Land & synir - 01.04.2001, Side 13

Land & synir - 01.04.2001, Side 13
hetjum íslendingasagnanna, þar sem svívirðileg morð, limiestingar, svik og prettir spretta af síðunum. í gamla testamenti Biblíunnar morar sömuleiðis allt í gegndarlausum óskapnaði en ekki minnist ég þess að sá gamli reyfari hafi verið bannaður innan sextán. Allt þótti þetta prýðilegt lesefni handa bömum og unglingum áður fyrr og þykir vonandi enn að einhverju leyti. Á undanfómum áratugum hafa þessi viðhorf þó verið á undanhaidi, í samræmi við sífellt aukna hólfaskiptingu samfélagsins. Nú á dögum em sér- stakar sögur fyrir börn og unglinga umfangsmikil starfsemi, hvort sem um ræðir bækur, kvikmyndir eða sjónvarpsefni og útgangspunkturinn sá að nálgun slíkra sagna þurfi að vera með viðeigandi hætti. Bamabókafræðingurinn Barbara Wall orðar það svona í bókinni Raddir barnabókanna: "Það er ekki hvað sagt er heldur hvernig það er sagt og við hvern sem ákvarðar hvort bók er barnabók eða ekki". Ekki skal ég mótmæla hinum pedagógísku fræðum að öðru leyti en því að vara við ofurtrúnni á hið jákvæða uppeldishlutverk. Það er ekki endilega hlutverk rithöfunda, kvikmyndahöfunda eða annarra sagnamanna að vera meðvitaðir uppalendur og boða góða siði. Hinn kunni barnasálfræðingur Bruno Bettelheim fjallar um hið ómetanlega gildi ævintýra fyrir tilfinningaheim bama í bók sinni "The Uses of Enchantment". Þar segir á einum stað (í lauslegri þýðingu): "Hin ríkjandi menningkýs að láta sem skuggahliðar mannsins séu ekki fyrir hendi, sérstaklega þegar kemur að börnum... Sú skoðun er útbreidd meðal foreldra að beina þurfi börnum frá því sem leitar mest á þau: hinum formlausa og órœða kvíða og hinum ráðvilltu ímyndunum þeirra sem oft einkennast af reiði og jafnvel ofbeldi. Margir foreldrar telja að börn eigi aðeins að hafa aðgang að hinum meðvitaða veruleika eða bjartri og fallegri sýn á tilveruna. En slík einhliða upplifun nœrir aðeins hugann á einhliða máta - og raunveruleikinn er ekki bara bjartur og fagur." Þau viðhorf sem Bettelheim talar um lýsa vantrú foreldra á getu barna sinna til að vinna úr þeim áhrifum sem sögur hafa á hugarheim þeirra. Vantrúin byggist á þeim ótta að þau nái ekki að skilja á milli veruleika og ímyndunar, auk þess sem hin djúpstæða þörf okkar fyrir að vemda afkvæmin frá vonsku heimsins spilar inní. Það segir svo sína sögu að ef foreldramir myndu rifja upp eigin æsku kæmi í ljós að barnið forðum taldi sig yfirleitt fært í flestan sjó og kallaði ekki allt ömmu sína. Silja Aðalsteinsdóttir heldur því fram í grein sinni "Bækur og bíó fyrir böm" sem birtist í bókinni "Heimur kvikmyndanna" að "sögur handa börnum geta sagt frá grimmilegum hlutum, órétt- lœti og ósanngirni foreldra, jafnvel ofbeldi og dauða, ef sambandið milli sögumanns ogþess sem hann talar við í textanum er náið og einlægt". Hún spyr einnig hvort hið sama gildi ekki um bíómyndir fyrir böm. Ég er ekki viss. í sjálfu sér er ekkert rangt við að nálgast hlutina svona en á málinu em fleiri hliðar. Sú nálgun sem Silja talar um verður auðvitað að koma að innan - vera sannfæring þess sem segir söguna. Hinsvegar er ekki hægt að tala um þetta sem einhverskonar sjálfkrafa skyldu. Við þurfum líka að gefa börnum kost á að synda yfir djúpu laugina án sundkútsins, glíma sjálf við bæði innri og ytri vanda án þess að horfa stöðugt yfír öxlina á þeim. Þarna þarf auðvitað að þræða meðalveginn vandrataða en ábyrgð foreldra getur ekki falist í því að vernda börn sín frá öllu illu, heldur frekar að búa þau sem best undir að takast á við tilvemna eins og hún kemur fyrir. Líkt og gömlu ævintýrin er kvikmyndin fyrst og fremst staðgengill fyrir heim langana okkar og væntinga. Þessar langanir og væntingar em ekki endilega alltaf göfugar. Kvikmyndinni er skylt að sýna okkur hið innra landslag manneskjunnar, hvernig henni líður og hvað hún gerir til að komast af í tilverunni. Kvikmyndir eiga fyrst og fremst erindi við það sem býr í hjartanu, drauma okkar en einnig martraðir, vonir okkar og ekki síður ótta. Krafan um sannsögli Annað atriði sem oft virðist þvælast fyrir mörgum er að gera samasem merki milli þess sem maður sér og þess sem er. Okkur hættir jú öllum til að trúa því sem við sjáum. Sérstaklega em böm talin ofur móttækileg fyrir þessu og því er afar áberandi krafan um að þeim sé sagt satt og rétt frá, bæði í siðferðilegum