Morgunblaðið - 15.09.2017, Síða 9

Morgunblaðið - 15.09.2017, Síða 9
mann og Ólafur Arnalds er. Hér hafa menn komið auga á eitthvað, svo mikið er víst. Sölvi glottir út í annað við þessar pælingar blaðamanns en setur svo upp yfirvegað fas fagmannsins. „Ég er nú bara auðmjúkur gagnvart þess- ari nafnbót enda til miklu flinkari hagfræð- ingar en ég, bæði í akademíunni og eins á fjármálamarkaðnum, svo því sé haldið til haga. En nei, ég myndi aldrei ana að nein- um svona fjárfestingarákvörðunum, hvorki þessari né neinni annarri. En á einhverjum tímapunkti sannfærðist ég um að streymið væri ekki bara framtíð tónlistarútgáfu held- ur líka framtíðin í allri miðlun á efni, hvort sem það er sjónvarpsefni, bíómyndir eða jafnvel bækur. Þegar maður hefur sannfærst um þetta þá er eins og það opnist fyrir manni nýr heimur af möguleikum. Þetta er eitthvað sem gæti vaxið um 20 prósent á milli ára, en gæti líka vaxið um 900 prósent á milli ára. Þetta er bara svo opin bók í augnablikinu og ef við horfum bara á kata- lóginn sem við eigum í augnablikinu þá finn- ast mér möguleikarnir vera óþrjótandi, í því hvernig má nýta það efni. Það er náttúrlega það sem er á endanum að reka mig til að fást við þetta, en um leið ást á þeim menn- ingarverðmætum sem þarna eru og leiðir til að nota þau til að fjármagna ný menning- arverðmæti og veita stuðning til nýrra tón- listarmanna. Það er enginn sem veit betur en ég hvað það er erfitt að vera nýr tónlist- armaður,“ bætir Sölvi við og brosir. „Það er bara stanslaus höfnun og stress og óöryggi því þú ert að leggja allt undir. Ég er búinn að smakka á þessu öllu saman og veit hversu dýrmætt það er að fá stuðning á þessum viðkvæma tímapunkti. Ég var svo heppinn að fólk var tilbúið að hlusta á mig og gefa mér og minni músík séns; núna finnst mér rétt að ég gefi það sama til baka til handa yngri tónlistarmönnum sem eru að reyna að koma sér á framfæri.“ Eðlilegt að þróast áfram sem einstaklingur Eins og Sölvi segir sjálfur frá tók hann „svala“ U-beygju í sínu lífi árið 2004 þegar Quarashi hætti. Hann ákvað í framhaldinu að setjast á skólabekk og læra ákveðna hluti sem honum fannst hann ekki nægilega sterkur í. „Ég kom úr máladeild í MR og vantaði ákveðna stærðfræði til að geta hafið nám í hagfræði. Þess vegna skráði ég mig í kvöldskóla í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og djöflaðist þar heilt sumar, þrjú kvöld í viku, til að klára þessa áfanga sem mig vant- aði.“ Nokkrum árum síðar er okkar maður orðinn sprenglærður hagfræðingur með meistaragráðu. En hvernig er það, missa svona bransagaurar ekki allt „street-cred“ við það að setjast á skólabekk og skipta hettupeysum og Dickies-buxum út fyrir jakkaföt frá hinum sænska J Lindeberg? Sölvi kímir við tilhugsunina. „Jújú, margir hafa svosem alveg furðað sig á því,“ segir hann, brosir við og sötrar kaffið. „Ég hef al- veg heyrt fólk spyrja mig að því hvað ég sé að gera í þessum jakkafötum og svona. Það er þó minna og minna í seinni tíð. Ég segi bara að ef þú ert alveg í sömu sporum þegar þú ert fertugur og þú varst þegar þú varst nítján, tja … það er allavega vegferð sem ég kýs ekki fyrir mig. Ég er bara þannig að ég verð að fá nýjar áskoranir í lífinu í stað þess að hjakka í sama farinu. Fyrir mér var mjög náttúrlegt að fara í skóla, foreldrar mínir eru menntafólk og ég hef aldrei efast um að það var frábær ákvörðun.