Land & synir - 01.10.1998, Side 3

Land & synir - 01.10.1998, Side 3
Dimension Films og önnur ævintýri Eftir Hákon Má Oddsson Tuttugu ár eru liðin frá því að Kvikmyndasjóður var stofnaður og kvikmynda- vorið brast á. Velgengi íslenskra kvikmynda á erlendri grund má þakka að erlendir framleið- endur eru farnir að gefa íslandi gaum og það hefur færst í aukana að hér séu tekin atriði upp í erlendar myndir eða myndirnar hreinlega filmaðar að öllu leyti á íslandi. í lok ágúst kom Cary Granat forstjóri Dimens- ion Films hjá Miramax hingað til íslands með tilboð til ríksstjórnar- innar um framleiðslu sex kvikmynda á næstu tveim árum gegn veru- legum skattaívilnunum. Það mun væntanlega koma í ljós á næstunni hvort semst en svo virðist sem bæði fjár- mála-, iðnaðar-, menntamála- og umhverfisráðuneyti séu komin í málin. Sex kvikmyndir til viðbótar þeim íslensku myndi skapa mörg ný störf enda hugmyndin að íslendingar vinni við mynd- irnar. Það gæti tekið tíma að finna út með kaup og kjör en kvikmyndagerð á Islandi hefur verið unnin hingað til með ákafa gullgrafara, mikil vinna en lítil og stopul uppskera. Nær undantekningarlaust vinna starfsmenn sem verktakar og fá fasta vikugreiðslu burtséð frá vinnutíma. Um fjórðungur af meðlimum Félags kvikmyndagerðarmanna hefur flust af landi brott á undanförnum árum vegna verkefnaskorts og lélegra launa. Væntanleg framleiðsla Miramax gæti valdið spennu sérstaklega ef þeir borguðu starfsmönnum vel og gæti orðið erfitt fyrir íslenska framleiðendur að keppa um hæft starfsfólk. A sama tíma og Cary Granat fundaði með íslenskum ráða- mönnum og skoðaði væntanlega tökustaði bárust þær fregnir frá Danmörku að ríkisstjórnin þar hefði hækkað framlög til kvikmyndagerðar næstu fjögur ár um 450 millj. danskra króna (fjórir og hálfur milljarður íslenskra króna) til viðbótar þeim 200 millj. dkr sem er hið reglulega árlega framlag. Ætlunin er að fjölga framleiðslu leikinna mynda úr 15 í 26 á ári. Þá berast fregnir um nýtt útvarpslagafrumvarp sem er í smíðum hjá ráðherra mennta- mála en eftir því sem næst verður komist á að leggja niður Menningarsjóð útvarpsstöðva og breyta RÚV í hf. Hvaða aðrar breytingar eru í farvatninu kemur svo í ljós en ráðherra mennta- og menningarmála er með boltann stem stendur og eiga hann og starfandi ríkis- stjórn næsta leik. Ef ekki verða stóraukin fram- lög til kvikmyndagerðar má búast við því að þeir sem reynslu og getu hafa í faginu fari að rifja upp skóladönskuna og hugsi til siglinga með vorinu í leit að kvikmyndasumrinu sem beðið hefur verið eftir með óþreyju. Norræna barnamynda- hátíðin haldin hér á landi í lok október Norræna barnamyndahátíðin, (Nordic Children's Film Festival), verður haldin í Reykjavík dagana 20,- 25. október í Regnboganum. Hátíðin er haldin annað hvert ár til skiptis á hverju Norðurlandanna og er þetta í fyrsta sinn sem hún er haldin á íslandi. Sýnt verður það besta sem framleitt hefur verið á síðustu tveimur árum í flokkum leikinna kvikmynda í fullri lengd, stutt- og heimildarmynda. í tilefni af því að tuttugu ár eru liðin frá stofnun hátíðarinnar mun í fyrsta skiptið verða veitt verðlaun, þ.e. fern verðlaun fyrir bestu kvikmyndina í fullri lengd, stutt-, heimilda- og hreyfimyndina. Auk þess verða tvö hliðarprógrömm, annars vegar það besta í norrænni hreyfimyndagerð, og hins vegar það besta sem breska fyrirtækið "Aardman Animation" hefur framleitt fyrir börn á öllum aldri, en þeir hafa tvívegis fengið Óskarinn" fyrir myndir sínar. í tengslum við hátíðina verða þrjú „seminör“ sem tengjast barnamyndum og gerð þeirra; "Why Nordic Animation?", "Humour in Children s Films" og "Censorship". Áætlað er að hingað komi um 150 erlendir gestir; kvikmyndagerðarmenn, sjónvarpsfólk og aðrir sem koma nálægt gerð barnamynda, aðallega frá Norðurlöndunum en einnig frá meginlandi Evrópu. Nánari upplýsingar fást hjá Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur á skrifstofu hátíðarinnar að Túngötu 14, 101 Reykjavík, sími: 562 3580, fax: 562 7171, e-mail: childrenfestival@iff.is. bíói, standa Kvikmyndasjóður, Kvikmyndasafn fslands og Sinfóníu- hljómsveit íslands í samvinnu við fleiri aðila. Kvikmyndasýningar við undirleik lifandi tónhstar hafa verið haldnar í gegnum tíðina við frábærar undirtektir og eru orðnar að árvissum atburðum sem höfða til allra aldurshópa, ekki síst barna. „Kvikmyndin „Borgarljós" telst til einna best heppnuðu gamanmynda Chaplins“ skrifar Oddný Sen, „og er klassísk perla kvikmyndasögunnar. Myndin fjallar um Flækinginn, sem er að vanda leikinn af Chaplin sjálhim, sem verður ástfanginn af bhndri blómasölustúlku. Hann ákveður að veita henni sjónina aftur með dýrri læknisaðgerð og ratar við það í ótrúlegustu ævintýri. Þessi einfalda saga er sögð á látlausan hátt að hætti klassískra kvikmynda en hvert einasta smáatriði var afrakstur þrotlausrar ftnvinnu, sem tók Chaphn mörg ár“. Landfesyra/' 3

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.