Land & synir - 01.10.1998, Blaðsíða 1

Land & synir - 01.10.1998, Blaðsíða 1
framlag á hvem gest var aðeins 304 kr., enda hlutfallslegur stuðningur heldur lítill og myndin hlaut mjög mikla aðsókn. Einnig eru borin saman framlög opin- berra aðila til kvikmynda hér á landi og í ýmsum Evrópulöndum.. Þar kemur fram, að stuðningur ríkisvaldsins hækkar eftir því sem þjóðfélagið er smærra - nema hér á landi. Sem dæmi er meðalstuðningur við þýska kvikmynd 32,6% af framleiðslukostnaði, stuðningur við sœnska kvikmynd er 44,2%, stuðningur við danska kvikmynd 74,4% og stuðningur í Finnlandi er 81,9% af framleiðslukostnaði kvikmyndar. Hér á landi er stuðningurinn, sem fyrr segir aðeins 22,2%! ísland er jafnvel undir meðaltah Evrópu- sambandslanda, þrátt fýrir augljósa þörf fyrir hærra styrkhlutfaUi á okkar litla markaði. í skýrslunni er einnig fjallað um eftirspurn eftir kvikmyndaeihi í heiminum. Niðurstaðan er á þann veg, að efturspum er að aukast og er búist við að eftirspum aukist enn frekar á næstunni. Því hlýtur það að teljast undarleg ráðstöfun, að sú grein skufi einmitt standa höllum fæti gagnvart öðmm listgreinum. Leiðir til úrbóta Margt fleira kemur fram í skýrslu Viðskiptafræðistofnunar fyrir Aflvaka. Tekin eru dæmi um eflingu kvikmyndagerðar í ýmsum löndum, s.s. Bretlandi og írlandi, og bent er á ýmsar leiðir til að efla kvik- myndagerð hér á landi. Helstu hugmyndir í skýrslunni em: - Efling Kvikmyndasjóðs Kvikmyndasjóður þarf að geta fjármagnað 4-5 kvikmyndir í fúllri lengd, með 30-40% hlut af framleiðslukostnaði þeirra. - Skattafrádráttur vegna fjárfest- inga í kvikmyndagerð Sett verði upp módel svipað og á írlandi, Nýja-Sjálandi, Ástralíu eða Kanada. -Aukin hlutafjármögnun Koma verði inn hlutafé til áhættufjármögnunar, sem hvetji fyrirtæki til betri reksturs. - Stofnun kvikmyndavers Líklegt er talið að fjárfesting í myndveri verði arðbær og kvikmyndagerð til fram- dráttar. - Þjónustumiðstöð kvikmynda - “film commission” Slíkar miðstöðvar eru í öllum helstu borgum Ameríku og Evrópu og skila inn miklum tekjum til innlendra framleiðenda og til ríkisins. Dansinn dunar Dansinn, nýjasta kvikmyndÁg- ústs Gtiðmundssonar, var frum- sýnd í Háskólabtói þann 23. sept- embers.l. við ágœtar undirtektir. Hér segir afbrúðkaupi á af- skekktri eyju í Norður Atlantshafi árið 1913, sem brotið er upp af ýtnsum uppákomum. Nánar verðurfjallað um myndina í nœsta tölublaði L&S. Ný skýrsla frá Aflvaka um stöðu íslenskrar kvikmyndagerðar Tekjur ríkisins af kvikmyndagerð eru tæpar 500 milljónir á ári Skýrsla- Viðskiptafræðistofnunar HáskólansfyrirAflvaka er viðamesta úttekt, sem unnin hefur verið um kvikmyndagerð áíslandi. Skýrslan verður mikilvægur liður íbaráttunnifyrirfrekari stuðningi við kvikmyndagerð á íslandi í ljós, að meðalaðsókn er mest á íslenskar kvikmyndir, þ.e. meðaljón frá Hollywood hefur ekki roð við íslenskri kvikmynd. Markaðshlutdeild íslenskra kvikmynda er 5%, sem hlýtur að teljast ágætt þegar haft er í huga, að á síðustu árum hefur fjöldi íslenskra kvikmynda verið aðeins 1,5% af frumsýndum myndum. Þrátt fyrir þessar ánægjulegu niðurstöður er bent á það í