Land & synir - 01.04.2001, Page 4
Höfundaréttur
og skyld réttindi að kvikmyndum
EFTIR TÓMAS ÞORVALDSSON, HDL.
Þessari grein er ætlað
að veita almenna
innsýn í höfundarétt.
Síðar verður fjallað
um skyld réttindi þ.e.
réttindi listflytjenda
(leikara og tónlistar-
manna), framleiðenda
og útvarps- og
sjónvarpsstöðva. Enn-
fremur verður tekið á
því hvernig öll
ofangreind réttindi
horfa við kvik-
myndagerð. í síðari
greinum verður einnig
leitast við að skýra
hvaða og hvernig
samninga er nauð-
synlegt að gera til
þess að mögulegt sé
að sýna og dreifa
kvikmynd með
eðlilegum hætti.
Höfundaréttur - almenn
skilgreining
Höfunda-
réttur felur
í sér einkarétt
höfundar til
þess að ráð-
stafaverki sínu
bæði gagnvart
fjárhagslegum
réttindum og
svokölluðum
ófjárhagsleg-
um réttindum.
Til þess að verk
sé talið njóta
vemdar að höfundarétti þarf verkið að
uppfylla ákveðin skilyrði. í íslenskum
höfundarétti hefur verið miðað við að í
verki þurfi að koma fram andleg
sköpun sem sé ný og sjálfstæð a.m.k.
að formi til. Þessi viðmiðum er
augljóslega mjög óhlutlæg og allt mat í
þessu sambandi hlýtur að vera mjög
afstætt. í sem stystu máli má segja að á
þessi skilyrði reynir afar sjaldan
gagnvart kvikmyndum sem verkum í
skilningi höfundalaga en kvikmyndir
njóta vemdar samkvæmt 2. mgr., 1. gr.
höfundaiaganna nr. 73/1972. Það er
ennfremur skilyrði að verkið hafi verið
skapað, þ.e. verkið hafi tekið á sig
eitthvert birtingarform (tjáningar-
form) t.d. sem handrit eða fiima.
Þannig njóta hugmyndir, sem ekki hafa
verið settar fram með skriflegum eða
öðrum áþreifanlegum hætti, ekki
vemdar að höfundarétti.
Fjárhagsleg réttindi höfundar felast
einkum í einkarétti hans til þess að
selja verk sitt og birta það með
einhverjum hætti (með flutningi, sýn-
ingu útgáfu) gegn greiðslu. í þessu
felst, að engum öðmm aðila er heimilt
að nýta verk höfundar í fjárhagslegum
tilgangi án þess að hafa fengið til þess
sérstakt leyfi höfundarins með
samningi, sem að íslenskum rétti
getur verið hvort heldur sem er
munnlegur eða skriflegur. í þessu
sambandi er mikilvægt að hafa í huga
að höfundaréttur er talinn til
eignaréttar samkvæmt fræðikerfi
íslenskrar lögfræði. Ofangreindur
fjárhagslegur réttur höfundar er
framseljanlegur og geta slík framsöl
bæði verið í formi endanlegs afsals eða
takmarkaðs framsals t.d. hvað varða
tímalengdog landsvæði.
Þegar talað er um ófjárhagsleg rétt-
indi höfundar er átt við þau réttindi
sem einnig eru kölluð sæmdarréttur
(alþjóðlega heitið er “Droit Moral”,
enskt heiti “Moral Rights”) og taka til
þeirra réttinda höfundar sem verja
eiga sæmd hans, höfundaheiður og
höfundasérkenni. Nánar tiltekið er
skylt eftir því sem við á, að geta nafns
höfundar á eintökum verks og þegar
það er birt (nafnbirtingaréttur, auð-
kenningarréttur). Ennfremur er
óheimilt að breyta verki höfundar eða
birta með þeim hætti eða í því
samhengi að skert geti höfundaheiður
hans eða höfundarsérkenni. Réttindi
þessi eru óframseljanleg nema í
einstökum tilvikum sem skýrt skulu
tilgreind bæði hvað varðar tegund og
efni. Sæmdarréttur höfunda á rót sína
að rekja til þess að höfundaréttur er
einnig talinn til persónuréttar höf-
undarins, enda eru verk hans sprottin
af andlegri sköpun hans sem ein-
staklings. Eðli höfundaréttar sem
persónuréttar hefur einnig þá þýðingu
að fyrirtæki, félög, samtök og stofnanir
(ópersónulegir aðilar) geta aldrei talist
höfundar þó siíkir aðilar geti auðvitað
fengið fjárhagsiegan umráðarétt að
verkum með framsali frá höfundi.
