Land & synir - 01.10.1998, Side 4

Land & synir - 01.10.1998, Side 4
STFTASPFT T KVIKMYNDARINNAR Siónvarpsstöðvar fiármagna stóran hluta beirra. Siónvarpsstíllinn hefur í rójeghejtum rutt sér til rúms í leikstiórn og umgerð. EFTIR ÓLAF H. TORFASON Þótt aðsókn áhorfenda, ekki síst miðaldra og roskinna, hafi aukist að bíóum á nýjan leik víða um heim á undanförnum misserum, þótt tæknilegt svipmót bíómynda sé glæsilegri en nokkru sinni og þótt sýningarbúnaði í bíóum hafi fleygt fram, — hefur þetta ekki leitt til „betri" bíómynda, í þeim skilningi að listin hafi þróast eða jafnvel haldið stöðu sinni. Afþreyingargildi bíó- myndarinnar hefur einfaldlega aukist um leið og hún hóf sifjaspehin við afkomanda sinn sjónvarpið. Sjónvarpið hefur hrært saman í hugskoti áhorfenda svonefndri hámenningu og lágmenningu: Ballet og torfærukeppni, óperum og fréttum, bíómyndum og auglýsingum. Afleiðingin er þó ekki öflugur og fjölbreytmr straumur heldur sífellt einfaldari og lygnari breiða. Löngu er búið að uppgötva helstu lögmálin á stóra markaðnum og menningarblandan brugguð af öryggi. Takmarkanir litla skjásins og tregða risavaxna áhorfendahópsins mörkuðu form og innihald kvikmyndanna á aldarafmæli almennra sýninga 1995. Handritin eru laus við alvarlegar flækjur og lausa enda. Atburðarásin er einföld og auðskilin. Myndataka er miðjusett, svo auðveldara sé að koma meginefni myndskeiðanna á skjáinn. Nærmyndir eru oft notaðar. Lýsingin er jöfnuð, því sjónvarpstæknin ræður ekki við sama birtu- og litamun og myndræman. Afþreying eða list? Kannski er þetta gagnlegt og eðlilegt. Forræðishyggja í menningarmálum er jafn óvinsæl nú til dags og í stjórnmálum. Kvikmyndalistin hefur alltaf verið alþýðulist. AlUr áhorfendur hafa vit á kvikmyndum og eru hvergi feimnir að meta þær og dæma opinskátt. Þeir viðra yfirleitt ekki jafn frjálsmannlega viðhorf sín til ritlistar, tónlistar og myndlistar. Fáar neysluvörur eru undir jafn mikilli smásjá almennings og bíómyndir. Engir aðrir dreifingaraðilar en bíó og sjónvarp sæta því að nær sérhver fjölmiðill fellir jafnharðan dóma um þessa söluvöru þeirra. Frá upphafi var hægt að skipta kvikmyndunum í tvennt: Afþreyingu og list. Hag þeirrar síðarnefadu hefur hrakað. Kvikmyndin sem listgrein er samt enn ekki komin á ruslahaug sögunnar, þrátt fyrir hrakspár, fyrst í kjölfar sjónvarps, síðan myndbanda og loks tölvuleikja. Ýmsir álíta þó að búið sé að taka gröfina fyrir kvikmyndalistina og afþreyingariðnaðurinn einn bíði framundan. Þar er hagnaðarvonin og hún hefur löngum stýrt þróuninni í verslun og þjónustu. Tekjur af sölu tölvuleikja eru nú meiri en af miðasölu í bíóum. (Tekjurnar af leiknum Super Mario Bros 3 voru í Bandaríkjunum 500 milljónir dollara, sem er meira en 4 Land&synir nokkur kvikmynd hefur halað inn, E.T. meðtíilin). Það er líka sterk frændsemi á milli miðlanna. Unga kynslóðin notar tölvuleiki á svipaðan máta og forverar hennar bíóið. Mörgum stórmyndunum er fylgt eftir með tölvuleikjaútgáfu. Tölvuleikurinn er endastöð sem kvikmyndaframleiðendur reikna með, auk sjónvarpsins. Vegna þess að tölvuleikjakynslóðin fer líka í bíó smitar skjárinn sömuleiðis í hina áttina, — bíómyndir taka í formi og innihaldi að líkjast tölvuleikjum. Aðalpersónurnar sumra þeirra og stíll koma beint úr samnefndum tölvuleikjum eða eru gerðar eftir þeim, t.d. Super Mario Bros. (1992), Double Dragon, og Street Fighter (1994). (Enginn þeirra reyndist hins vegar mjög vinsæl) Hrafn Gunnlaugson lætur tölvuleik renna saman við drauma drengsins í myndinni Hin helgu vé (1993). Bíómyndin sem hluti „heildarlausnar" Markaðssetningin heftir breyst algerlega. Við verðum að miða við bandarískar bíómyndir, því um 95% aðsóknarinnar er að þeim, — fjöldi bandarískra titla í Evrópu nemur 80-90% af heildarfjöldanum í bíóhúsum álfunnar. Áður fyrr stóð hver bíómynd stök. Þá mátu bandarískir kvikmyndaframleiðendur hugsanlegt verkefni miðað við ábatavonina af sýningu bíómyndarinnar sjálfrar. Núna verður fjármagnsfrek mynd aðeins að veruleika sem hluti „heifdarlausnar" eða partur af „markaðspakka". Tölvuleikir, leikföng, hljómdiskar, fatnaður, fæðutegundir, sumarleyfisferðir og fjölda margt annað er hluti af hirð hverrar bíómyndar sem ætlað er að slá í