skýrslunni, að tekjur af innan- landsmarkaði standi engan vegin undir fram- feiðslu á meðalkvikmynd, því meðalaðsókn gefur aðeins af sér um 13 milljónir króna. Því er ljóst, að íslenskar kvikmyndir verða að ná sölu á erlendum vettvangi til að standa undir sér. f þessu samhengi benda skýrslu- höfundar á, að huga verði að því hvort ísl- enskt tungumál standi dreifingu kvik- myndanna fyrir þrifum. Heimamarkaðurinn sé það smár, að líklega megi ná meiri tekjum með því að vinna kvikmyndir á ensku, sem einkum eru gerðar fyrir erlendan markað. Mismunun á listgreinum Stuðningur við kvikmyndir er aðeins brot af því, sem opinberir aðilar verja til annarra listgreina, s.s. tónlistar og leiklistar. Fram kemur, að framlög til leiklistar eru 40% af heildarúgjöldum ríkisins til menningarmála og um 20% af heildarútgjöldum Reykja- víkurborgar til sama málaflokks. Á hinn bóginn eru framlög til kvikmynda- gerðar aðeins 10% af menningarframlögum ríkisins og aðeins 0,3% (!) af menningar- framlögum Reykjavíkurborgar. Reiknaður er út stuðningur opinberra aðila til nokkurra menningarstofnana, sem hlutfall af framleiðslukostnaði þeirra, Kemur þá eftirfarandi í ljós: (Innan sviga birtist framlagpr. gestíkr.). Þjóðleikhúsið 72,80% (3-487) Sinfhljómsv. 74,70% (4.130) Borgarleikhús 64,80% (2.918) Diöfíaeyian 14.60% (104i Meðalkvikm. 22.20% <1.164) Einsog sjá má er framlag til kvikmyndar í gegnum Kvikmyndasjóð aðeins 22%, en hlutfallið mun hærra í leikhúsum og hjá Sinfómúhljómsveitinni. Djöflaeyjan er síðan tekin sem heldur öfgakennt dæmi, þarsem r - ^ ^_^ekjur ríkisins I af kvikmynda- JL gerð á fslandi eru um 500 millj- ónir króna. Opinber stuðningur við kvik- myndagerð er hlut- fallslega mun lægri á íslandi en í öllum nágrannalöndum. Stuðningur ríkis- valdsins við kvikmyndagerð er miklu lægri en stuðningur ríkisins við aðrar menningar- greinar, einkum leiklist eða tónlist. Þessar niðurstöður koma fram í nýrri skýrslu, sem Viðskiptastofnun Háskólans hefur unnið fyrir Aflvaka hf. Umsjón með skýrslunni hafði Kristján Jóhannsson, prófessor í viðskiptafræðum við Háskóla íslands. Segja má að með skýrslunni hafi óháður fagaðih unnið viðamestu úttekt, sem unnin hefur verið á kvikmyndagerð á íslandi. Samkvæmt skýrslunni eru tekjur og gjöld ríkissjóðs af kvikmyndagerð eftirfarandi (í mkr.): Framleiðslust. Kvikmyndasjóðs -85 Beinar skatttekjur 87 Erlendir ferðamenn 446 Erlend tökulið 50 Samtals tekjur ríkissjóðs 497 300 milljóna velta á ári Heildarkostnaður við framleiðslu ísl- enskra leikinna kvikmynda hefur verið um 300 milljónir króna á ári. Þar af er erlent fjármagn í meirihluta, eða 160 milljónir. Fjármögnun íslenskra kvikmynda 1991-1999 hefur verið með þessum hætti: Kvikmyndasjóður 21,5% Innlendir framleiðendur 21% Aðrir innlendir aðilar 2,5% Erlendir sjóðir 23% Erlendir meðframleiðendur 32% Islenskar kvikmyndir vinsælastar í skýrslunni kemur fram að meðalaðsókn á íslenska kvikmynd er 16-17 þúsund manns. Til samanburðar er meðalaðsókn á erlenda kvikmynd um 7 þúsund manns. Ef aðsókn er brotin niður eftir þjóðerni kvikmynda kemur

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.