Land & synir - 01.10.1998, Qupperneq 6

Land & synir - 01.10.1998, Qupperneq 6
Björn Bjarnason menntamálaráðherra í VÍðtdU við flsgrím Sverrisson um í s I e n s k r a r kvikmyndagerðar og hugsanlegar. . . , leiðtr til urbota L&S: Hver er framtíðarsýn íslenskra stjórn- valda hvað varðar kvikmyndagerð á íslandi? BJÖRN: íslensk stjómvöld vilja að sjálfsögðu að íslensk kivikmyndagerð dafni hér eins og önnur liststarfsemi. Það hlýtur að vera markmið okkar að skapa kvik- myndagerðarmönnum eins og öðrum listamönnum, viðunandi starfsskilyrði. Hitt er annað mál að það virðist sem aldrei sé hægt að gera þessari grein nægilega góð skil með stuðningi úr ríkissjóði. Þar liggur sá skurðpunktur sem veldur því að menn telja að stjórnvöld standi ekki nægilega vel að kvikmyndagerð. Þeim atvinnugreinum sem haldið er gangandi á opinberum styrkjum fer fækkandi og margir em þeirrar skoðunar að opinberir styrkir beri dauðann í sér fyrir viðkomandi grein því hún hættir þá að standa á eigin fótum. Spurningin er þó um meðalhófið, þar sem UMFRAMLÖG íKVIKMYNDASJÓÐ: „Auövitað má segja að 80 milljónir séu lágfjárhœð, en verður upphœðin ekki alltafof lág meðan menn vænta einhers meira? Hvar eigum við að setja þak? Það gengur auðvitað ekki að moka í botnlausa hít, menn verða að koma sérsaman um hvarþakið eigi að vera hvað varðar fjölda mynda ogstyrkhlufall“. annars vegar er tekið tillit til þess sem ríkissjóður hefur aflögu í þessa atvinnugrein og hinsvegar þess sem menn telja viðunandi framlag. Ein spuming sem t.d. vaknar er sú, hvað eigum við að gera ráð fyrir að framleiða margar íslenskar kvikmyndir á ári? Eiga þær t.d. að vera þrjár, fimm eða sjö?. Ég geri ráð fyrir að kvikmynda- gerðarmenn vildu hafa töluna í hærri kantinum, en er það endilega markmið í sjálfu sér? Er hægt að komast 6 Land&srymr að einhverju samkomulagi um þetta, þannig að sátt náist um framlag ríkisins? L&S: Nú kvarta kvikmyndagerðarmenn gjaman yfir of litlum peningum í Kvikmyndasjóði en um leið hafa þeir margoft sýnt frammá hcefileika sína til að finna stœrstan hluta fjármagnsins annarsstaðar, þannig að í raun má segja að í grunninn spili þeir eftir leikreglum hins “frjálsa” markaðar. Þetta kann að virðast þversögn, en þessar stöðugu kvartanir benda til þess að kvikmynda- gerðarmenn telji sig ekkifá nœgan stuðning úr sjóðnum til að geta herjað á önnur mið með sannfœrandi heetti. Má ekki fcera rök fyrir því að með því að auka framlag til Kvikmyndasjóðs sé einfaldlega verið að gera kvik- myndagerðarmönnum auðveldara að nota sitt eigið frumkvœði, þ.e. með því að hafa góðan stuðning úr sjóðnum geti þeir með meiri sannfceringu róið á önnur mið? BJÖRN: Jú, enda hafa fjár- veitingar til sjóðsins aukist í minni tíð sem menntamála- ráðherra, jafnvel meðan ýmsir aðrir sjóðir hafa staðið , # # í stað. Síðan beitti ég mér fyrir því á sínum tíma að menn færu að ræða þetta á öðrum forsendum og iðnaðarráðuneytið hefur m.a. staðið í viðræðum við kvikmyndagerðarmenn. Ég hef tekið þátt í fjölda alþjóðlegra funda um kvikmyndagerð og veit að menn skiptast í tvo hópa um þessi efni. Við íslendingar höfum verið þeirrar skoðunar að ríkinu bæri að leggja fé í kvikmyndir, svo eru aðrir sem telja að ríkinu komi þetta ekkert við. Það eigi bara að hafa tekjur af þessu og kvikmyndagerðarmenn séu ekkert of góðir til að gera myndir sem standi undir sér. Þetta er stór iðnaður og t.d. annar stærsti útflutningsiðnaður Bandaríkjamanna. L&S: Er þar ekki svolítið óltku saman að jafna? BJÖRN: Það hefur kannski verið ógæfa Evrópumanna að gera kvikmyndir sem fólk hefur ekki áhuga á að sjá. Hollywood kann að selja, markaðssetja og græða peninga. Þar á bæ starfa menn af ýmsu þjóðemi, þ.á.m. Islendingar. Við getum hka tekið annað dæmi. Menn líta til okkar í leit að fyrirmyndum hvað varðar sjávarútveginn. Afhverju? Af því að við höfum ekki drepið hann í dróma með ríkisstyrkjum. L&S: Nú hafa forsvarsmenn erlendra kvikmyndasjóða margoft gert athugasemdir við lágt fjárfestingarhlutfall íslendinga í eigin kvikmyndum, um leið og Kvikmynda- sjóður gerir að skilyrði að myndimar séu á íslensku. Geturn við cetlast til þess að erlendir fjárfestar greiði lungann af kostnaði við gerð íslenskra kvikmynda eins og raunin hefur verið um margra ára skeið, eða eiga íslenskir kvikmyndagerðarmenn að gera myttdir á erlendum tungumálum? BJÖRN: Við höfum ekki verið að ætlast til þess. Þetta hafa verið frjálsir samningar og þessir erlendu fjárfestar hafa væntanlega séð sér einhvern hag af að styrkja Um Menningarsjóð útvarpsstöðva og Sjónvarpið L&S: Nú hefur þú lýst þvíyfir að þú viljir leggja Menningarsjóð útvarþsstöðva niður? Hvað cetti að kottta í staðinn að þínu mati? BJÖRN: Ég sé í sjálfii sér ekki nauðsyn þess að eitthvað komi í staðinn. Þessir peningar hafa verið teknir af ljósvakamiðlunum en þeim er fahð að standa fyrir dagskrárgerð. Menningarsjóður útvarpsstöðva er óþarfur millihður að mínu mati, sem kom til í nokkurskonar hrossakaupum á sínum tíma þegar Alþingi ákvað að afnema útvarpseinokun. Ég geri ráð fyrir því að í nýju útvarpslagafrumvarpi, sem væntanlega verður lagt fram í haust, verði ekki gert ráð fyrir slíkum sjóði eða einhverju sambærilegu. L&S: Hver er framtíðarsýn ríkisstjómarinnar varðandi Sjónvarþið? Kcemi til greina að þínu mati að atika hlut sjálfstceðra framleiðenda í dagskrárgerðinni, eða jafnvel að setja hatia alfarið í hendur þeirra? BJÖRN: Ég hef lagt á það áherslu að við flutning Sjónvarpsins í Efstaleiti myndi stofnunin gera ráð fyrir að hýsa þar sína föstu starfsemi eins og fréttir og aðra fasta hði, en önnur framleiðsla yrði falin sjálfstæðum framleiðendum. Þessi þróun mun taka einhvern tíma, því huga þarf að starfsmannamálum og þess háttar, en fyrir mér eru þetta forsendumar fyrir flutningnum. Þessi þróun er hafin fyrir nokkm og mun halda áfram.

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.