Víkurfréttir - 28.03.2018, Blaðsíða 16
16 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM miðvikudagur 28. mars 2018 // 13. tbl. // 39. árg.
Undanfarin ár hafa þau Jane Petra Gunnarsdóttir og Elentínus Guðjón Mar-
geirsson búið ásamt börnum sínum í Montréal í Kanada. Ástæða búferla-
flutninganna var starf sem Elentínusi bauðst þar og ákváðu þau að stökkva
á tækifærið til að prófa eitthvað nýtt, enda Montréal heillandi og fjölþjóðleg
menningarborg.
„Við settumst að í hverfi sem heitir
Westmount. Westmount er í raun
eigin borg inni í miðri Montréal. Hún
var eitt sinn hluti af Montréal en er
nú aðskilið bæjarfélag. Krakkarnir
fóru öll í sama skóla til að byrja með,
Roslyn Elementary. Þegar vorönn
lauk útskrifaðist Lárus Logi þaðan
og fór því næsta vetur í Westmount
High School. Það var enskumælandi
skóli en franskan kennd nokkrum
sinnum í viku. Hugrún Lea lærði einn-
ig frönsku í skólanum en hjá Júlían
Breka fór kennslan fram á frönsku
hálfan skóladaginn en ensku hinn
helminginn,“ segir Jane, en Montréal
er næst stærsta frönskumælandi borg
heims á eftir París.
Vann hjá IATA
Starf Elentínusar var hjá IATA, al-
þjóðasamtökum flugfélaga, en þau
eru með höfuðstöðvar sínar staðsettar
í Montréal. Samtökin eru uppbyggð
af 280 flugfélögum víðsvegar um
heiminn. Starfið fólst í umsjón með
vinnuhóp sem hafði það markmið
að samræma væntingar leigusala og
leigutaka þegar kemur að leigu á flug-
vélum og lagði hans hópur áherslu á
staðla þegar kemur að færslu á tækni-
gögnum milli aðila.
Ferðaskrifstofa Jane Petru
Jane sá um börnin og heimilið og
ákvað síðasta veturinn sem þau
bjuggu í Montréal að skrá sig í fjar-
nám frá Háskóla Íslands til þess að
klára BS gráðuna sína í íþróttafræði.
„Ég var mjög dugleg að æfa, fór á
frönskunámskeið, var sjálfboðaliði í
skóla barnanna, var í tveimur bóka-
klúbbum og var dugleg að hitta vin-
konur mínar í „brunch“ og hádegis-
mat. Einnig gekk ég til liðs við samtök
sem heita LESA (Local Expatriate
Spouse Association). Í þessum sam-
tökum kynntist ég mörgum frábærum
konum sem eru mjög góðar vinkonur
mínar í dag. Svo grínaðist ég alltaf
með það að ég væri að reka ferða-
skrifstofu Jane Petru því við vorum
svo einstaklega heppin að fá fullt af
fjölskyldumeðlimum og vinum til
okkar í heimsókn og fannst mér mjög
gaman að sýna þeim borgina og ná-
grenni hennar,“ segir Jane.
Prófuðu jóga, badminton og
jiu jitsu
Krakkarnir stunduðu fótbolta, körfu-
bolta, breikdans og fimleika fyrir
utan skólann. „Fótboltinn var mest
yfir sumarið og þurftu drengirnir að
fara á úrtökuæfingar til að mega æfa
með hverfisliðinu. Báðum gekk þeim
vel og voru þrjú sumur með liðinu í
Westmount. Lið Lárusar Loga vann
til að mynda sinn riðill fyrsta sumarið
hans og vannst úrslitaleikurinn eftir
vítaspyrnukeppni. Hugrún Lea var í
fimleikum á veturna hjá félagi sem
heitir Gadbois og Lárus Logi komst
þriðja árið okkar úti í körfuboltalið
skólans í sínum aldursflokki. Í Ros-
lyn var hægt að borga aukalega fyrir
krakka til að vera í tómstundum í
hádeginu eða strax eftir skóla allan
veturinn. Við nýttum okkur þetta og
lærðu krakkarnir m.a. jóga, badmin-
ton og jiu jitsu,“ segir Jane.
Hvernig var fyrir krakkana að að-
lagast í nýju landi?
Krökkunum gekk nokkuð vel að að-
lagast en þetta reyndi samt alltaf á
og það komu reglulega upp tímabil
sem okkur langaði hreinlega að gefast
upp og flytja með þau heim til Íslands.
En okkur fannst mjög mikilvægt að
gefast ekki upp og sýna krökkunum
að lífið væri ekki alltaf auðvelt. Til
að gera þetta auðveldara fyrir þau
vorum við mjög dugleg að nýta helg-
arnar í samveru með þeim, við vorum
alltaf að gera eitthvað skemmtilegt
um helgar og vonandi munu þau
aldrei gleyma þessum tíma sem við
áttum öll saman í Kanada.
Hvað fannst ykkur ólíkt því sem þekk-
ist á Íslandi?
Stærsti munurinn á þessum tveimur
löndum er hversu fjölþjóðlegt Kanada
er og hve Kanadabúar eru opnir því
að kynnast nýbúum landsins. Hverfið
sem við bjuggum í var mjög fjölþjóð-
legt og það sem kom sérstaklega á
óvart var hversu margt fólk var þarna
í sömu sporum og við, þ.e.a.s. hafði
flutt þangað tímabundið vegna vinnu.
Í bekkjunum hjá krökkunum var
kannski helmingurinn Kanadabúar
og svo voru þetta börn alls staðar að
úr heiminum, t.d. Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Mexíkó, Suður-Kóreu, Sví-
þjóð, Ástralíu og Sádí-Arabíu. Einnig
fannst mér ótrúlegt hve mörg tungu-
mál fólk talaði, það voru flestir sem
töluðu tvö til fjögur tungumál. Fólk
var opið fyrir því að kynnast nýju
fólki og var það virkilega ánægjulegt
og eignuðumst við marga góða vini.
Montreal er mikil menningarborg,
voruð þið dugleg að nýta ykkur það?
Haustlitirnir í Montréal
töfrum líkastir
Ég var mjög dugleg að
æfa, fór á frönskunám-
skeið, var sjálfboðaliði
í skóla barnanna, var í
tveimur bókaklúbbum
og var dugleg að hitta
vinkonur mínar í
„brunch“ og hádegismat.