Morgunblaðið - 15.09.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.2017, Qupperneq 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 Á rið 1924 hittust þau Eric Kent og Dorothy Curwen en bæði störfuðu þau á Savile Row, hinni nafntoguðu götu í London hvar færustu klæð- skerar borgarinnar halda til. Þau felldu hugi saman og ákváðu að hefja saman búskap og rekstur. Með skynsemina að vopni byrjuðu þau smátt og fyrirtæki þeirra, Kent & Curwen, stofnað 1926, einbeitti sér að hönnun og framleiðslu hágæða hálsbinda til að byrja með. Gæðin spurðust þó fljótt út og þremur árum síðar sá fyrirtækið tveimur af frægustu háskólum Bretlandseyja, Cam- bridge og Oxford, fyrir hálsbindum. Háskólar, herinn og ... krikket Vegur litla fyrirtækisins hélt áfram að vaxa og árið 1930 notuðu allar herdeildir breska hersins hálsbindin frá Kent & Curwen. Skötuhjúin gátu loks leyft sér þann munað að ganga í það heilaga árið 1932, og það sem meira er, þau höfðu ráð á því að festa kaup á prjóna- verksmiðju sem staðsett var í London. Þar með gátu þau fært út kví- arnar út fyr- ir háls- bindin, og ekki leið á löngu áður en frá þeim kom nýj- ung sem ekki hafði sést áður – krikket- peysur. Peys- urnar vöktu strax athygli enda gull- fallegar. Það sem þá var nýjung er í dag sígild hönnun – hvít peysa með kað- laprjóni á framhlið- inni og dimmbláu V-hálsmáli – og er notuð sem sígild tískuvara langt út fyrir iðkun krikkets. Alla leið í Ósk- arsverðlaunin Næstu áratugina hélt Kent & Cur- wen áfram að vaxa og varð vinsælt meðal Hollywood-leikara og þotuliðsins í Evr- ópu. Michael Caine, meðlimir Rolling Stones og fleiri klæddust merkinu og árið 1981 má segja að það hafi slegið í gegn á hvíta tjaldinu þegar merkið lagði til íþróttafatnað með klassísku yfirbragði til kvikmyndarinnar Chariots of Fire; myndin hreppti fern Ósk- arsverðlaun, þar á meðal sem Besta mynd ár- ins og Bestu búningar, vel að merkja. Ári síð- ar varð Kent & Curwen opinber samstarfsaðili Wimbledon-mótsins í tennis. Nýjar verslanir voru opnaðar, meðal annars á Rodeo Drive í Beverly Hills. Endurreisn með Beckham Síðan tóku við kyrrlátari ár, þar sem merk- ið átti undir högg að sækja. Hvorki grunge- tíska 10. áratugar síðustu aldar né heldur neo-tech stíll fyrstu ára 21. aldarinnar virt- ust sérstaklega áhugasöm um klassískan fatnað innblásinn af íþróttum. En hagurinn vænkaðist loks á ný árið 2015 þegar ekki minni maður en David Beckham gekk til liðs við Kent & Curwen sem „Brand Am- bassador“, hug- myndasmiður og síðast en ekki síst, hluthafi. Síðastliðið vor, tæpri öld eftir að fyr- irtækið var stofnað, er Kent & Curwen komið á sinn stað aftur, á heimavöll hins enska hágæðafatnaðar við Savile Row í London. Enn í dag sjást áhrifin frá því í árdaga merkisins því krikket, rugby og herinn endurspeglast greinilega í einstaka flíkum í nýjustu línu merkisins. Framtíðin virðist björt fyrir Kent & Curwen enda hefur fátt klikkað sem David Beck- ham hefur lagt lag sitt við til þessa. jonagnar@mbl.is Beckham, Kent & Curwen Það er kunnara en frá þurfi að segja að fyrrverandi knattspyrnukappinn David Beckham er með helstu áhrifavöldum síðustu ára þegar kemur að tísku og stíl herramanna. Þegar út spurðist að hann væri orðinn meðeigandi í fornfrægu ensku fatamerki vakti það því verðskuldaða athygli. Fatamerkið sem um ræðir er nefnilega ekki síður áhugavert. Herrar Beckham og Daniel Kearns, aðalhönnuður og listrænn stjórnandi Kent & Curwen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.