. Piltarnir reyna nefnilega fyrir sér með skemmtiatriðum eftir að tónhstin ætlar að bregðast sem aðdráttarafl. Söguþráðurinn er á þessa leið: Hópur reykvískra pilta og stúlkna í dægurtónlistargeiranum sem ætlar sér að koma fram sameiginlega á böllum úti á landi til tekjuöflunar að sumarlagi. Að loknu rifrildi kær- ustupars sem hafði verið eins konar söngtvístirni klofnar hópurinn í tvennt eftir kynjum, í Stuðmenn og Grýlurnar. Þessi tvö kynlægt aðgreindu brot fara síðan hvort í sínu lagi um landið og keppa um hylli rokkaðdáenda. Leikurinn berst víða og hafa Grýlurnar betur. Loks hillir undir sættir, en þá láta Stuðmenn gabbast herfilega til útlanda og endar myndin á táknrænan hátt. Fyrir utan miðasöluna í skemmti- garðinum Tívólí í Kaupmannahöfn. í myndinni er fengist við grátbroslegt umkomuleysi og endasleppan trúðleik í hráum veruleika daganna. Þetta gamla viðfangsefni gleðikvikmynda, trúðleiloirinn, fellur vel inn í íslenskt hljómleikaferðalag. Leikstjórinn og hópurinn ýkja allt sem mest þeir mega, fáránleikann, trúðleikinn. Málaðar persónur og búktal koma við sögu. „Gamla“ Stuðmannakímnin, sem landsmenn þekktu fyrir, byggðist á framhaldsskólahúmor og háði, þar sem hálfkæringi og aulafyndni er ekið inn í bhndgötur. Þær tilraunir til frumlegs spaugs verða oft langdregnar. Nú vék þetta að mestu fyrir hefðbundnum trúðleik, herfilegum ýkjustíl í tóníist og látbragði, með seiðmagni angurværra stunda. Lausbeisluð atriði myndarinnar eru jafnan hófstillt þegar nánar er að gáð, ganga aldrei of langt út í vitleysuna eða endurtekninguna. Tónhshn og textarnir eru stundum undirfurðuleg og ádeilukennd og hittu í mark hjá áhorfendum. Mestu munar kannski um það hve skopstælingin á átökum kynjanna heppnast vel. Karlmennirnir sýnast ráðvilltir aular en konurnar harðar, fyndnar og klókar. Eitt meistaraverk Federico Fellinis frá áttunda áratugnum heitir Trúðarnir. Það er táknrænt verk sem fjallar á dapurlegan hátt um örlög trúðsins, í merkingunni kvikmyndagerðarmaður. Fjölmargir leikstjórar vita í hvaða hefð þeir starfa og virða hana. Það er þó ekki endilega í svoköhuðum gamanmyndum sem arfleifð hringleikahússins kemur best fram, því trúðurinn er bara eitt frumefni þess. Öllu heldur eru það ævintýramyndirnar sem tengja bíóið við fyrirrennara sinn. Ævintýrið, flotholt kvikmynda Um og eftir aldamótin 1900 þótti nýjabrum að kvikmyndum. Áhorfendur urðu samt fljótt þreyttir á að horfa á menn sprauta vatni á sjálfan sig og aðra úr garðslöngum, lestar aka, verkamenn ganga og börn eta morgunverð. Frakkinn Georg Méhés fann upp ævintýra- myndina. Hún hefur haldið kvikmyndaiðnaðinum á floti fram að þessu. Með allt á hreinu var afsprengi þessarar hefðar. Þegar dásamleg tilþrif Eggerts Þorleifssonar opinberast í gervi kvenmiðils eða búktalaradúkkunnar, en Vágeir Guðjónsson á röddina í felum baksviðs, — sitja búktalarinn vinsæh Baldur Georgs og brúðan hans Konni sem áhorfendur í salnum. Á þennan skondna máta vísar Ágúst Guðmundsson til hefðarinnar, ekki bara í skemmtigörðum og hringleikahúsum , — heldur til þess að svona var tal fyrst framkallað í bíói (fyrir daga hljóðmyndanna): Búktalarar bak við tjaldið töluðu fyrir munn persónanna. Farandleikarar fluttu með sér fyrstu bíósýningarvélarnar um löndin. Þær voru í fylgd með lyftingatröllinu, skeggjuðu konunni og klámvísunum. Bíómyndina sáu áhorfendur í vistarverum sem hýstu aðra stundina glímukappa, skrípi og vilhdýr. Atriðið í Með allt á hreinu í íslenska dýrasafninu er því bein tilvitnun í kvikmyndasöguna. Og það atriði sem við fyrstu sýn virðist langsóttast og kannski vera stílbrot, geimskipsatriðið með tvíburabræðrunum sem stíga dans sinn tígulega en gersamlega án samhengis við umhverfið eða efni myndarinnar: Þetta er tilvitnun í frægustu ævintýramynd Méhés: Ferðina til tunglsins. Sem átú framhald sitt í Súþerman, E.T., Star-Trek og fleiri geimverumyndum og ævintýraþáttum, sem sumt hefur orðið hvað vinsælast í bíó- og sjónvarpssögunni.

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.