Land & synir - 01.04.2001, Page 2
Land&synir
Nr. 28 - 2. tbl. 7. árg. MARS/APRÍI. 2001.
Útgefandi: Félag kvikmyndagerðarmanna í samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, Framleið-
endafélagið/Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök kvikmyndaleikstjóra. Rlt-
sijéri: Ásgrímur Sverrisson. Ábyrgðarmaður: Bjöm Brynjúlfur Bjömsson. Ritnefnd:
Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari Kristinsson, Bjöm Biynjúlfur Bjömsson, Friðrik Þór Friðriksson,
Hrafn Gunnlaugsson, Ólafur H. Torfason, Þorfmnur Ómarsson. Prentun: Prentkó.
Land & synir kemur út annan hvem mánuð. Tölvupóstun olla.asi@simnet.is.
Bíóið snýr aftur í Bæjarbíó
' fyrir þróun og
uppgang kvikmyndamenningar í
landinu að hafa reglulegan
aðgang að kvikmyndasögunni á
sínum eiginlega vettvangi; í
kvikmyndahúsinu. Þessvegna
fögnum við því mjög að nú skuli
hylla undir hinn langþráða draum
um cinematek, eða safnabíó
(einhver stakk reyndar uppá
orðinu "bfótek" sbr. apótek).
Bæjarbíó á að verða "bfótek"
Islendinga, kvikmyndahús sem
einbeitir sér að reglubundnum
sýningum á sem breiðustu úrvali
kvikmynda frá sem flestum skeið-
um kvikmyndasögunnar. Slík kvik-
myndahús hafa verið rekin í flest-
um Evrópulöndum og víðar um
áratugaskeið. Markmið þeirra eru
að gefa almenningi aðgang að
kvikmyndasögunni, þetta eru
mikilvægar mennta- og menning-
arstofnanir sem varpa Ijósi á
stefnur og strauma og gefa hinum
almenna kvikmyndahúsagesti
tilfinningu fyrir sögulegu sam-
hengi, auk þess að veita innsýn í
annarskonar kvikmyndagerð en
oftast sést í almennum kvik-
myndahúsum.
Þessi þáttur kvikmyndamenn-
ingar hefur þvf miður verið van-
ræktur hér á landi. Þrátt fyrir að
kvikmyndasýningar hafi verið einn
vinsælasti hluti menningar okkar
alla þessa öld hafa sýningar á
eldri myndum og jaðarmyndum
verið tilviljanakenndar og ómark-
vissar. Auk varðveisluhlutverksins
er eitt heista markmið Kvik-
myndasafns Islands að standa
fyrir kvikmyndasýningum og því
er eðlilegt að Kvikmyndasafnið
taki að sér rekstur "bioteks", Ifkt
og fjölmargar sambærilegar
stofnanir (löndunum í kringum
okkur gera.
Ein mikilvægasta ástæðan fyrir
rekstri "bíóteks" snýr að menntun
og fræðslu til handa yngri kyn-
slóðum. Umræða um áhrif kvik-
mynda á börn og unglinga fær
stöðugt meira vægi og þörfin fyrir
að fræða fólk um eðli miðilsins og
þær leiðir sem hann notar til að
koma verkum, ímyndum og hug-
myndum á framfæri verður sífellt
brýnni. "Bíótekið" gæti orðið
öflugt framlag til aukins skilnings
á kvikmyndinni með reglulegum
skólasýningum þar sem skóla-
nemum gæfist kostur á að kynn-
ast kvikmyndasögunni og þeim
straumum sem leikið hafa um
kvikmyndina f gegnum tfðina.
Slfkar dagskrár mætti útbúa f
samvinnu skólamanna og fagfólks
í kvikmyndafræðum og -sögu.
Ótalið er mikilvægi "bíóteks"
fyrir starfandi kvikmyndagerðar-
menn. Listsköpun verður ekki til f
tómarúmi heldur hlýtur að
byggjast á afstöðu höfunda til
sfns umhverfis. Að hafa aðgang
að og þekkja kvikmyndasöguna er
því ein helsta forsenda listar sem
á erindi við samtíma sinn. Á þessu
sviði er mikið verk óunnið hér á
landi og því orðið mjög aðkall-
andi að koma aðgengi að
fjölbreyttri flóru kvikmynda í
viðunandi horf.
