Land & synir - 01.10.1998, Síða 7

Land & synir - 01.10.1998, Síða 7
þessar myndir. Eru þetta bónbjargir? Ég hef líka rætt við forsvarsmenn erlendra sjóða eins og t.d. Eurimages og Norræna sjóðsins og fengið það á hreint hversu háa upphæð við þurfum að greiða í þessa sjóði til að teljast fullgildir þátttakendur. Þessi má eiga að vera komin í lag. Við höfum einnig beitt okkur fyrir aðild að evrópskum samningi um samframleiðslu á Irvik- myndum, sem verður ýmsum vonandi að gagni. Ég hef sagt við ýmsa kvikmyndagerðarmenn sem hafa komið til mín að mér þætti það hið besta mál að þeir gerðu mynd á ensku sem næði að slá í gegn á erlendum mörkuðum. Er það eitthvað hættulegt? L&S: Hvað finnst þér um hugmyndir Cary Granat, forstjóra Dimension Films, um stórframleiðslu á bandarískum kvikmyndum hér á landi, gegn einhverskonar ívilnunum? BJÖRN: Hann ræddi fyrst og fremst við mig um almennan áhuga sinn á landinu og möguleikana sem hann sæi fyrir sér, auk þess um ýmiskonar úrlausn- arefni sem hafa verður í huga þegar menn eru að velta fyrir sér alþjóðlegri starfsemi hér á landi. Honum þótti mjög mikils virði að við höfðum gert tvíhliða samning við Kanadamenn um kvikmyndagerð. Mér fannst hann nálgast viðfangsefhi sitt af mikilh alvöru og gera sér far um að safna upplýsingum, væntanlega til að bera undir stjórn síns fyrirtækis. Skattamálin eru aðeins hluti af þeim “pakka” sem hann er að búa til og vega kannski ekki þyngst að lokum. Að mínu mati býr mikil alvara að baki þessum fyrirætlunum og ég á von á að hann muni innan skamms tíma leggja fyrir okkur ákveðnar tillögur sem við þurfum að bregðast við. L&S: Nú kemur fram í nýlegri könnun Viðskiptafrœðistofnunar Háskólans fyrir Aflvaka hf. að tekjur ríkisins af kvikmynda- gerð eru um 500 milljónir króna á ári meðan styrkveitingar eru um 85 milljónir króna á ári. Vœri ekki eðlilegt að œtla að með aitknum styrkveitingum myttdi rt'kið fá þá peninga margfalt til haka? BJÖRN: Aftur vil ég segja að ég hef ekki trú á því að ótæmandi fjáraustur í einhverja atvinnugrein leiði til þess að hún standi sig betur. Það samrýmist ekki mínum lífsskoðunum. Varðandi þessar 500 milijónir, þá er mjög gleðilegt að heyra þá tölu, en þetta eru ekki einhlítar viðmiðanir. Hvað með annað sem verið er að gera hérna? Afhverju þarf að taka kvikmyndagerðina sérstaklega út úr þegar verið er að meta hvers vegna fólk kemur til landsins? Hvar endar þetta? Ríkissjóður hefur miklar tekjur af ýmsum atvinnugreinum sem fá enga ríkisstyrki. L&S: Nú er hœgt að taka dtemi af Dönum, írum, Bretum og Áströlum sem á undan- förnum árum hafa lagt tnikla peninga í kvikmyndir og tneð góðutti árangri. Allstaðar hefur þetta orðið til þess að anka hinn tnenningarlega prófíl viðkomandi lands. BJÖRN: Jú, þetta er mjög spennandi. Það er lykilatriði fyrir okkur að kynna okkar menningu og þá ekki síst með þessum hætti. Framboð á sjónvarpsefni er t.d nú að finna á hundruðum rása og eftirspurn eftir efni er gífurleg. Við þurfum að vera með okkar efni þar á meðal. Fyrir mitt leyti er kvikmyndagejð sú hlið hstsköpunar sem er hvað mest spennandi. Ég er mikill áhugamaður um bæði kvikmyndir og sjónvarp og fylgist vel með þessum miðlum. Ég er hinsvegar ekld alveg búinn að bíta á það agn að ríkið eigi að ausa ótakmörkuðu fé í þessa ágætu listgrein. L&S: í áðurnefndri könnun kemur fram að opinbert framlag til leikhúsanna og Sin- fóntunnar nemur frá 64% til 74% af framleiðslukostnaði meðan meðal kvikmynd er að fá rúm 20% af framleiðslukostnaði frá Kvikmyndasjóði. Verður ekki leiðrétta þetta? L&S: Nú hefur Listasjóður veriðfrekar / __I_______ X_Jx- ______/____-í ... mönmm styrki til jafns við áðra lista- menn, t.d. til ferðalaga, námskeiða og pess háttar. Hvernig stendur ápví ogparf ekkiað kippa þessu í