Feykir


Feykir - 06.02.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 06.02.2014, Blaðsíða 3
05/2014 Feykir 3 Lesið í skóginn - tálgað í tré Farskólinn Um helgina hélt Skógræktin námskeiðið Lesið í skóginn – tálgað í tré á Sauðárkróki í samvinnu við Farskólann - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Þar kynntust þátttakendur því að tálga í ferskan við með ólíkum hnífum og öxum og lesa í form og eiginleika einstakra viðartegunda. Unnið var með skeftingu ýmiss konar áhalda, lært að kljúfa við, tálga smjörhnífa, steikarspaða, ausur og sleifar til heimilisnota. Notaður var viður úr birki, lerki, gljávíði, viðju, ösp, stafafuru, aski, körfuvíði, blágreni og sitkagreni. Úr þessu lærðu þátttakendur að vinna krúsir, skóhorn og ýmis konar snaga til nota innanhúss eða utan sem blómahengi, fata- hengi eða fyrir verkfæri eða áhöld. Sumir gerðu göngustafi og aðrir létu sköpunarand- ann koma sér í núvitund með því að láta efniviðinn ráða för. Konukvöld NFNV Kætin við völd Það ríkti mikil kátína á vel sóttu konukvöldi sem Nemendafélag FNV stóð fyrir á miðvikudaginn í síðustu viku. Stúlkur úr 10. bekk og Fjölbrautaskólanum fjölmenntu ásamt mæðrum og fleiri konum og skemmtu sér vel undir veislustjórn Siggu Klingenberg. Boðið var upp á óáfengan kokteil og léttar veitingar og einnig flutti Ása Svanhildur Ægisdóttir tónlistaratriði. Óhætt er að segja að Sigga hafi farið á kostum og hélt hún uppi feiknarstemmingu í salnum allan tímann. Gestir lögðu líka sitt af mörkum og tóku virkan þátt í fjörinu með Siggu, m.a. strákar úr stjórn nemendafélagsins sem voru einu karlmennirnir á svæðinu. /KSE Sigga Kling afhendir einum af gestum Konukvöldsins happdrættisvinning. Aflahornið 26. janúar - 1. febrúar 2014 Tæp 200 tonn að landi Í viku 5 var landað rúmum 84 tonnum á Skagaströnd, tæpum 14 tonnum á Hofsósi, 83 tonnum á Sauðárkróki og rúmum fjórum tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta um 185 tonn á Norðurlandi vestra, sem er um 40 tonnum minna en í síðustu viku. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Harpa HU-4 4.359 Alls á Hvammstanga 4.359 Alda HU-112 Landb.lína 15.430 Arney HU-36 Lína 17.097 Blær HU- Landb.lína 7798 Dagrún HU-121 Net 1.858 Guðmundur á Hópi Handfæri 18.808 Guðrún Petr. GK-107 Landb.lína 4.656 Háey ÞH-275 Lína 15.202 Lágey ÞH-265 Lína 5.536 Sæfari HU-200 Landb. lína 5.455 Alls á Skagaströnd: 84.840 Ásmundur SK-123 Landb.lína 5.113 Skáley SK-32 Landb.lína 8.581 Alls á Hofsósi 13.694 Hafborg SK-54 Þorskfisknet 3.057 Klakkur SK-5 Botnvarpa 75.678 Már SK-90 Rauðmaganet 739 Nona SK-141 Landb.lína 2.222 Vinur SK-22 Handfæri 1.849 Alls á Sauðárkróki 83.545 Útrás í Eyjafjörð og Borgarfjörð Vinaliðaverkefnið í Skagafirði Vinaliðaverkefnið, sem starfrækt hefur verið í skagfirskum skólum á annað ár, er nú í útrás. Árskóli á Sauðárkróki er móðurskóli fyrir verkefnið og hafa þeir Gestur Sigur- jónsson og Guðjón Jóhanns- son haldið leikjanámskeið víðsvegar um landið í tengsl- um við það. Á dögunum var haldið námskeið á Þelamörk sem m.a. var fjallað um á N4 og einnig var haldið nám- skeið í Borgarnesi. Báru námskeiðin bæði verkefninu og þeim félögum gott vitni, eins og sagt er frá á heimasíðu Árskóla. /KSE Heimsóttu Glaumbæ í tilefni Þorrans Þorrablót Varmahlíðarskóla var í fyrradag. Þá mættu allir í gamaldags fötum og voru þjóðlegir „ í húð og hár“, eins og segir á vef skólans. Þorralög voru sungin og þorramatur borðaður í hádeginu. Nemendur í 3. og 4. bekk heimsóttu einnig safnið í Glaumbæ í tilefni dagsins. „Þau ætluðu svo að snæða ramm- íslenskan súran, þurrkaðan, kæstan, saltan og hanginn mat í hádeginu. Alltaf er gaman að fá hresst fólk í heimsókn og ekki voru þau bangin við matinn sem var í vændum,“ segir á fésbókar- síðu safnsins, þaðan sem meðfylgjandi mynd er fengin. Nemendur Varmahlíðarskóla Þátttakendur voru tólf; úr Skagafirðinum, frá Skagaströnd og úr Langadal. Leiðbeinandi var Ólafur Oddsson, verkefnisstjóri LÍS. /KSE Ásta Ragnarsdóttir beitir öxi og hamri á námskeiðinu. Mynd: af heimasíðu Árskóla Nemendur úr 3. og 4. bekk Varmahlíðarskóla í heimsókn í Glaumbæ. Mynd: BSk. Í iðnkynningu í FNV Í nokkur ár hefur FNV boðið elstu nemendum grunnskól- anna á Norðurlandi vestra upp á helgarnám í iðnkynningu. Námið fer þannig fram að nemendur mæta tvær helgar yfir veturinn og fá innsýn í mismunandi iðnnám sem í boði er við skólann. Námið er síðan metið sem valgrein í grunn- skólunum. Nemendur fá einnig gistingu á heimavist FNV og kynnast því heimavistarlífinu af eigin raun. Um síðustu helgi voru nemend- ur úr 9. og 10. bekk Húnavalla- skóla í iðnkynningu og höfðu bæði gagn og gaman af. /KSE Nemendur Húnavallaskóla Nemendur úr MTR Þegar blaðamaður Feykis átti leið í Fljótin fyrir rúmri viku urðu á vegi hans nokkrir nemendur úr Menntaskólanum við Tröllaskaga. Dvaldi hópurinn á Bjarnargili í Fljótum við æfingar í ísklifri, klettaklifri, sigi og ýmsu því tengdu. Leiðbeinandi hópsins var Rúnar Gunnarsson. Fram kemur á heimasíðu MTR.is að þau hafi fengið góðar móttökur á Bjarnargili og að þau hafi notað laugardaginn í að klifra, síga og ýmislegt fleira. /KSE Æfðu klifur og sig í Fljótum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.