Land & synir - 01.10.1998, Síða 9

Land & synir - 01.10.1998, Síða 9
fullkomlega treysta hvor öðrum. Samt held ég tildæmis að Beggi elski Ellu, en það er önnur saga og dæmi um það sem ég, sem leikstjóri, verð að vinna varðandi persónurnar til að þær gangi upp fyrir mér. L&S: Hver var tilgangurinn tneð tilvitnunum í persónumar í upphafi pegarpví er síðan varla fylgt eftir að heitið getur, p.e. ekki erfyllt útí persónurnar og pá fílósófíu sem gefið er í skyn að pau standifyrir? HÍLMAR: Þessu er ég algerlega ósammála. Við vildum kynna aðalpersónurnar fimm eins fljótt og vel og við gátum og tilvitnanirnar eru til að gefa þeim ht, svo þú áttir þig fyrr á hvað hver og einn stendur fyrir. L&S: Nú virðist mér áherslurnar vera á innbyrðis tengsl krakkanna undir álagi, frekar en hið ytra plott sem í raun erfullt af óútskýrðum atburðum. Frarn kemur undir lokin að Óli purfti að véla Gulla vegna hótana gatnals fangelsisfélaga og gulrótin hans sé draumurinn utn betra líf tneð Dt'su. L pví samhengi fór ég að velta pví fyrir tnér hvort ekki hefði verið sterkara að gera hópinn tnun nánari í upphafi og horfa síðan á hann gliðna í sundur? HILMAR: Þú getur lagt að jöfnu að vera gnnarsvegar með splundraðan hóp sem límist saman vegna óþægilegs atviks eða samheldin hóp sem er sundrað vegna óþægilegs atviks. Þetta eru tvær leiðir, við völdum þá fyrmefndu. SVEINBJÖRN: Þegar maður fer að sjóða saman sögu leitar maður í einhvern sjóð, einhvern graut af minningum, pælingum, hlutum sem maður lenti í éða hefði getað lent í. Það er einn af kostum íslensks samfélags að flestir eiga yfirleitt nokkuð fjölbreyttan vinakreðs. Þegar rnaður rifjar upp suma þá sem maður þekkti um tvítugt og hvar þeir eru í dag, gæti ég bent á fólk sem meðal annars situr inni eða hefur jafnvel horfið. Þetta fólk umgeklíst maður á sínum tíma þó það tilheyrði kannski ekki manns nánasta vinahópi. Við völdum að leiða saman hóp sem her í sér ákveðna hættu á brestum og síðan er spurningin hversu lengi þetta heldur. Setning Óla um árin tíu sem Hiimar minntist á áðan lætur mjög óhuggulega í eyrum hinna vegna þess að þau vita að þetta getur alveg gerst, maður þekkir þetta úr eigin reynslu. L&S: Tilfinning mín er sú að samkennd ykkar liggi með Óla og Dísu, pau purfa að hafa tneira fyrir öllu og liggja undir pyttgra fargi, ineðan hinar persónurnar mœta nokkrum afgangi. Viðfáutn t.d. ekkert að vita um satn- band Gttlla og Ellu annað en að pað virðist byggt á einhverju pegjandi samkomulagi um að vera sœt sattian útávið. Engitt nánd eða innileiki virðist í sambandi peirra og hversvegna skyldtitn við pá láta okkttr nokkuð varða umJtessi ósköp setn pau lenda í? HILMAR: Eg held að það sé alveg rétt að samúð okkar er rnikd með Óla og Dísu en fleira kemur til. Ég sagði við leikarana að Gulli og Ella væru erfiðustu hlutverkin, því það er mjög erfltt að leika “streitara”. Fyrir leikara er afar þakklátt að fá breyska manneskju að glíma við og að sama skapi getur hetjan eða “streitarinn” verið mjög vanþakklátt. Við þurfum hinsvegar mjög oft á slíkri persónu að halda til að segja