Fréttablaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 30.04.2018, Blaðsíða 51
30. apríl 2018 Tónlist Hvað? Helgi Björns – International Jazz Day Hvenær? 20.00 Hvar? Bryggjan Brugghús, Granda- garði Í dag, á alþjóðlega djassdaginn, mun Helgi Björnsson koma fram ásamt einvala liði og syngja nokkra af sínum uppáhaldsstan- dördum. Þetta er partur af dag- skrá djassdagsins, en tónleikar fara fram um allan bæ. Óhætt er að lofa funandi sveiflu og ekki má gleyma því að það er frídagur daginn eftir. Hvað? Burtfarartónleikar Ingibjargar Erlu Þórhallsdóttur söngkonu, MÍT Hvenær? 20.00 Hvar? Tónlistarskóli FÍH, Rauðagerði Burtfararprófstónleikar Ingibjarg- ar Erlu Þórhallsdóttur söngkonu frá MÍT, Menntaskóla í tónlist, verða haldnir í sal Tónlistarskóla FÍH, Rauðagerði 27, mánudaginn 30. apríl kl. 20. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega vel- komnir. Hvað? Alþjóðlegi djassdagurinn á Múlanum – ASA Tríó & Jóel Pálsson Hvenær? 21.00 Hvar? Harpa Á tónleikum Múlans á Alþjóðlega djassdeginum kemur fram ASA Tríó ásamt Jóel Pálssyni saxófón- leikara. ASA tríó hefur verið ein af uppistöðuhljómsveitum Íslands- djassins undanfarinn áratug og hefur gefið út tvo hljómdiska auk tveggja tónleika sem þeir félagar hafa gefið út sem netút- gáfur. Tríóið hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytta og stundum óvænta efnisskrá. Nú mæta þeir með góðan gest; Jóel Pálsson, einn af fremstu saxófónleikurum þjóðarinnar og saman munu þeir fagna deginum með skemmtilega blöndu eigin laga og annarra. Viðburðir Hvað? Málstofa um erfiðleika og endurskipulagningu banka í Evrópu Hvenær? 15.00 Hvar? Seðlabankinn Málstofa um erfiðleika banka í Evrópu og endurskipulagningu þeirra verður haldin mánudaginn 30. apríl, klukkan 15.00. Frummæl- andi verður Małgorzata Iwanicz- Drozdowska prófessor sem kennir við Warsaw School of Economics. Málstofan verður haldin í húsnæði Seðlabankans, í fundarherberginu Sölvhóli á fyrstu hæð. Gengið er inn frá Arnarhóli. Hvað? Hjartað slær enn í Færeyjum Hvenær? 17.15 Hvar? Borgarbókasafnið, Spönginni Sif Gunnarsdóttir er nýflutt heim eftir fimm ára dvöl í Færeyjum og ætlar að reyna að útskýra hvers vegna hluti af hjarta hennar varð eftir í Færeyjum og af hverju henni finnst að allir verði betri menn af því að skreppa þangað í heimsókn. Hvað? Japanskt viskísmakk Hvenær? 19.00 Hvar? Dillon, Laugavegi Nokkur japönsk viskí verða smökkuð á Dillon í dag. Sýningar Hvað? Eitt leiðir af öðru og öðru og öðru Hvenær? 12.00 Hvar? Listasalur Mosfellsbæjar Ásgeir er ungur listamaður sem notar iðnaðarefni í myndlist sinni og eru verkin á þessari sýningu úr PVC-rafmagnseinangrunarteipi Helgi Björns tekur djassstandarda á Bryggjunni í kvöld. fréttaBlaðið/anton Brink Sif Gunnarsdóttir fjallar um dvöl sína í færeyjum. Hún er nýflutt heim þaðan en skildi þó hjartað eftir. fréttaBlaðið/VilHelm Hvað? Hvenær? Hvar? Mánudagur Hvar@frettabladid.is eingöngu. Titill sýningarinnar vísar í vinnuferli Ásgeirs en hann gerir tilraunir með efnivið þar sem eitt leiðir af öðru þar til smám saman verður til safn verka sem tala saman. Þráhyggjukenndar endurtekningar einkenna sömu- leiðis verk Ásgeirs og það gefur þeim einstakt yfirbragð aga og reglufestu sem er í beinni mótsögn við „flippaða“ efnisnotkunina. Hvað? Þriðja kryddið: myndlistar- sýning Prins Póló Hvenær? 15.00 Hvar? Gallerí Port, Laugavegi Tónlistarbóndinn Prins Póló efnir til listsýningar í Galleríi Port í til- efni af útgáfu plötu sinnar Þriðja kryddið. Prinsinn sýnir meðal ann- ars veggspjöld unnin út frá hug- myndum sem lögin færðu honum á silfurfati – eftiráséð kannski – auk þess verða ljósmyndir af nokkrum helstu póstunum í upp- vexti prinsins. Sem sagt – bland í poka. Grimm sjoppa. Hvað? Mokkaland Hvenær? 09.00 Hvar? Mokka-kaffi, Skólavörðustíg Andvaka, þunglynt, öfundsjúkt eða dautt fólk flækist um í litríkum heimi. Tilgangsleysið er algjört og hvorki ástin né ríkidæmi geta bjargað því. Hvað? Haltu kjafti og vertu sæt – hannyrðapönkssýning Hvenær? 18.00 Hvar? Kex hostel, Skúlagötu Hannyrðapönk, e. craftivism, er ein tegund af andófi. Það er sett saman úr orðunum craft og activism = craftivism. Betsy Greer hefur verið nefnd guðmóðir hannyrðapönks- ins en, eins og hún segir sjálf, hefur handverk verið notað sem andóf í gegnum aldirnar. Sigrún Braga- dóttir sýnir verk. HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 Doktor Proktor & Prumpuduftið 18:00 Doktor Proktor & Tímabaðkarið 18:00 Adam 18:00 The Workshop 20:00, 22:00 You Were Never Really Here 20:00, 22:15 A Gentle Creature 20:00 Hleyptu Sól Í hjartað 23:00 Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 19m Á n U D A g U R 3 0 . A p R í L 2 0 1 8 3 0 -0 4 -2 0 1 8 0 4 :2 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F A 0 -B 8 0 8 1 F A 0 -B 6 C C 1 F A 0 -B 5 9 0 1 F A 0 -B 4 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 9 _ 4 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.