liðinn? BJÖRN: Þetta er mi eklii al\eg ;i iníim verksviði, það er sérstök stjórn sem sér um úthhitanir úr Listasjóði. Mér er ekki BJÖRN: Ríkið hefur tekið að sér að reka Þjóðleikhúsið og Sinfóniuhljómsveitina að hluta. Það hefur hinsvegar ekki tekið að sér að reka hér kvikmyndagerð, ég held að enginn yrði hrifinn af því ef ríkið kæmi t.d. á fót opinberri kvikmyndagerðarstofu. Auðvitað má segja að framlag til kvikmyndagerðar sé lágt miðað við leikhús og tónlist og vissulega geta þeir sem vilja auka ríkisstyrki til kvikmyndagerðar dregið fram mörg góð rök. L&S: Nú eru ýmis rauð aðvörunarljós blikkandi í kviktnyndageiranum og má þar nefna afar veika fjárhagsstöðu kvikmynda- fyrirtœkja og þar af leiðandi stöðuga óvissu um framtíð þeirra og starfsmanna í greininni, viðvarandi lág laun og landflótta fjölmargra kvikmyndagerðarmanna. Er þetta ekki áhyggjuefni að þínu mati og ef svo er, hvaða leiðir ertt til úrbóta? BJÖRN: Ég held að þetta sé nú upp og ofan og ég veit ekki hvort ástandið er verra núna en áður. Auðvitað viljum við að hér séu öflug fyrirtæki í kvikmyndagerð eins og í öðrum greinum. Það er kannski aðeins hægt að tala um eitt stórt kvikmyndafyrirtæki hér, síðan eru góðir leikstjórar sem safna í kringum sig góðu hði til að gera mynd. Svo leysist hópurinn upp og fer að gera eitthvað annað. Auðvitað er æskilegt fyrir þetta fólk að hér séu sterk fyrirtæki í greininni, uppá atvinnuöryggi og annað, en hér eru líka nokkur sterk auglýsinga- fyrirtæki sem veita þessu fólki verkefni. Kvikmyndagerð er í eðh sínu áhættusamur rekstur og menn eru að veðja á eigin sköpun. Styrkja er aflað frá ýmsum stöðum og menn leggja einnig eigið fé að veði, en stundum gengur dæmið einfaldlega ekki upp. Varðandi utanferðir manna þá er það nú þannig með þjóðfélagið almennt að menn sækja mikið erlendis. Ég vil ekki endilega túlka það sem landflótta. f mörgum tilvikum sjá menn stærri tækifæri annarsstaðar og það er í raun gleðiefni að fólk héðan hasli sér völl á heimsvísu. L&S: En kallast það ekki landflótti þegar menn sem vilja helst starfa hér neyðast tií að leita fyrir sér erlendis vegna skorts á starfsteekifeerum? BJÖRN: Auðvitað væri æskilegast að þetta fólk gæti stundað sína vinnu hér, en verður nokkurntíma pláss fyrir alla? Við gerum þessu fólki kleift að mennta sig en við gerum ekki kröfu til þess að það vinni hér. Til skamms tíma heyrðust oft þær raddir að ástæðulaust væri t.d. að lána fjölda manns fyrir námskostnaði af þessu tagi þar sem ekki væri verkefni að hafa fyrir nema tiltölulega fáa. Við höfum ekki viljað fara út í að takmarka aðgang manna að þessu námi. Auk þess er t.d. ein aðalhugmyndin með evrópska efnahagssvæðinu sú að þar eigi að vera einn vinnumarkaður þar sem tæplega 400 milljónir manna eru jafnréttháir. L&S: En hvað geta stjórnyöld gert til að búa greininni betri starfsskilyrði? BJÖRN: Þú nefndir nokkrir þjóðir áðan sem hafa styrkt kvikmyndagerð sína m.a. með skattaívilnunum. Ég hef mælt með því að við skoðuðum hvort sú leið kæmi til greina hér, en um hana eru skiptar skoðanir. Sumir telja að hún skili ekki nauðsynlegum árangri og vilja hafa skatthlutfalhð lágt en án undanþága, undanþágur leiði til þess að aðrir þurfi að borga hærri skatta. Þetta er matsatriði en það á ekki að útiloka þennan möguleika að mínu mati. En ekki má gleyma því að í raun eru menn að tala um að undanskilja kvikmynda- iðnaðinn almennum leikreglum í þjóðfélaginu og kvikmyndagerðarmenn eru sá listamannahópur sem talar mest og hæst um að þurfi að gera betur við sig með opinberu fé. L&S: En nú gerir rtkið miklu betur við beeði Þjóðleikhúsið og Sinfóniuhljómsveitina, eins og skýrt kemur fram t fyrrnefndri könnun. Með því er ríkið auðvitað að viðurkenna að þessar listgreinar fái ekki þrifist án opinbers