Morgunblaðið - 15.09.2017, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2017 MORGUNBLAÐIÐ 11
„Það er langskemmtilegast að
koma hingað og hér færðu bestu
klippinguna,“ svarar Daði án þess að
hugsa sig um eða blikka auga. Hann
heldur þó ekki andlitinu lengi og
skellir upp úr. „Nei, án gamans. Það
er mjög gaman að koma hingað.“
Grjóni kinkar kolli. „Við vorum líka
fyrsta stofan til að bjóða kúnnunum
okkar að fá sér drykk meðan við er-
um að klippa eða raka. Þú getur líka
pantað þér mat hingað ef þú vilt. Það
er enginn annar með það.“ Halli bæt-
ir við að þeir séu eina stofan á Lauga-
veginum sem býður upp á gamaldags
mafíurakstur með straight-edge rak-
hníf og heitum bakstri.
Enn er þó einn stærsti kosturinn
ótalinn og hann er sá að Barber er að
líkindum eina stofan þar sem við-
skiptavinurinn snýr út að glugganum
svo hægt er að virða fyrir sér litríkt
mannlífið á Laugaveginum. „Það ljær
stofunni smá stórborgarbrag, finnst
mér, fyrir utan að mannlífið sem hér
fer hjá á hverri sekúndu er algert
bíó.“ Halli skýtur inn í að bekkurinn
handan götunnar og þeir sem þar
staldra við séu algengt myndefni á
Snapchat-reikningi þeirra félaga.
„Það eru margar skrýtnar skrúfur
hér í miðbænum. Við erum að sýna
lókalinn, mannlífið sem sést ekki í
túristabæklingunum.“
Klippa og lita stelpur líka
Þó að Barber sé rakarastofa í orði
kveðnu og starfsmennirnir allir brim-
andi karlmenni þá þjónusta þeir döm-
urnar að sama skapi, klippa þær og
lita og hvað sem vera skal. „Það koma
hingað stelpur, ákveðinn hópur af
þeim, jafnvel þótt það sé óttaleg
hrútalykt hérna,“ segir Grjóni og
hlær við. „En þær fíla það. Þeim
finnst þetta skemmtileg stofa og hafa
gaman af því að sjá í hvernig um-
hverfi betri helmingurinn þeirra lifir
og í hvað hann sækir.“ Grjóni bendir
á að annað sem kúnnarnir kunni að
meta sé að þeir félagar koma bara til
dyranna eins og þeir eru klæddir.
„Við tölum eins og við viljum, fíflumst
eins og við viljum og þannig er það
bara. Það er það sem ljær stofunni
svona alvöru barbershop- fíling.“
Viðkoma á leiðinni á djammið
Kúnnarnir eru á öllum aldri og
Grjóni nefnir sérstaklega konu sem
komin er vel á níræðisaldur. „Hún
kemur til okkar í klippingu og strípur
og blástur. Það koma allir hingað og
þannig viljum við hafa það. Þess
vegna kemur fólk til okkar seinni
partinn þegar það er á leiðinni á
djammið og stoppar í einn drykk, þó
það sé ekki að koma í klippingu. Hér
er bara gaman að vera og oftast
myndast hérna ferlega gott partí.
Hingað koma líka heilu vinahóparnir,
kannski 5-6 saman, panta sér klipp-
ingu og drykk með. Svo fara þeir ekki
fyrr en þeir hafa pantað næsta tíma
fyrir hópinn.“ Grjóni lítur upp frá
miðri klippingu: „Við eigum bestu
kúnnana, það er bara svoleiðis,“ segir
hann. Ég tek það sumpart til mín því
röðin er komin að mér að setjast í
stólinn hjá Daða.
jonagnar@mbl.is
instagram.com/barber_rakarastofa/
www.barber.is
Úrval Þó áherslan sé á herravörur þá eru allar dömur velkomnar líka.
Mafiurakstur Barber
er eina stofan á Lauga-
veginum sem býður
upp á gamaldags
mafíurakstur með
straight-edge rakhníf
og heitum bakstri.
Útsölustaðir:
• Hagkaup
• Verslun Guðsteins Eyjólfssonar - Laugavegi
• Herrahúsið - Laugavegi
• Karlmenn - Laugavegi
• Vinnufatabúðin - Laugavegi
• Fjarðarkaup – Hafnarfirði
• JMJ - Akureyri
• Bjarg - Akranesi
• Kaupfélag V-Húnvetninga
• Eyjavík - Vestmannaeyjum
• Skóbúð Húsavíkur
• Efnalaug Suðurlands - Selfossi
• Kaupfélag Skagfirðinga
• Verslun Haraldar Júlíussonar - Sauðárkróki
• Blómsturvellir - Hellissandi
• Efnalaug Vopnafjarðar
• Sigló Sport - Siglufirði
• Verslun Bjarna Eiríkssonar - Bolungarvík
• Verslun Grétars Þórarinssonar - Vestmannaeyjum 30ÁRA
RÚN
HEILDVERSLUN
run.is