Land & synir - 01.10.1998, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.10.1998, Blaðsíða 5
bandarískri innrás bíómynda og sjónvarpsefnis. Á kvikmyndahátíð á vegum Evrópusambandsins sem ég sótti 1993 var í ræðum fyrirmanna talað svo illa um amerískt bíóhrat, að hefðu orðin „gyðingar" eða „svertingjar“ verið sett í stað „Bandaríkjamenn" mundi hafa verið talað um nýnasisma og slagsmál byrjað. En er hér verið að ræða um að verja list og menningu? Eða „bara“ iðnað og viðskipti? Margt í yfirlýsingum og áætlunum evrópska kvikmyndageirans bendir td þess að Bandaríkjunum eigi að mæta með því að hætta gerð „leiðinlegra", illa sóttra mynda og leggja féð í færri en dýrari „stórmyndir". Bíógestir geta því í framtíðinni vænst þess að sjá sífellt fleiri evrópsk samvinnuverkefni um myndskreyttar skáldsögur, þar sem tjaldað er heimsfrægum leikurum og vinnslan miðuð við arðvænlegan smekk og venjur. Því atvinnu- og viðskiptahagsmunir eru aðallega í húfl, en menningin höfð sem yfirvarp. Um leið er búið að skapa nákvæma eftirmynd af bandaríska „skrímslinu" sem upphaflega var lagt til atlögu gegn. Evrópusambandið og EFTA-löndin hafa gert ýmsar ráðstafanir til að rétta hlut sinn og skuggalegan hallann á bíó- og myndabanda-viðskiptajöfnuði við Bandaríkin: Fyrst var lagt í púkk með Eurimagy-kvikmyndasjóðnum en síðan Media-áætfuninni. Hafa íslendingar sem EES- þjóð gerst aðilar að hvoru tveggja. Media-áætlunin á að örva kvikmpdagerð í álfúnni, auka dreiflngu pynda og efla tækniframfarir og markaðsstöðu. íslenskir framleiðendur hafa notið góðs af þessu framtaki. Allt eru þetta á sinn hátt lofsverð uppátæki, en vilji Evrópubúar hafa í fullu tré við Bandaríkjamenn á markaðnum þurfa þeir fyrr eða síðar að laga sig að tímaskeiði „heildarlausna" og „markaðspakka" í stað þess að líta á bíómyndir sem stakar, sjálfstæðar einingar. Dauði bíómyndarinnar í hvaða formi verður framtíð bíómynda? Lætur listgreinin undan síga fyrir sjónvarpi, tölvuskjám, sýndarveruleika og gagnvirkum leikjum? Örugglega að einhverju leyti: Breikkun skjásins á nýjustu kynslóð sjónvarpstækja mun enn auka áhrifamátt heimilisáhorfenda sem sitja í fjarlægð á þann svip myndanna sem við bíógestir sjáum svo í sölunum. í bíósalnum verður unnt að höfða æ sterkar til skilningarvitanna og framkalla eins konar vímu hjá áhorfendum. Þrívíddin er sennilega á næsta leiti hka. Hvergi eru frumsýndar fleiri bíómyndir á kvikmyndahátíð en í Cannes í Frakklandi vor hvert. Á afmælisárinu 1995 barst metfjöldi verka til forvais, 409 stykki, en 20 þeirra valdar til sýninga. Gilles Jacob, sem hefur hafi umsjón með vali verka á hátíðina frá árinu 1979, leist illa á: „Staðan er ekki glæsileg. Það er ljótt í mér hljóðið vegna þess að við sáum svo margar ræmur sem hafa ekkert Ustrænt gildi og engin knýjandi ástæða lá að baki því að framleiða þær. Og það er ekkert jafn þreytandi og að horfa á lélegar bíómyndir. Ástand kvikmyndagerðar í heiminum er slæmt. Það ríkir alvarleg handritakreppa"3. En kannski er bíómyndin komin á leiðarenda. Sumir eru svo svartsýnir að segja að þessi listgrein hafi átt sína öld og nú séu hún liðin. Vísbending er kánnski fólgin í því að sumir meistararnir nenna þessu ekki lengur. Pólverjinn Krzysztof heitinn Kieslowski lýsti því yfir að kvikmyndagerð væri innihaldslaus iðja og hefði ekkert notagildi, öfugt við skósmíði og önnur heiðvirð og nytsamleg störf. Peter Greenaway hefur kvartað yfir því að kvikmyndalistin þróist leiðinlega seint og sé til dæmis ekki kominn lengra núna heldur en í kúbismann. Af þessum sökurn hefur hann snúið sér fremur að myndlist og sviðsverkum (heyr, heyr, ritstj.Jþar sem unnt er að vera nútímalegur og gera eitthvað sem skiptir máli. Þrátt fyrir augljósar takmarkanir kvikntyndarinnar varðandi lengd, frásagnarhæfni, útlit og markaðsstöðu, stendur þó eftir að hún birtir ævinlega á sinn hátt sneiðmyndir af samtímanum. Rétt túlkaðar eru þær á sinn hátt lýsingar á menningarástandinu og mega því svo sem allar heita heimildarmyndir þegar upp er staðið. Á 100 ára afinæhnu horfðist kvikmyndin í augu við dauða sinn. Hún er ekki lengur sjálfstætt fyrirbæri á sama hátt og áður, heldur aðeins hluti markaðsvængs. 