Land & synir - 01.10.1998, Page 10

Land & synir - 01.10.1998, Page 10
Gísli Halldórsson, skærasta stjarnan í íslenskri kvikmyndagerð lést nú í haust langt fyrir aldur fram. Fyrir þann sem þetta ritar var hann miklu meira en afburðaleikari, hann miðlaði af áratuga reynslu sinni sem leikstjóri, gaf ómetanlegar ráðleggingar við handritsgerð og leikaraval. Hann var guðfaðir kvikmynda íslensku kvikmynda- samsteypunnar sem undirritaður leik- stýrði. Gísh hafði líka svipaða stöðu í ísl- enskum kvikmyndum og Marlon Brando í þeim amerísku. Hann hafði það orð á sér að vera erfiður og óvæginn í samstarfi. Samstarfsfólk umgekkst hann með óttablandinni virðingu. Við unnum fyrst saman þegar Hallgrímspassía eftir Atla Heimi var sjónvarpað á föstudaginn langa 1988. Þá varð mér ljóst að Gísli var ljúfmenni með góða kímnigáfu. Ég sagði honum frá hugmyndinni að Börnum náttúrunnar og honum leist strax vel á að ljá henni lið. Þegar Kvikmyndasjóður hafnaði umsókn minni trekk í trekk var það huggun harmi gegn að Gísh hafði trú á verkinu. Hann stakk meira að segja uppá því að vinna kauplaust. Þetta var mér hvatning til þess að halda áfram að senda þessa þráhyggju- umsókn í Sjóðinn. Næsta verkefni okkar varð þó Englabossar eftir handriti Hrafns Gunnlaugssonar. Þar sýndi hann dirfsku með þátttöku sinni í myndinni sem var nokkuð víst að yrði umdeild. Loks var skipuð gáfuð úthlutunamefnd sem gerði okkur keift að ráðast í gerð Barna náttúrunnar .Gísli bræddi hjörtu áhorfenda um víða veröld og vann til fjölda verðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Vinur minn sem er mannfræðingur sá myndina með mannætum í Nýju Gíneu og elskuðu þær sérstaklega þennan góðlega mann. Það kom í minn hlut að ferðast með myndina og hneigja mig. Hvar sem ég kom spurðu allir um aðalleikarana og fékk Gísli fjölda tilboða um að leika í erlendum myndum. Það sem kom í veg fyrir að hann yrði alþjóðlegur leikari var sú ákvörðun hans að ferðast ekki með flugvélum og sú skiljanlega sérviska að veita ekki fjölmiðlum aðgang að sér. Þetta tvennt, flugvélar og fjölmiðlar, er þó stór hluti starfsins en áth ekki við Gísla því hann fyrirleit hégóma og fals sem þessu fylgir.Þær þrjár kvikmyndir sem við unnum saman fengu ahar heimsdreifingu og átti leikur hans ekki minnstan þátt í þvi. f öllu sem Gísli tók sér fyrir hendur var hann haldinn fullkomnunaráráttu. Gilti þá engu hvort hann væri að smíða smáhlut eða leika stórt hlutverk. Hann var ótrúlega fljótur að koma sér inní andrúmsloft kvikmynda- atriða þótt þau væru slitin sundur með enda- lausum biðtíma. Alltaf skildi hann ganga beint inní atriðið einsog hann hefði rétt skroppið frá. Þetta er helsti kostur góðs leikara. Það veitti manni mikið öryggi að hafa Gísla í kvikmynd því það tryggði henni ákveðið andrúmsloft sem einkenndist af mannlegri hlýju og kímni. Á ferðalögum um landið með honum var skemmtilegt að sjá hvemig hann umgengst fólk sem varð á vegi okkar og hvernig það tók honum. Það voru hvarvetna konunglegar móttökur. Allvega er ég handviss um að móttökunefndin við himna- fortjaldið hafi haldið honum góða veislu. íslensk kvikmyndagerð hefur misst mikið og hans er sárt saknað. Það voru mörg hlutverkin sem honum voru ætluð. Þjóðin hefur misst einn af þeim mönnum sem hafa komist næst því að kallast þjóðargersemi. MINNING: Gísli Halldórsson 1927-1998 Eftir Friðrík Þór Friðriksson MINNING: Einar Heimisson 1966-1998 EFTIR HILDILOFTSDÓTTUR Mig langar með nokkrum línum að minnast félaga míns Einars Heimissonar sem nýlega lést langt fyrir aldur fram. Einar var einstaklega hógvær og kurteis í allri framkomu. Mér fannst hann heillandi því ég vissi svo vel um þann eldmóð sem bjó í brjósti hans undir látlausu fasinu. Hann var nefnilega mikill gáfumaður og mjög ástríðufullur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Þannig hafði hann klárað mörg vel unnin verk á sinni stuttu ævi og það er víst að hann átti mörg eftir. Mér fannst alltaf sérlega gaman að spjalla við Einar, bæði sem blaðamaður og áhugamaður um kvikmyndir. Þegar fundum okkar bar saman, ræddum við kvikmyndadóma mína og kvikmynda- áform hans til hins ýtrasta. Og þegar talað er við svo fróðan mann leiðast sam- ræðurnar inn á forvitnilegar og skemmtilegar brautir. Einar gerði myndir um sannleikann. Ég virti innilega áhuga hans á afdrifum fólks hvaðanæva, og það að honum væri einstaklega umhugað um að fólk fengi uppreisn æru, að við sem hfum í hægindum nútímans, skildum hvað þeir sem ruddu brautina höfðu á sig lagt. Seinast þegar ég hitti Einar í Morgunblaðshúsinu nefndi ég það við hann að hann hti sífellt betur út, og vonaðist til að hamingjan færi að höndla þennan góða mann sem hafði stundum farið á mis við hana, en átti hana svo sannarlega skihð. Elsku Einar, hði þér vel þar sem þú ert. Ég mun sakna samfunda okkar. 10 Laná&synir

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.