gegn. Fyrst og fremst er reynt að áætla hvernig „heildarpakkinn" getur litið út, áður en ákvörðun er tekin um framleiðslu dýrra bíómynda. Um 40 utanaðkomandi aðilar greiddu framleið- endum myndarinnar um Steinaldarmennina (The Flintstones) miklar fjárhæðir gegn því að notfæra sér myndina til framdráttar söluvörum sínum. Vegna apamyndarinnar Congo sem frumsýnd var við mikla byrjunaraðsókn þrátt fyrir niðursallandi gagnrýni sumarið 1995 hafði Paramount-fyrirtækið eytt um 620 milljónum króna (97 milljónum dollarum) í kynningar. Markaðsstjórinn Arthur Cohen sagði: „Þú verður að virðast vera alls staðar. Það verður að fá bandarískan almenning til að halda að hann sé ekki gott fólk ef hann fer ekki að sjá þessa mynd"1. En þetta var aðeins partur af dæminu. Pepsi- fyrirtækið seldi Kongó-kippur, Taco Bell framleiddi Kongó-úr og Kenner-fyrirtækið Kongó-górillur. Talsmenn Paramount töldu að samvinnan hefði verið 400 milljóna króna auglýsinga virði. Sumum vinsælum myndum er fylgt eftir síðar meir með frumlegum hætti: Eftir að vaxtarræktarmaðurinn Arnold Schwarzenegger hafði leikið aðalhlutverkið í spennumyndinni Total Recall við mikinn orðstír var farið að selja myndbönd með kennslu hans í líkamsþjálfun undir heitinu Total Rebuild. Markaðspakkinn hefur mótandi áhrif á það hvernig talið er heppilegt að bandaríska bíómyndin sé í laginu þegar hún hverfur á vit áhorfenda. Þessi þróun hefur síðan átt sinn þátt í að breyta burðargrindum, viðfangsefnum og formi myndanna sem okkur er boðið upp á. í stað þess að kyngja bita húkkumst við á agn. Það er athygfisvert að niðurstaðan hefur orðið sú að myndirnar nálgast oft áberandi á nýjan leik forvera sína: Kabarettinn, sirkusinn og sjónhverfingamanninn, sem háðu hvað harðasta baráttu við bíó í upphafi 20. aldar og urðu þá víðast undir. Kvikmyndin er þannig búin að missa sjálfstæði sitt og hefur gerst liður í „heildarlausn" á markaðnum. Evrópskir framleiðendur hafa á þessu sviði verið lengi að átta sig og eru kannski ekki búnir að því enn. Umræður um „hvað sé til ráða“ við að fá áhorfendur til að sjá evrópskar myndir í auknum mæli á nýjan leik snúast oft um atriði eins og „betri handrit", að höfða meira til almennings með afþreyingargildi myndanna, bæta dreifingarkerfið, fá fræga (bandaríska) leikara, eyða meira fé í hverja mynd og framleiða færri í staðinn. Einnig hefur verið hamrað á „... mikilvægi þess að Evrópumenn kannist við sinn eigin veruleika og ímyndun á hvíta tjaldinu... “2 Enn má nefna fróðlegt fyrirbæri í þróunarsögu kvikmyndarinnar. Áður voru vinsæl leikverk og söngleikir oft kvikmynduð síðar. Þar var uppsprettan. Nú færist nú í vöxt að velheppnaðar bíómyndir verði fyrirmyndir leikverka og söngleikja í stórborgunum (t.d. Sunset Boulevard 1994). Um leið verður það keppikefli að hanna bíómyndir þannig að eftir þeim megi gera söluhæfa söngleitó, plumi þær sig vel. Kvikmyndafræðingar hafa verið enn seinni að meðtaka þessi reynsluvísindi — rannsóknir og gagnrýni taka í langflestum tilvikum aðeins mið af hverju verki fyrir sig eða stöðu þeirra í kvikmyndaheiminum sjálfum. Kvikmyndafræðin er enn talin til hugvísinda, og bíómyndin enn borin saman við myndlist, bókmenntir og leiklist, þótt hún sé orðin hagfræðilegt rannsóknarefni fyrst og fremst. Afleiðingar kaskótrygginganna Framleiðsla bíómynda í Evrópu er bæði að magni og gæðum aðeins svipur hjá sjón miðað við fyrri frægðardaga. Sífellt erfiðara reynist þó að greina myndir eftir þjóðerni vegna fjölda samvinnuverkefna. Fleira hangir á spýtunni. Kaskótryggðar evrópskar bíómyndir, - framleiddar með opinberum styrkjum og án tillits til eftirspurnar, - eru oft gerðar fyrir þrönga áhorfendahópa, þykja feiðinlegar og einhæfar. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að hamla gegn slæmu gengi hugtakabundinna evrópskra bíómynda á heimavelli og erlendis. Veiting evrópsku Felix- verðlananna var einn þáttur þess en virðist hafa brugðist. Verðlaunamyndirnar hafa lítils brautargengis notið og styrktaraðilar dregið að sér hendina. Svo var komið 1994 að sökum prskorts fór afhendingin fram í tjaldi á bflastæði í Potsdam og fáir tóku eftir henni. Evrópa berst um á hæl og hnakka til að verjast

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.