STJÓRNIR FÉLAGANNA
STJÓRV FÉIAGS KVIKMTA'DAGTRÐARMAWA: Formaður: Bjöm Br. Bjömsson. Varafor-
maður. Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Ema Amardóttir. Gjaldkeri: Katrín Yngvadóttir. Með-
stjómendur Anna Dís Óiafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín
María Ingimarsdóttir, Hildur Bmun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS/SÍK: For-
maður Ari Kristinsson. Varaformaður. Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Með-
stjómendur Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson
og Hrafn Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: FORMAÐUR:
Friðrik Þór Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: Óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn
Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason.
T í Ð I N D I Ú
KMYNDAHEIMINUM
Plúsfílm opnar “útibú”
á Blönduósi
s
Avordögum verður opnuð AVID klippiaðstaða í gamla sjúkrahúsinu á
Blönduósi, þar sem menn geta mætt, klippt, sofið og étið fjarri öllu
borgaramstri. Það er Sveinn M. Sveinsson hjá Plús film sem
stendur fyrir þessari þjónustu.
Stór garður með með rósagróðurhúsi, heitum potti og amerískri rólu
fylgir og hægt er að velja um fjölda herbergja allt frá skurðstofu til
líkhússins gamla og ætti enginn að verða einmanna í slíku húsi. Ríkið er
handan götunnar sem og Hótelið, bakaríið við hliðina og þvottahúsið við
hlið Hótelsins. Aðstaðan er hugsuð þannig að klippari þurfi í raun aldrei
að fara úr inniskónum, en þeir fylgja líka, segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækinu. Opnun verður í maí.
Mini- Panorama
Nordisk Panorama hefur
tekið nokkrum breyting-
um. Hún heitir nú
Nordisk Panorama 5 Cities
Film Festival og hefur fengið fastan samastað á öllum Norðurlöndunum
fimm;í Aarhus í Danmörku þar sem hún verður haldin nú í lok
september, í Bergen í Noregi, í Malmö í Svíþjóð, Oulu í Finnlandi og hér
í Reykjavík. Til að kvikmyndaáhugafólk geti fylgst betur með hvað um
er að vera í heimildar- og stuttmyndageiranum á Norðurlöndum verður
haldin eins konar Mini Nordisk Panorama í hinum fjórum borgun-um.
Stendur til að halda þessa míni hátíð hér í Norrœna húsinu helgina 28.
og 29. apríl. Sýndar verða vinningsmyndirnar frá hátíðinni í Bergen
síðastliðið haust og einnig aðrar úrvalsmyndir m.a. mynd Tómasar
Gíslasonar sem vakið hefur mikla athygli og umfjöllun. Einnig er
fyrirhugað að halda málþing þar sem kvikmyndagerðarmenn munu
hittast og rœða fagleg málefni, auk þess að skoða það sem kollegar
þeirra eru að fást við á hinum Norðurlöndunum, oft með
athyglisverðum árangri.
á íslandi í apríl
heimildar- og stutt-
myndahátíðin
N G
"Maður eins og
ég" er ekki fram-
hald af "íslenska
draumnum"
I
r
ilr
síðasta tölublaði L&S kom fram að í
myndinni “Maður eins og ég” sem nýlega
hlaut styrk úr Kvikmyndasjóði, væri
fjallað um þá persónu sem Jón Gnarr lék í
“íslenska draumnum”. Þetta er rangt. Það
eina sem þessi næsta bíómynd Róberts
Douglas á sameiginlegt með hans fyrstu
mynd er að Jón Gnarr leikur í þeim báðum,
auk þess sem sömu aðilar standa að báðum
myndum. Handritshöfundar hinnar nýju myndar, sem fer í tökur í sumar (sjá
Verk í vinnslu) eru Róbert og Árni Ólafur Ásgeirsson sem lagt hefur stund á
nám við kvikmyndaleikstjóm í Póllandi (sjá viðtal við Áma í L&S nr. 21, nóv.
‘99). Framleiðandi er Kvikmyndafélag íslands. Þess má svo geta að ’Tslenski
draumurinn” er nýkomin út á myndbandi en myndin lenti í þriðja sæti yfir
mest sóttu myndir ársins 2000.
RÓBERT BOUGLAS: Næsta
mynd hans er um mann sem
verður ástfanginn af
innflytjanda frá fjarlægu
landi.
2 Land & synir