Land & synir - 01.10.1998, Page 2

Land & synir - 01.10.1998, Page 2
Land&syrur Útgefandi: Félag kvikmyndagerðar- manna. sími 552-1202, fax: 552- 0958. Tölvupóstur: fk@isliolf.is. f samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, Túngötu 14, 101 Reykjavík. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson (552-3204). Abyrgðarmaður: Hákon Már Oddsson (552- 1258). Ritnefnd: Anna Tli. Rögnvaldsdóttir, Biiðvar Bjarki Pétursson, Hákon Már Oddsson, Ólafur H. Torfason, Sigurjón Baldur Hafsteinsson Þorfinnur Ómarsson. Prentun: PRENTKÓ. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Endalok villta vestursins? ■ykvikniuul l'riðriks r 4, | I ÞórsFriðrikssonar, i MSúrekum norðurs- ins, gefur að Iíta klunnalega málað skilti yflr messupalli sem komið hefur verið upp á kúreka- hátíð á Skagaströnd. Á stóltinu stendur „Hið villta vestur er hér“ og má færa að því rök að þessi ummæli lýsi ekki aðeins stemmningunni hjá Hallbirni Hjartarsyni og félögum hans heldur og einnig íslenskri kvikmyndagerð almennt. Hin tæplega mttugu ára samfella í íslenskri kvikmyndagerð er nefnilega saga landnema, þeirra sem þurftu að ryðja brautina og brjóta landið undir sig. Ýmsar fórnir hefur þiirft að færa og hvílt hefur á land- nemunum að sanna það sem margir töldu fjarstæðu. Afrek hafa vissulega verið unnin undir erflðum kringum- stæðum, en betur má ef duga skal. Að lokum kom að því að hið villta vestur leið undir lok og siðmenningin hélt innreið sína. Sama blasir við í íslenskri kvikmyndagerð sem of lengi hefur þurft að búa við aðstæður sem standa mögu- leikum hennar fyrir þrifum. í athyglisverðu viðtali við Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra, sem birtist hér í blaðinu, leggur hann mikla áherslu á að kvikmyndagerðarmenn og stjórnvöld verði að komast að einhvers- konar langtíma rammasamkomulagi um stuðning ríkisins við kvikmynda- gerð. Iiaim viðurkennir nauðsyn þess að ríkið taki þátt í fjármögnun tslenskra kvikmynda en vill um leið að samið verði um leikreglumar með skýrari hætti en verið hefur. Á okkur kvik- myndagerðarmönnum hvflir sú skylda að taka upp þetta merki og ná fram raunhæfum samningi við hið opinbera þannig að unntverði að hefja hér markvissa vinnu og skapa traustari grundvöll undir þessa mikilvægu, en fjárfreku, listgrein. Því miður hafa íslenskir kvikmynda- gerðarmenn ekki borið gæfu til að standa saman hingað til um tillögur til úrbóta. Líkt og hjá byssumönnum villta vestursins, ríkir milli margra gagn- kvæm tortryggni og undirliggjandi ótti um að einn sé að fá meira á kostnað hins. Þetta verður að breytast og það mun gerast þó að það taki einhvern tíma. Kvikmyndagerðarmenn hafa um langt skeið kvartað sáran undan of lágum framlögum í Kríkmyndasjóð og auðvelt er að færa rök fyrir því að stuðningur ríð kvikmyndir er langt fyrir neðan stuðning við listgreinar á borð við leikhús og tónhst. Nú er komið að okkur að setjast niður og finna sam- eiginlega leið. Sú leið verður ekki án málamiðlana og ríssrar áhættu, en er sú eina sem við getum farið ef íslensk kvikmyudagerð á einhverntíma að komast af frumbýlingsstiginu. Á næstu vikum og mánuðum verður þessi rínna að fara frarn, ráðherra hefur boðið upp f dans og okkar er að þiggja boðið. ígegnum súrt og sœtt: Með þessu tölublaði Lands & sona hefur blaðið komið út í þrjú ár. Á þessum tíma hefur blaðið orðið að helsta vettvangi umræðu og skoðanaskipta um kvikmyndir og sjónvarp hér á landi. Á þessum þremur árum höfum við birt fagleg viðtöl við leikstjóra og handrits- höfunda, vakið upp umræðu um hand- ritsgerð, haflð umfjöllun um mikilvægi heimildarmynda, fjallað um dagskrár- stefhu sjónvarpsstöðvanna, gagnrýnt úthlutunarfyrirkomulag Kvikmynda- sjóðs sem og Menningarsjóðs útvarps- stöðva svo eitthvað sé nefnt. í stuttu máh skapað hugmyndalegt