sögu, hinir vammlausu lenda oft í því að fá kusk á hvítflibbann. Við erum með flmm aðalpersónur og höfúm rnutíu mínútur til að segja þeirra sögu, ég held að þetta sé kannski spurning um hvaða leið er farin og hvernig áhorfandinn tekur því sem að honum er rétt. L&S: Ég spyr kannski vegna pess að mér finnst pið hafa ívið ineiri áhuga á persónunum ett plottinu. Mikið hvílir á Ola settt sér sig knúiitin til að svíkja hópinn en engu að síður er Gttlla stillt ttpp íforgrunni sögttnnar og pví var skrýtið að upplifa hann svona flatan setn persónu. HILMAR: Já, það er oft vandamál að forðast að gera svona persónur of flatar. Ef maður til dæmis hugsar til North By Northwest eftir Hitchcock þá getur maður spurt; hvað veit maður um persónu Cary Grant? L&S: Allavega vissi tnaðttr að hantt var tilbiíinn til að tmita tnóöur sinni til að njósna tim einhvem misyttdistnanninn! HILMAR: Já, þarna ertu náttúrulega með sögu sem er mjög skemmtileg en þú veist í raun lítið um hann og við sjáum hann næstum eingöngu vera að bregðast við aðstæðum. Svipað má kannski segja um Gulla. Hann er íþróttahetja sem stendur frammi fyrir spurningunni um hvað hann ætli að gera við líf sitt; ætlar hann halda áfram á íþróttabrautinni eða ætlar hann í nám, ætlar hann að vera með þessari stúlku, ætlar hann að eiga þessa vini og svo framvegis. Hann er á ákveðnum tímamótum og hefur hingað til þurft að hafa lítið fyrir hlutunum. Samt sé ég hann ekki sem algjöran “streitara”, því slíkur maður fengi sér ekki “jelly” í partíinu og gerir ekki ýmislegt sem Gulli þó gerir. Það býr í honum einhver vottur af bóhem, sem kannski nær yfirhöndinni einhverntíma síðar. Annars getur verið mjög erfltt að svara nákvæmlega afhverju maður gerir þetta en ekki hitt varðandi persónusköpun, þetta er flókið samspil margra þátta. SVEINBJÖRN: GulU fær strax í upphafl nóg til að gh'ma við. Við veltum því fyrir okkur að gefa honum eitthvað próblem til að gera hann að einhverju leyti áhugaverðari, en í ljós kom að það var bara “smjör á fleskið” eins og þeir segja í Noregi, bara asnalegt og óþarfi. flristóteles og Hollywood L&S: Sveinbjörn, nú ert ptí menntaður í Bandaríkjtiiium og bœði pessi tnynd og Foxtrot (1988), bera pess skýr merki að peirra kviktnyndahefð er pér hugleikin. Fiiinst pér á einhvern hátt vandkvœðum bundið að yfirfœra hina amerísku frásagnarhefð á tslenskar aðstœður, eða er pað eitthvað sem pú sérðfyrir pér að próa áfram? SVEINBJÖRN: Ég hef skrifað handrit að þremur íslenskum bíómyndum, þessum sem þú nefnir og svo Tár úr steini. Eg hef nálgast öll verkin með það fyrir augurn, fyrst og fremst, að segja sögu sem mér flnnst sjálfum áhugaverð frá upphafi til enda. Það er sú frá- sagnaraðferð sem ég kýs og ég tengi hana ekkert sérstaklega við Ameríku. Varðandi Foxtrot er það að segja að handrit mitt að þeirri mynd var gefið út á prenti og er töluvert öðruvísi en myndin, sem breyttist mjög mikið í khppingu og tökum í átt að amerískum móð. Á hinn bóginn virkaði sú mynd bara vel og útgáfa rnynd- arinnar með ensku tali hefur líklega fengið ein- hverja mestu dreifingu