Land & synir - 01.10.1998, Side 8

Land & synir - 01.10.1998, Side 8
Frumkvæði Dag Alveberg L&S: Nú skilst mér að Norrœni sjóðurinn með Dag Alveberg í broddi fylkingar hafi átt frumkvœði að gerð myndarinnar. Hvemig kotn það til og hvemiggekk það ferli fyrir sig? SVEINBJÖRN: Sú hugmynd kviknaði þar á bæ að þróa nokkur norræn handrit með ákveðnum forsendum og sjá svo til hvort hægt væri að koma þeim í framleiðslu í hinu norræna kerfi. Forsendurnar voru að myndirnar ættu að höfða til ungs fólks og mættu ekki kosta yfir 75 milljónum króna. Þessu fylgdu þau fyrirheit að ef tækist að afla helmings fjármagnsins heima fyrir gæti Norræni sjóðurinn lagt til liinn helminginn eða svo. Leitað var til fimm handritshöfunda, auk mín voru það einn frá Danmörku, einn frá Noregi og tveir frá Svíþjóð því Finnar fengust ekki inní þetta, sennilega vegna tungumálaerfiðleika, því hugmyndin var að við fimm myndum hittast reglulega ásamt öðrum og vera dramatúrgar hvers annars. Við byrjuðum öll á skila inn tveimur hugmyndum og völdum sameiginlega aðra þeirra til að vinna úr. Síðan unnum við “treatment” og hittumst að því loknu og fórum yfir hugmyndir hvers annars. Þetta endurtók sig þegar handritsdrög lágu fyrir. Útúr þessu komu svo fjögur handrit þvr einn handritshöfundanna, sá norski, heltist úr lestinni af persónulegum ástæðum. Sænsku handritin tvö voru kláruð en hafa ekki enn komist á koppinn, meðan handritið mitt og handrit Danans Nikolaj Scherfig fóru í framleiðsiu. Myndin hans heitir Rungsted og verður væntanlega sýnd í haust. L&S: Hvað vakti fyrir Alveberg að ykkar mati? SVEINBJÖRN: Fyrir mitt leyti finnst mér þetta áhugaverð tilraun en Dag sjálfur er betur til þess fallinn að svara þessari spurningu. L&S: En ttú virkar þetta svolítið kalkúlerað hjá Alveberg, ákveðin tnarkaðsleg forskrift setn kemur að ofan, tiiður til kvikmyndagerðarmannnanna. Er þessi aðferð líkleg til að bera rneiri árangur en að láta hugmyndimar sþretta ttþþ hjá kviktnyndagerðarmöntiutititn sjálfum og út frá þeirra lífssýn? HILMAR: Þetta er í raun líkt og einhverskonar samkeppni á vegum opinberra aðila. Eg held að þú leitir alltaf í þinn reynslusjóð hvort sem þú ert að gera myndir eftir pöntun eða ekki. Mörg mestu listaverk mann- kynssögunnar hafa verið framleidd eftir pöntun og það er ekkert að því að vinna þannig svo framarlega sem þú ert trúr sjálfum þér. Að því leytinu til skiptir þetta engu máh uppá árangur. Þú getur hugsanlega deilt á þetta út frá pófltík, en ekki út frá útkomunni, því hún er háð allt öðru en því hver biður um verkið. Vel blandaður kokkteill L&S: Hvað þarf góður þriller að hafa til að bera aðykkar mati? SVEINBJÖRN: Hann þarf fyrst og fremst að halda áhorfandanum við efnið, halda spurningunni um “hvað gerist næst?” lifandi í huga áhorfandans. Þessu er auðvitað hægt að ná fram með mismunandi meðulum. Fyrir mér er meginatriðið að persónurnar sem í lilut eiga nái að skipta mann einhverju máh, því að annars endist eftirvæntingin ekki lengi. HILMAR: Persónulega skil ég hugtakið “þriller” miklu þrengra en spennumynd og mér finnst Sporlaust miklu frekar vera spennumynd, auk þess að innihalda drama og svarta kómedíu. Reglurnar sem við notum við gerð spennumynda eru ekki eins strangar í dag og þær voru. Formúlan er orðin afar þaulreynd, þannig að við erum farin að taka útúrdúra og blanda saman straumum og stefnum á nýjan hátt bara til þess að vera ekki sífellt að endurtaka okkur. Mér finnst erfitt að benda á aðra kvikmynd, íslenska eða erlenda, sem færi í sama flokk og Sporlaust og þá er ég ekki að tala um gæði heldur tegund. Þessi sérstaka blanda var það sem að hluta til kveikti í mér þegar ég las handritið. Mig langaði vissulega að gera spennumynd en hinn dramatíski þáttur höfðaði líka sterkt til mín og mér fannst þetta afar vel blandaður kokkteill hjá Sveinbirni. Sporlaust