stuðnings. Eru kvikmyndagerðarmenn að tala um eitthvað annað en sambeerilegan stuðning? BJÖRN: Ríkið á og rekur þessar stofnanir en kvikmyndagerðarmenn vilja fá að ráðstafa peningum ríkisins sjálfir. L&S: En ekki eru stjómvöld að skipta sér af verkefnavali Þjóðleikhúss og Sinfóntu? BJÖRN: Nei, en þessar stofnanir starfa innan ákveðins lagaramma og það er kjarni málsins. Ég hef ekki lagst gegn því að ríkið styðji við kvikmyndagerð, en ég vil að menn komist að einhverri niðurstöðu um hvað fjárhæðin eigi að vera mikil. Þú nefndir þessar 500 milljónir. Er það viðmiðunin? Eitt sinn var það skattur af bíómiðum og síðar hka af seldu poppkomi í bíóunum. Við höfum verið að velta því fyrir okkur, við gerð nýrra kvikmyndalaga, að gera samning við kvikmyndahúsin um að hluti af þeirra innkomu rynni til kvikmynda- gerðar, þ.e.a.s. hafa það samningsbundið en ekki lögbundið. Síðan væri hægt að hugsa sér að hækka styrki um leið og mynd hefur náð t.d. 15.000 áhorfendum, til að hvetja menn til að gera myndir sem einhver vill horfa á. Ríkisstjórnin hefur markað þá almennu stefnu að binda ekki framlög úr ríkissjóði við einhverjar viðmiðanir heldur láta Alþingi taka ákvörðun hverju sinni. Mér finnst að það eigi að vera almennt markmið, hvort sem um er að ræða kvikmynda- gerðarmann, stjórnmálamann, blaðamann eða aðra, að einhverjir aðrir en maður sjálfúr hafi áhuga á því sem maður er að gera. L&S: Nú er heildarframlag Kvikmyndasjóðs til kvikmyndagerðar nokkru minna en kostnaður við eina meðal btómynd. Er ekki borðliggjandi að sjóðurinn er alltof lítill til að ná mark- miðum sínum? BJÖRN: Hann hefur í sjálfú sér náð tilgangi sínum, því með hans stuðningi hefur verið gerður fjöldi mynda. íslenskir kvikmyndagerðarmenn hafa líka nálgast viðfangsefni sín með öðrum hætti en t.d. kollegar þeirra á Norðurlöndum og víðar í Evrópu þar sem eru miklu stærri sjóðir. Þeir þykja gera öðruvísi myndir og leggja sig meira fram um að höfða til áhorfenda heldur en margir evrópskir kollegar þeirra. Þetta kerfi sem við höfum kallar á útsjónarsemi kvikmyndagerðarmanna varðandi öflun viðbótarfjármagns og það er af hinu góða. Svo vil ég líka nefna að framlag ríkisins til Kvikmyndasjóðs hefur verið aukið á undanförnum árum, kannski ekki nóg en samt hefur verið um aukningu að ræða. Auðvitað má segja að 80 milljónir séu lág fjárhæð, en verður upphæðin ekki alltaf of lág meðan menn vænta einhvers meira? Hvar eigum við að setja þak? Það gengur auðvitað ekki að moka í botnlausa hít, menn verða að koma sér saman um hvar þakið eigi að vera hvað varðar fjölda mynda og styrkhlutfall. L&S: Þú telur þá að heegt veeri að setjast niður og reeða málin út frá þessum atriðum? BJÖRN: Já, þetta er umræðuflötur mikil ósköp. Segjum sem svo að gerður yrði samningur milli Kvikmyndasjóðs og ríkisins um ákveðna þróun, þar sem ríkið skuldbindur sig til að útvega fé að gefnum ákveðnum forsendum. Þá þætti mér rétt að Kvikmyndasjóður skilgreindi af sinni hálfu hvað væri eðlilegt að styrkja margar myndir á ári. L&S: Er annar trúverðugur valkostur fyrir hendi en að rikið styrki kvikmyndagerð og þá með myndarlegum hœtti? BJÖRN: Þetta þarf að vera einhverskonar blanda, ég viðurkenni að það væri mikið ábyrgðarleysi að halda því fram að ekki þyrfti að styrkja íslenska kvikmyndagerð úr opinberum sjóðum. Auðvitað er það frekar óskemmtileg staða að hafa kvikmyndagerðarmenn sífellt óánægða með sitt hlutskipti. Menn þurfa að koma sér saman um markmið og leiðir. UM GERÐ ÍSLENSKRA KVIKMYNDA Á ENSKU: „Ég hefsagt viðýmsa kvikmyndugerðarmenn sem hafa komið til mín að mérþœttiþað hið besta mál að þeir gerðu mynd á ensku sem nœði að slá ígegn á erlmdum mörkuðum. Erþað eitthvaðhœttulegt?“ Land&symr 7

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.