1. „Perspectives. “ Newsweek 17. júlí 1995, 7. 2. Ásgrímur Sverrisson: ttAÖ stökkva út úr skugganum. Hugleiðing um evrópskar kvikmyndir. “ Lesbók Morgunblaðsins lO.júní 1995,2. 3. Joan Dupont: „Cannes: All the Bad News.“ Intemational Herald Tribune 17. maí1995,12. Athugasemd ritstjóra: E* gget nú ekki á mér setíö og misnotað aostöðu mína ofurlítiðþar sem Olafur vitnar í ríimlega þriggja ára gamla grein mína í Lesbók Morgunbbosins og virðist nota þessi ummœli mín sem dœmi um örvœnting- arfulltplott okkar til að svara Hollyivood. Þessu visa ég umsvifalaust til fóðurhúsa. Grein mín fjallaoi umþœr ógöngur sem evróþsk kvik- myndagerohefur ratað tf.e. að missa að siórurn hluta hið dýnamiska samband við áhorfendur sínaog þá um leið erindi sitt við samtíma sinn. Ýmis teikn eru nú á lofti um að þetta sé svolítið að breytast. íþessari sömu grein kom einnig skýrt fram að eg tel að við þurfum á allriflórunni að hatdaýþ.e. kvikmyndum aföllumgerðum og stœrðum. Ennfremur benti ég á aðþað vœrt mikilvœgtfynr evróþska kvikmyndagerð að gera meginstraumsmyndir, ekki síst til aðgefa jaðarmyndum (sem evróþsk kvikmyndagerð er að mestu leyti) ti/gangsmn. Það ereamaldags heimsendafnykur af skrifum Olafs og i raun sýnist mer hann vera að syrgja ástana sem er liðið og kemur ekki aftur. Líkþráin (nostalgían) hefurfarið illa með ntargan góoan manninn, en sú afstaða leiðir okkur aðeins í blindgötu vonleysis og brostinna vona. Bíóið hefur alltafyerið skammað afstrangtrúarfólki ogsiðavöndum menningarþostulum vegnaþess aðþað er áhrifamikið listform sem jafnframt selur sig í rœsinu. Svona hefurþað verio og svona mun þaðvera áfram. Ég óttast ekki dauða kvibnyndarinnar. Að segja sögu með myndum mun lifa með mann- kyninu, en formið tekur breytingum. Það er okkar hlutverk að takaþátt í að móta þessar breytingar en ekki drjuþa höfði og syrgja glataða tíma. Vondir kaþítalistar og metnaðar- fullir listamenn munu áfram þurja að koma sér saman um gerð kvikmynda, það verða átök ogfnístrasjónir, sigrar og ósigrar, en hey! - svona er veröldin! Með mvndavélina að vopni EFTIR BÖÐVAR BJARKA PÉTURSSON g held það séu 4 ár síðan ég las fyrst dogma yflrlýsingu Lars Von Triers. Þar boðaði hann gerð 10 danskra bíómynda sem gerðar yrðu undir ströngum reglum - manifestó. Reglurnar gengu aðaUega út á að gera h'tið úr þeirri aðferðarfræði sern notuð hefur verið við kvikmyndagerð: Bannað er að nota þrífót og ljós, bannað að smíða leikmynd eða setja leikmuni fyrir framan vél, bannað að nota viðbótar- tónlist o.s.frv. Nú skyldi innihaldið skipta öllu máh ekki umbúðirnar. Það sem heihaði mig strax var þessi gamla góða hug- mynd úr listasögunni að hópur manna tekur sig santan, skerpir skoðanir sínar og setur fram sameiginlega stefnu, sem oftast boðar bæði andstöðu við ríkjandi gildi og nýja aðferðarfræði. Mér fannst að innlegg af þessu tagi gæti orðið mikilvægt í veikburða íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndagerð á íslandi hefur dáh'tið undarlegt sköpulag. Náðst hefur ágætur árangur í framleiðslu bíómynda í fullri lengd en allar aðrar greinar, heimildarmyndir, stuttmyndir, tilraunamyndir og sjónvarpsframleiðsla eru nánast á byrjunarreit. Það má líkja þessu við að tónleikar Sinfóníuhlj ómsveitar íslands væru eina tónhstarstarfsemin í landinu. Uppnuminn af