fer ekki í flokk með myndum eins og Seven eða The Usual Suspects svo nefndir séu nokkrir nýlegir gæðaþrillerar. Hún er heldur ekki klassískur “whodunnit”. Hún er kannski sumpart “Hitchcock-ísk” að því leyti að hún er um fólk sem lendir óvart í ákveðum aðstæðum og verður að vinna sig út úr þeim. L&S: Sveinbjöm, þú hefur talað um að myndin kallist á við frásagnaráherslur ýtnissa bíótnynda sem vakið hafa athygli á uiidanfórnutn ámm og nefndir þar tn.a. Pulp Fiction, Short Cuts og Trainsþotting. Gœtir þú farið frekar útí þetta? SVEINBJÖRN: Mín upplifun er sú að á undanförnum árum hafi verið gerðar frekar vogaðar tilraunir í þá átt að brjóta upp þessi “genre” landamæri. Þetta finnst mér afar spennandi, ekki síst þar sem ég þykist sjá það á Hollywoodframleiðslunni að þessi klassíska spennumyndaformúla sé orðin dálítið þreytt. Sérstaklega verður oft vandræðalegur lokaþátturinn því það er orðið svo erfltt að koma fólki á óvart. Þessvegna held ég að menn hafi farið að leita nýrra leiða, það má jafnvel kenna þetta við póstmódernisma, þ.e.a.s. menn eru að vinna með öll form og hugmyndir sem hafa verið í gangi á öldinni liggur við og prófa að blanda þessu saman. Sumpart finnst mér þetta líkjast meira lífinu sjálfu og mér sem rithöfundi og handritshöfundi flnnst þetta mjög spennandi. Að reyna að búa til straumlínulagaðan “whodunnit”, hef ég svosem líka prófað þó það hafl ekki verið framleitt (“það er fínt!” skýtur Hilmar inm), en hitt finnst mér meira heillandi. Hinn sundurleiti vinahópur L&S: Snúum okkttr að persónunum. Nú eru Gulli (Guðtnundur Lngi Þorváldsson) og Ella (Þrúður Vilhjálmsdóttir) huggulegt ett veikgeðja par, hann afreksmaður í íþróttum - hún er líkamsrœktarþjálfari, Beggi (Dofri Hemiannsson) virðist metnaðarlaus spaugari, Óíi (Ingvar E. Sigurðsson) er gatnall hraunari og Dísa (Nanna Kristín Magnúsdóttir) er einsteeð tnóðir með erfiðan bakgrunn. Er þetta ekki svolítið sundurleitur vinahóptir? HILMAR: Fyrir mér er þetta einfalt. Við eigum ekki f neinum vandræðum með hvernig Gufli og Ella þekkjast. Líkur sækir líkan. Svo höfum við Begga sem er þessi klassíski æskuvinur, strákurinn sem hefur búið í næsta húsi og fylgt þér alla tíð. Hann hefur ekki sama metnað né bakgrunn en hann er samt þinn besti og einlægasti vinur. Um leið þýðir þetta að þú þekkir fjölskylduna hans, t.d. systurina Dísu. Dísa fór út af sporinu og átti barn í lausaleik en er af veikum mætti að reyna að ná sér uppúr því. Aftur segi ég líkur sækir líkan, því hún hefur kannski kynnst Óla á meðferðarheimili eða einhverju slíku. Þessi tvö pör hverfast um Begga, án hans hefðu þau engin samskipti. Og hver segir að þau séu vinir? í upphafl gerist það að Gulli er að keppa í sundi. Beggi er þar vegna þess að Gulli er besti vinur hans, Dísa er þarna flka vegna þess að hún hefur þekkt Gulla afla sína ævi og þetta skiptir hana máli. ÓIi er ekki viðstaddur en kemur í partíið um kvöldið. Þau eru samvistum þessa kvöldstund og hún leiðir af sér það sem sagan snýst um. Þau neyðast því til þess að leysa tir málunum saman. Óli segir síðar við Begga að Gulli muni ekki vilja kannast við hann eftir tíu ár nema hann þurfl að fá gert við eitthvað ókeypis. Þetta er hinn bitri sannleikur í þeirra sambandi. Auðvitað er erfltt að leiða svona óLíkt fólk saman en um leið mjög spennandi og kallar á átök. Það sem heillaði mig var einmitt þessi óvissa og vantraust, meira að segja pottþétta parið getur ekki treyst hvort öðru. Gulli og Beggi em þeir einu sem HILMAR ODDSSON: „Ég heltl að þú leitir alltaf í þinn reynslusjóð hvort sem þú ert að gera myndir eftir þöntun eða ekki. Mörg mestu listaverk mannkyns- sögunnar hafa verið framleidd eftir þöntun og það er ekkert að því að vinna þannig svo framarlega sem þú ert triír sjáifum þér“. 8 Land&synir

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.