efnum, en ekki síður þegar kemur að efni sem byggir á sögulegum heimildum. "Kvikmyndin er sannleikur 24 ramma á sekúndu" sagði Godard einhverntímann en þessi ögrandi staðhæfing er ekki öll þar sem hún er séð. Hún er fyrst og fremst tilfmningalegs eðlis enda hitta lifandir myndir okkur yfirleitt þar fyrir. Þessvegna er krafan um sannsögli í kvikmyndum svolítið annkanaleg. Fyrir fjórum árum varpaði forseti íslands fram þeirri hugmynd að gera kvikmynd um Vínlandsfund íslenskra víkinga í stíl við Disneymyndina Pocahontas. Varð þetta til þess að draga fram þann alltof algenga misskilning inní opinbera umræðu að kvikmyndir og veruleikinn hafi eitthvað með hvort annað að gera. Þannig fundu menn að þeirri hugmynd forsetans að láta Snorra Þorfinnsson gegna hlutverki aðalsöguhetjunnar því hann hafi ekki verið nema nokkurra vetra þegar víkingamir sneru heim á leið og pössuðu sig á segja engum hvað þeir fundu. Illugi Jökulsson, þá pistlahöfundur á Rás 2 Útvarpsins, blandaði sér í umræðuna á þessum tíma og benti á að samjöfnuður við Disneymyndina Pocahontas væri vægast sagt óheppilegur því sú mæta kona hafi verið lítil, sköllótt og ófríð en ekki sú fegurðardís sem birtist í samnefndri mynd. Ennfremur hafi John Smith verið hinn versti fantur og illmenni í raunveruleikanum en alls ekki eðalmenni bíómyndarinnar. Mátti skilja á pistla- höfundinum að þessar grófu afbakanir afhjúpuðu blekkingarvef Hollywood og að forða bæri íslenskri menningararfleifð frá vanhelgun í höndum slíkra trúleysingja. Nú er kvikmyndin Pocahontas ekkert sér- staklega vel heppnuð en ástæðan er ekki skeyt- ingarleysi um "sannleikann", heldur einfaldlega sú að hún er frekar daufleg. Hún er gerð í anda hins pólitíska rétttrúnaðar sem nú er áberandi í hugmyndaheimi Vesturlanda og verður stundum til að gera lítið úr þeim málstað sem barist er fyrir, með kjánalegri upphafningu. Pocahontas er engu að síður ágæt heimild - kannski ekki um landnám Ameríku heldur frekar um ákveðna hugmyndastrauma í okkar samtíma. Fyrir höfundum myndarinnar vakti ekki að segja kórrétt frá atburðum löngu Iiðinna tíma heldur að skemmta áhorf- endum með því að höfða til til- finninga þeirra. Á nákvæmlega sömu forsendum ber að skoða hina ágætu hugmynd forsetans. Auð- veldlega er hægt að sjá fyrir sér gott kvikmyndarefni í leiðangri íslenskra víkinga til Vínlands. En ef mynd þessi ætti að vekja áhuga nokkurs manns yrði hún að sjálfsögðu að lúta dramatískum lögmálum en ekki sagnfræðilegum "staðreyndum". Gildir þá ekki lögmálið um að hafa skyldi það sem sannara reynist, heldur frekar hitt - að láta "staðreyndimar" ekki þvælast fyrir góðri sögu. Megintilgangurinn með gerð svona myndar getur aldrei falist í "landkynningu" eða "sögu- fræðslu" eins og ýmsir héldu fram í umræðunum sem fram fóru um þessa hugmynd, heldur aðeins í skemmtilegri og spennandi frásögn sem á erindi við fólk vegna þeirra eiginleika sinna. Þetta með muninn á hinum rituðu heimildum og Hollywoodmyndinni er sjálfsagt hárrétt hjá Illuga Jökulssyni, en samanburður hans var einfaldlega útí hött og kom málinu alls ekkert við. í orðum hans felst nefnilega sú þreytulega forsjárhyggja að kvikmyndir eigi að gegna einhverskonar sagnfræðilegu og mórölsku upp- eldishlutverki gagnvart bömum og fákunnandi. Þetta er því miður landlæg plága hér sem víðar. Af sama meiði er hið lífseiga nöldur um tengsl milli ofbeldis í kvikmyndum og aukinnar ofbeldistíðni hjá börnum og unglingum. Afturhaldssinnaðir stjómmálamenn og svipað þenkjandi álitsgjafar hafa spilað þá slitnu plötu lengi, gjarnan til að forðast að tala um það sem máli skiptir, þ.e. ábyrgð þeirra sjálfra og uppalenda. Kvikmyndir em þeim stundum hentugur blóraböggull, nokkurskonar tálbeita til að draga athygli almennings frá hinum raunvemlegu orsökum. Þessi viðhorf, um tengsl ofbeldis og ofbeldis- mynda, krauma stöðugt undir niðri og blossa upp með reglulegu millibili. Nú síðast í tengslum við forsetakosningamar í Bandaríkjunum, ffrh á bls. I4t r — — — — — — — — — — — — 1 Ekki skal ég mótmæla hinum pedagógísku ■ fræöum að ööru leyti en því að vara viö | | ofurtrúnni á hið jákvæöa uppeldishlutverk. | I Þaö er ekki endilega hlutverk rithöfunda, I kvikmyndahöfunda eða annarra sagna- manna að vera meðvitaðir uppalendur og boða góða siði. Land & synir 13

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.