kraftinum f Trier ákvað ég að búa til ntanifestóhóp innan heimildarmyndagerðarinnar. á íslandi. Ég velti fyrir mér hvaða forsendur jtyrfti að vera til staðar í samsetningu svona hóps. Meðlimir hópsins yrðu að vera á svipuðum aldri, með hkan bakgrunn og sameiginleg ögrandi markmið. Með það í huga að skapandi heimildarmyndagerð (creative documentary) þekkist vart á íslandi þá taldi ég að vonlaust væri að láta svona hóp spretta fram fullskapaðan. Þess vegna ákvað ég að skipuleggja nokkurra mánaða dagskrá þar sern heimildarmyndir íslenskar og erlendar yyðu skoðaðar og skeggræddar. í framhaldi af þeirri vinnu yrði svo kúrsinn tekinn. Ég fékk vin minn Sigurjón B. til að aðstoða mig við myndaval og umræðustjórnun. Forsendur sem ég gaf mér við val í hópinn var að það væri fóik um þrítugt sem hefði lært kvikmyndagerð en væri ekki búið að slá í gegn ennþá. Og saman smalaðist 8 manna hópur sem hittist í sýslu- mannshúsinu á Arbæjarsafni einu sinni í viku. Þrátt fyrir að ágætisstemmnig næðist á stundum og umræður væru h'flegar þá skapaðist ekki sá eldmóður sem ég hafði vonast til. Einhvemvegin var brauðstritið búið að ná tökum á fólki, þannig að það hafði ekki kraft til fara í þessa vinnu. Þetta átti ekki við um alla en of stóran hluta hópsins. Eftir nokkra mánuði þá nennti ég þessu ekki lengur. Hugmyndin lá síðan í dvala ínokkurn tíma en síðan fór ég að fá Iöngun tii að setja saman nýjan hóp. Ég hafði unt tvær leiðir að velja. Annaðhvort að velja eldra fólk sem hefði mótaðri skoðanir eða ennþá yngra fólk. Þegar vinur minn Pétur M. sem var nemandi í Kvikmyndaskólanum og er stórefnilegur handritshöfundur bauðst til þess að safna saman í hóp krökkum sem myndu hafa áhuga, þá þáði ég það. Og afiur lagði ég af stað, nú með 8 manna hóp ungmenna á aldrinum 20 til 26 ára. Og nú var allt annað upp á teningnum, þau mættu vel og við eyddum heilu dögunum í að horfa á myndir og ræða um þær. Reyndar stóð aðeins íþeim að semja manifestóið enda er þetta X kynsióðin sem þolir illa boð og bönn. En útfrá þeim forsendum að líklega myndu reglurnar skapa þeim meira frelsi en almennt þekkist í heimildarmyndagerð þá samþykktu þau kröfurnar. í framhaldi komu þau síðan með hugmyndir að efhi í myndir og eftir miklar umræður voru allir tilbúnir að leggja af stað í kvikmyndagerð. Hópurinn starfar undir heitinu FÍNBJALLA. FÍNBJALLA - MANÍFESTÓ Heimildarmynd segir ekki sögu. Þeir sem vilja segja sögur eiga að gera leiknar myndir. Heimildarmyndin hefur inntak og stundum framvindu en fyrst ogfremst er hún uþþlifun. Kvikmyndagerðarmaðurinn hefurþersónulega sýn á veruteikann og hann setur hana fram íþví formi sem honum sjálfum fellur best. Starfsreglur vegna mynda manifestóhóps: 1. Nafh myndarinnar er eitt orð. 2. Handrit má ekki vera lengra en 1 blaðsr'ða. 3. Myndirnar mega ekki vera leiðinlegar. 4. Meðlimum í tökuliði er leyfilegt að taka þátt í atburðum myndanna, en þá einungis sem virkir þátttakendur. 5. Viðfangsefni myndanna skal vera þekkt af a.m.k. 30% mannkyns á jörðinni. 6. Þulartexti verður að vera bein ræða kvikmyndagerðarmanns eða raddir persóna sem birtast ímyndinni. 7. Mest mega vera 3 í tökuliði en aldrei færri en 1. 8. Viðbótarljós eru bönnuð. Við erfiðar aðstæður má nota eitt handljós. 9. 011 skot skulu vera handheld. Leyfilegt er að leggja frá sér véhna í gangi. 10. Hljóðrásin er til frjálsra afnota fyrir kvikmyndagerðarmanninn, en hún verður að þjóna viðfangsefninu. 11. Engum er leyfilegt að leika annan en sjálfan sig. 12. Líða skulu a.m.k. 33 dagar frá því tökum lýkur þar til mynd er fullkláruð. 13. Leikstjóri sér einnig um kfippingu og hljóðhönnun myndarinnar. 14. Birtar verða 10 mínútur af myndinni. Land&synir 5

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.