í höfundalögum eru talin upp þau
verk sem teljast vernduð af höf-
undarétti, meðal þeirra eru kvik-
myndir. Hugtakið kvikmynd í höf-
undaréttti er skýrt mjög rúmt, það á
þannig við allar gerðir kvikmynda
hverju nafni sem nefnast, t.d. teljast
stuttar auglýsingamyndir til kvikmynda
í þessu sambandi. Ekki skiptir heldur
máli hvaða miðlunarform er notað,
þannig nær hugtakið yfir kvikmyndir á
filmu, myndbandi, geisladiskum og
yfirleitt til allra þeirra aðferða sem
skilað geta “kvikum” myndum.
Hverjir eru höfundar í
skilningi höfundalaga?
Höfundur að frumverki. Sá maður
telst höfundur verks sem skapar það.
Eins og áður sagði eru það einungis
einstaklingar sem talist geta höfundar
þar sem ópersónulegir aðilar skapa
Tómas Þorvaldsson
ekki verk. Gagnvart sönnunarreglum
er almennt sá maður talinn höfundur
verks sem nafngreindur er við birtingu
eða á eintökum þess með venjulegum
hætti. Þetta gildir einnig um höfunda
sem nota gervinöfn eða merki, þegar
almennt er vitað, hvað felst þar að baki.
Þessi regla á einnig við um fram-
leiðanda kvikmyndaverks. Hafi höf-
undur ekki verið nafngreindur skal
útgefandi koma fram fyrir hans hönd
uns annað kemur í ljós. Þannig er ljóst
að vilji einhver annar aðili en höfundur
eða útgefandi hans nýta sér ákveðið
verk með fjárhagslegum hætti verður
hann að ganga út frá því að einhver
höfundur sé því að baki, jafnvel þó að,
nafn höfundarins sé ekki þekkt, og til
höfundar verði viðkomandi að sækja
þann rétt sem hann vill nýta.
Höfundur að aðlögun verks.
Aðlagandi verks á höfundarétt að
viðkomandi verki í hinni breyttu mynd
þess. Hér er t.d. um að ræða þýðendur,
höfunda sem hafa aðlagað skáldsögu
að kvikmyndaformi - skrifað kvik-
myndahandrit eftir skáldsögu eða
öðrum verkum s.s. leiksviðsverki eða
ljóði. Réttur þessi er sama eðlis og
réttur frumhöfundar en nær þó
auðvitað til þeirra þátta hins aðlagaða
verks sem frá aðlaganda er kominn.
Hinsvegar getur aðlagandi ekki birt
verk sitt eða nýtt með öðrum hætti án
sérstaks leyfis frumhöfundarins.
Samhöfundar - sameign að
höfundarétti. í þeim tilvikum þar
sem tveir menn eða fleiri eru höfundar
að sama verki og framlög þeirra verða
ekki aðgreind hvert frá öðru sem
sjálfstæð verk eiga slíkir höfundar
saman höfundarétt að verkinu. Gott
dæmi um samhöfunda að kvikmynda-
verki er t.d. þegar handrit er samið af
tveimur mönnum og annar semur
einungis samtalstexta. Þegar um
samhöfunda er að ræða á sú regla við
gagnvart ráðstöfunarétti þeirra að
verkinu, að hvorugur getur gert
framsalssaminga án samþykkis hins.
Höfundar safnverka. Hér er um
það að ræða, að einn maður (eða
fleiri) setur saman verk sem saman-
stendur af verkum annarra (t.d.
ljóðasafn- antalogia) með þeim hætti
að telja verður framsetningu hans og
framlag fela í sér sjálfstæða andlega
4 Land & synir