allra íslenskra bíómynda. Nú er það mjög í tísku að tala um þessa mynd eins og hún hafi verið ægiiegt flopp, en á sínum tíma var þetta ein mest sótta bíómynd ársins og fékk ágæta dóma. Hinsvegar var mitt handrit mun örðmeira og dramatískara en endanleg útkoma. Hvað Sporlaust varðar þá get ég ekki verið sammála því að hún sé undir neinum amerískum áhrifum. Okkur hefur t.d. verið sagt á Norðurlöndum að henni svipi miklu frekar til breskrar hefðar. Hefði Sporlaust fylgt einhverju Hollywood þriller módeli væri hún t.d. fyrst og fremst urn Gulla og það sem hann gengur í gegnum. L&S: En nú er ég fyrst ogfremst að tala titn fortn og iippbyggingu, sem í pessutn tnyndtim liggttr tnun tuer hiniim amertska skóla eit t.d. hinitm evrópska, par setn kvikmyndagerðar- ntenn hafa leyft sér annarskonar náilgun oft á tíðiim. SVEINBJÖRN: Fyrir ntér hefur grunnstrúktúrinn í kvikmyndagerð og raunar allri frásögn með dramatískri framvindu, ekkert sérstaklega með Hollywood að gera heldur er hann grískur og kominn frá Aristótelesi, þ.e. kynning, flækja og lausn. Ég h't svo á að ef maður ætlar að brjóta hann upp þá sé mjög nauðsynlegt að vita hvað maður er að gera. Mynd eins og t.d. Pulp Fiction brýtur ekki upp þennan strúktúr, nema að því leyti að hún inniheldur nokkrar Iitlar sögur sem allar hafa þessa uppbyggingu. Hinsvegar er þetta oft litið neikvæðum augum hérna megin Atlantshafsins og ég hef jafnvel heyrt menn segja að þeir þurfi að setja sig í “amerískar” SVEINBJÖRNL. BAID- VINSSON: ,JUói upplifun er sú að á undattfóm- um árum hafi verið gerðar frekar vogaðar tilraunir íþá átt að brjóta uppþessi “genre” landamœri. Þetta finnst mér afar spennandi, ekki síst þar setn ég þykist sjá það á Holly- ivoodframleiðslunni að þessi klassíska spennu- myndafomiúta sé orðin dálítið þreytt“. stellingar þegar þeir horfl á Sporlaust. Þetta skil ég ekki því hún hefði verið allt öðruvísi ef við hefðum fylgt aðferðum Hollywood. L&S:Já, er ekki einmitt ákveðið vandatnál í okkar evrópska umhverfi, pessir inngrónu fordótnar gagnvart Hollytvood myndttm, sem svo oft eru álitnar “óeeðri” og ekki eins mikil “list”? SVEINBJÖRN: Jú, því er ég reyndar hjartanlega sammála og hef oft reynt að benda á það í gegnum árin. Þessvegna hef ég líka lagt á það áherslu þegar ég hef verið að kenna handritsgerð að þessi svokallaða Hollywood ”formúla” er í raun ævaforn og hefur alveg jafn mikið að gera með Shakespeare og aðra klassík. Hollywood hefúr bara þróað hana sem markaðsvöra. HILMAR: Við Evrópumenn eigum vissulega í nokkurskonar ástar/haturssambandi við Hollywood af vissum ástæðum. Við dáumst að því sem þeir gera vel og reynum að taka ýmislegt eftir þeim, en um leið reynum við að forðast að gera það í of miklum mæli því við óttumst samanburðinn. Við eigum einfaldlega ekkert í þá á þeirra heimavelli. Hefði ég reynt að segja þessa sögu eins og þeir gera best í Hollywood, hefði ég fyrst og fremst afhjúpað vanbúnað minn og fátækt, þannig að óhjákvæmilega reynir maður að flnna aðra leið. Sú leið er ekkert endilega evrópsk heldur bara leiðin okkar, þar sem