bakland fyrir kvikmynda- og sjónvarpsgeirann sem áður var varla fyrir hendi. Samt er ekki nein ástæða til að skála fyrir miklurn afrekum, því mikið starf er óunnið. Blaðið hefur þó náð að festa sig í sessi sem málgagn íslenskra krík- myndagerðarmanna og hefur tekist að auka umþöllun um þessi mál, enda hafa hinir stærri fjölmiðlar landsins yflrleitt séð ástæðu til að fjalla urn eitthvert tiltekið efhi blaðsins eftir útkornu hvers tölublaðs. Ég vil því nota þetta tækifæri, nú þegar ég læt af störf- um sem ritstjóri blaðsins, að bjóða nýjan ritstjóra, Sigurjón Baldur Haf- steinsson, velkominn til starfa og hvetja hann, sem aðra, til allra góðra verka. Ásgrímur Sverrisson. Félag kvikmyndagerðarmanna stofnað 1966 STJÓRN. Formaður: Hákon Már Oddsson. Varaformaður: Þorkell S. llarðarson. Gjaldkeri: Katrín Ingvadóttir. Ritari: Jón Karl Helgason. Meðstjómandi: Hjálmtýr Heiðdal. Varamaður: Kristín Marfa Ingimarsdóttir. FORMENN GILDA. Fram- kvœmda- ogframleiðslugildi:]óta?imsáóttir. Handritshöfundagildi: Friðrik Erlingsson. Hljóðgildi: Þorbjöm Erlingsson. Hreyfimyndagildi: Kristín María Ingimarsdóttir. Klipparagildi: Sigurður Snæberg Jónsson. Rvikmyndastjóragildi: Hjálmtýr Heiðdal. Leikmyndagildi: Geir Óttair Geirsson. FliLLTRÚAR FK. ístjóm Kvikmyndasjóðs: Jóna Finnsdóttir. ístjómMEDIA upplýsingaskrifstofunnar á ís- Umdi: Ásthildur Kjartansdóttir. /stjóm BandaUigs íslenskra listamanna: Hákon Már Oddsson. ífulltrúaráði Listahátíðar: Þór Eks Pálsson. íKvikmyndaskoðun og ISETU/FISTAV: Sigurður Snæbergjónsson. ístjóm Kvikmyndahátíðar í Reykjavíh: Hákon Már Oddsson. SMÁTI TN FAGURÍ Tíðindi úr kvikmyndaheiminum Hlant meðal annars aðalverðlaunin á _AriRnstinsson, alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í letkstjhöfundur.dntS Frankfurt Stikkfrí, kvikmynd Ara Kristinssonar, gerir nú víðreist um heiminn og stendur sig vel. Um þessar mundir er hún sýnd í kvikmyndahúsum í Noregi við góða aðsókn og nær einróma lof gagnrýnenda. Framundan eru svo almennar sýningar í ísrael, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki. Ennfremur standayflr samningaríðræður um sölu myndarinnar til fjölda landa og bera þar hæst þreiflngar á Bandaríkjamarkaði. Undir lok septembermánaðar var Stikkfrí valin besta myndin á alþjóðlegu barnamyndahátíðinni í Frankfurt, auk þess að hljóta flest atkvæði áhorfenda og áhorfendaverðlaunin sem besta mynd hátíðarinnar. Kvikmyndahátíð Reykjavíkur verður í nóvember Fœrri myndir en í fyrra, en betri lofað -j- -rndirbúningur Kvikmyndahátíðar ‘98 stendur yfir. í stjóm hátíðarinnar eru i j Friðrik Þór Friðriksson, Júlíus Kemp, Randver Þorláksson og Hákon Már Oddsson sem var tilnefndur af FK í stað Böðvars Bjarka Péturssonar. Búið er að endurskoða reikninga síðasta árs og ljóst að hátíðin ‘97 skilaði örlitíum hagnaði. Ef allt fer að óskum verður hátíðin haldin 7.-15. nóvember en tnyndum verulega ftekkað frá því sem var á síðasta ári. Haldið verður áfram samstarfi ríð kvikmyndahúsin, þannig mun hátíðin dreifast um hverfl borgarinnar. Þar sem hlutí af kostnaði síðustu hátíðar fór til að greiða tap ársins áður þá er von til þess að hægt sé að bjóða fleiri gestum í ár. Rekstrarfé hátíðarinnar samnstendur af styrkjum frá rtki og Reykjavíkurborg og svo tekjum af miðasölu og frá öðrum styrktaraðilum. Anna María Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvœmdastjóri hátíðarinnar. Krikmyndahátíð í Reykjavík hefur sætt nokkurri gagnrýni bæði vegna fyrirkomulags sem og vegna mynda- og gestavals. Helsta orsök fyrir veikleika hátíðarinnar er fjárskortur enda er hátíðin rekin á fjórðungi þess kostnaðar sem telja verður algert lágmark. Miðað við aðstæður þá verða á næstu hítíðfáar myndir en góðar og fáir gestir en góðir. 2 lana&synir

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.