“ Sölvi hugsar sig um stutta stund og tek- ur svo til máls á ný. „Við lifum miklu lengur nú til dags en áð- ur og það þykir núorðið bara sjálfsagt og eðlilegt að hafa fleiri en einn „career“, og þessi gamla hugsun að þú veljir þitt starf þegar þú ert nítján og haldir þig á þeirri hillu þangað til þú ert sjötugur, hún er á undanhaldi, held ég.“ Tímarnir breytast og fötin með En hvernig gerðist þessi umbreyting, og á hversu löngum tíma? Settist Sölvi dag einn á háskólabekk og varð undireins snyrtilega klæddur ungur maður? Sölvi skellir upp úr við tilhugsunina. „Við [strák- arnir í Quarashi] vorum mjög mikið í Fresh Jive, Stüssy, Dickies, og seinna í Carhartt, mjög mikið í því, og Adidas. Sko, þetta var í rauninni ekki mjög flókið í þá daga. Árið 1992 fékk ég plötu í hendurnar sem heitir Check Your Head með Beastie Boys, og framan á þeirri plötu er mynd af þeim þre- menningum sitjandi á gangstéttarbrún. Þeir eru snoðaðir, þeir eru í Adidas Cam- pus-strigaskóm – sem er hætt að framleiða, nú fást bara Gazelle (innsk.blm. Þvílíkt namedrop, og sjá, þar small allt street-cred inn aftur, sisona!) – svo ég fór bara til rak- arans míns á Vesturgötunni og lét snoða mig, pantaði mér Adidas Campus-skó frá útlöndum í gegnum vin með tengsl inn í flugið, og reddaði mér svo Stüssy-bol í Xtra búðinni á Laugaveginum. Þetta var „overn- ight transformation“ á mér. Þegar ég var í kringum þrítugt varð svo önnur svona um- breyting á mér, þó hún hafi tekið meiri tíma. Þá var ég við meistaranám í Svíþjóð og á einhverjum tímapunkti náði ég tökum á jakkafötunum. Þau eru svona aðeins meira lærður klæðnaður, getum við sagt. Ég skal bara alveg viðurkenna það,“ segir Sölvi og hlær við. „Ég reyni að halda mig við jakkaföt sem gera mig ekki eldri. Það er svolítið trikk því sum jakkaföt gera mann ellilegri,“ bætir hann við. „Chelsea boots við fötin og þá er maður sáttur. En þetta er ekki lengur einhver vinnubúningur. Svona klæði ég mig bara í dag,“ segir Sölvi og hellir í sig dreggjunum úr kaffibollanum. Framundan er seinni hálfleikur dagsins hjá, við starf sem Sölvi lítur á sem forréttindi og gjöf í senn. Það er einhvern veginn svona sem maður á að haga hlutunum; gera það sem maður elskar svo maður elski það sem maður gerir að staðaldri. hagfræðingur Morgunblaðið/RAX Framtíðin Sölvi Blöndal: „Á einhverjum tímapunkti sann- færðist ég um að streymið væri ekki bara framtíð tónlist- arútgáfu heldur líka framtíðin í allri miðlun á efni, hvort sem það er sjónvarpsefni, bíó- myndir eða jafnvel bækur.“ Morgunblaðið/RAX U-beygja Árið 2004 sagði Sölvi skilið við tónlistina og settist á skólabekk. Hættur Sölvi á tónleikum með Quarashi. Hljómsveitin naut gríðarlegra vinsælda en Sölvi hefur engu að síður lagt eigin tónlistarferil á hilluna í dag. FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 MORGUNBLAÐIÐ 9

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.