við tökum mið af því sem okkur flnnst vel gert, hvort sem það kemur frá Ameríku eða Evrópu. Þessi saga hefði örugglega ekki vakið eins mikinn áhuga hjá mér ef fókusinn hefði aigerlega verið á Gulla, eins og hin klassíska ameríska hefð býður. Þá hefði ég sennilega ekki verið rétti maðurinn til að gera þessa mynd. Það var þessi útvíkkun á forminu sem heiilaði mig- SVEINBJÖRN: Kvikmyndasagan segir okkur að við þurfum á þessari fyrrnefndu “formúlu” að halda. Það er eitthvað í manneskjunni sem kallar á þessa uppbyggingu þegar okkur er sögð saga, ekki bara í kvikmyndum heldur einnig í t.d. munnlegum frásögnum. Síðan hafa menn auðvitað leikið sér að því að hrista hana upp og stundum hefur komið eitthvað áhugavert út úr því. Oftar en ekki hefur það þó ekki tekist mjög vel. Hinsvegar held ég að það sé útbreiddur misskilningur að þetta form - kynning, flækja, lausn - sé eitthvað þröngt. Ef við skoðum sögur, bíómyndir, leikrit, jafnvel Úassíkina alla eins og hún leggur sig, þá held ég að við getum ekki sagt með góðri samvisku að Aristóteles hafi legið á höhindum þessara verka eins og mara. En kannski væri gaman að skoða hvernig Hamlet liti út ef ekki hefði verið beitt þessum dramatísku aðferðum. HILMAR: Við erum alltaf að gagnrýna íslensk handrit, en eru ekki þau handrit sem okkur hafa þótt skást einmitt gerð í anda þessarar “formúlu”? Er það óvart? Tilíhvað sem er L&S: Að loktttn. Er eitthvað sameiginlegt verkefni framttndan hjá ykkttr heiðurs- mönnttm? HILMAR: Já, okkur langar til að halda áfram að feta þessa slóð spennufrásagnarinnar, með reynsluna af Sporlaust í farteskinu. Hugmyndin er að gera sjónvarpsseríu sem lýtur sömu lögmálum og við þekkjum úr ýmsum breskum seríum eins og t.d. Taggart eða Prirne Suspect, þ.e. þriggja til fjögurra þátta. Við sjáum fyrir okkur einhverskonar “whodunnit" við íslenskan veraleika og kynnum til sögunnar persónu sem má síðan fylgja eftir í öðrum þáttaröðum ef vel tekst til. Ánægðastur yrði ég, að ef ástæða þætti til að gera aðra seríu, myndi einhver annar leikstýra henni. Þá fyndist mér þetta hafa heppnast. Þetta vantar algerlega í íslenska myndaflóru að okkar mati, en sagan yrði að sönnu að vera sprottin úr íslenskum veraleika. Ennfremur er ég ekki r' nokkram vafa um að við eigunt eftir að gera aðra bíómynd saman í framtíðinni, hvort sem það verður okkar næsta verk eða ekki. SVEINBJÖRN: Já, það er nú einu sinni þannig að þegar einu sinni hefur skapast náinn kjarni sem lætur vel að vinna saman, hefur gengið í gegnum sameiginlega reynslu og er löngu kominn yfir það stig að þora ekki að tjá sig alveg umbúðalaust, þá áttar maður sig á því að það er engin tilviljun að svona kjarnar eru til mjög víða í sköpun af ýmsu tagi, ekki síst í bíómyndum. HILMAR: Okkar samvinna hefur nú staðið í sjö til átta ár, eða frá því við hófumst handa við Tár úr steini. Sú mynd var ekkert áhlaupaverk og ég held að það að komast heill úr þeirri ferð hafi þjappað okkur mjög vel saman. Núna erum við tilbúnir í eiginlega hvað sem er. Landferyrar 9

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.