Feykir


Feykir - 21.08.2014, Side 6

Feykir - 21.08.2014, Side 6
6 Feykir 31/2014 Sigur á Haukastúlkum 1. deild kvenna : Tindastóll - Haukar 2-0 Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli tók á móti liði Hauka á Sauðárkróksvelli sl. sunnudag. Markalaust var í hálfleik en Hrafnhildur Björnsdóttir kom Tindastóls- stúlkum yfir með marki á 47. mínútu. Ólína Sif Einarsdóttir bætti svo við öðru marki fyrir Tinda- stól á 67. mínútu. Kristján Guð- berg Sveinsson þjálfari Hauka- stúlkna fékk svo að líta rauða spjaldið á 75. mínútu og var sendur upp í stúku. Lokatölur 2-0 fyrir Tindastólsstúlkum. Tindastólsstúlkur eru nú 5. sæti riðilsins með 18 stig eftir 14 leiki. Haukar eru í 4. sæti með 20 stig eftir 15 leiki. Næsti leikur hjá Tindastól er föstudaginn 22. ágúst, en þá taka stelpurnar á móti liði BÍ/Bolungarvíkur á Sauðárkróksvelli kl. 18:30. /GSG ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Ármann og Daníel fóru með sigur af hólmi Fyrsta vallarmótið í bogfimi Laugardaginn 16. ágúst sl. var haldið fyrsta vallarmótið í bogfimi á Íslandi. Mótið fór fram í Litla-skógi á Sauðár- króki og voru keppendur alls níu talsins, tveir úr Skagafirði, tveir frá Akranesi og fimm úr Reykjavík. Mótið var haldið samkvæmt IFAA (International Field Archery Association) staðli, en Bogveiðifélag Íslands er aðili að Bogveiðisambandi Evrópu sem er næststærsta bogveiðisamband í heimi. „Veðurguðirnir voru ekki alveg með okkur, en veðurspáin var alltaf að breytast á hverri mínútu. Mótið átti að byrja kl. eitt en þá kom einmitt hellidemba svo það tafðist til svona hálf þrjú,“ segir Indriði Ragnar Grétarsson, formaður Bogveiðifélags Íslands. Leikfyrirkomulagið var með einföldum hætti en keppt var í tveimur flokkum og svo voru nokkrir undirflokkar. Það var Ármann Guðmundsson sem sigraði í flokki boga án sigtis og Daníel Sigurðsson sem sigraði í flokki boga með sigti. „Þetta er sú tegund bogfimi sem er hvað vinsælust á meðal almennings og þeirra sem stunda íþróttina, meðal annars í Bret- landi, Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Það er það að vera bara úti í náttúrunni og skjóta á mörk sem eru í mismunandi fjarðlægð, skjóta upp eða niður, í gegnum skóg eða runna eða hvað sem er. Er meira krefjandi,“ segir Indriði. Indriði segir keppendurna ánægða með það hvernig mótið var sett upp og allir hafi þeir hrósað Litla-skógi, enda aðstæðurnar þar góðar. Mótið hafi tekist ágætlega vel til þó veðurguðirnir hafi sett smá strik í reikninginn. Hann vill að lokum þakka öllum þeim sem sáu sér fært að mæta og vonast til að þetta verði alltaf stærri og stærri viðburður, en bogfimi sem heild er með mest vaxandi íþrótta- greinum hér á landi og víðsvegar í Evrópu. /GSG Blóðugir og allsberir á reykfylltu sviðinu Gamlir paunk-hundar og elektró-artistar, thrash-metalhausar og útbýaðir svartamálms áhangendur Norðanpaunk hátíðin var haldin í fyrsta skiptið á Laugarbakka um verslunarmannahelgina. Aðsóknin á hátíðina var góð og á laugardeginum þurftu aðstandendur hátíðarinnar að senda út tilkynningu því ekki var hægt að taka við fleiri gestum. Feykir hafði samband við Árna Þorlák Guðnason, einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Árni Þorlákur segir Norðanpaunk ævintýrið búið að vera frábært ferðalag. Alveg frá því að nokkrum vitleysingjum datt í hug að smala skrýtnustu og erfiðustu hljómsveitum landsins norður yfir heiðar um verslunarmannahelgi og þangað til að síðustu dósirnar voru týndar upp á tjaldstæðinu. „Strax í janúar vorum við komin með fleiri hljómsveitir sem vildu taka þátt en við gátum komið fyrir á dagskránni. Þar á meðal tvær hljómsveitir frá Belgíu, þrjár frá Þýskalandi, eina frá Hollandi auk vina okkar í Mass frá Bretlandi sem reyndar eru búsettir hér. Við héldum þónokkra fjáröflunar/ upphitunartónleika í Reykjavík um vorið, aðallega á rokkbarnum Dillon, til að standa straum af kostnaði við hátíðina og vorum mætt á Laugarbakka á miðvikudeginum fyrir verslunarmannahelgina til þess að stilla upp og gera tilbúið. Okkur til ánægulegrar undrunar voru fyrstu gestirnir mættir strax á fimmtudegi en þeir einfaldlega slógust í hópinn með okkur við að undirbúa. Þetta var lýsandi fyrir stemninguna á svæðinu þegar hljómsveitir og gestir komu á staðinn á föstudeginum. Gamlir paunk-hundar og elektró-artistar, thrash- metalhausar og útbýaðir svartamálms áhangendur; allir lögðust á eitt við að hátíðin væri þátttakendum og gestum til framdráttar,“ segir Árni Þorlákur. Skipuleggjendur hátíðarinnar lögðu mikið uppúr því að hafa tónlistina í fyrsta sæti, en ekki eitthvað peningaplokk og höfðu þeir það að leiðarljósi að það væru fyrst og fremst hljómsveitameðlimir sjálfir og vinir þeirra sem stæðu að undirbúningi og framkvæmd tónleikanna. Árni Þorlákur segir gesti hátíðarinnar að utan hafa haft orð á því hversu mikill munur væri að spila á Norðanpaunki miðað við aðrar tónlistarhátíðir sem þeir hafi tekið þátt í. Fólk væri svo miklu hjálpsamara og utanumhald betra en þau ættu að venjast, en Árni telur að það stafi einmitt af því að skipulagið hafi verið byggt upp af hljómsveitarmeðlimum sjálfum sem dreifðu ábyrgðinni sín á milli. „Á föstudeginum var megin áherslan á paunk af gamla skólanum og enduðu Pungsig og Saktmóðigur kvöldið ásamt því sem að villingarnir í Chainsaw Demons frá Bremen enduðu blóðugir og allsberir á reykfylltu sviðinu. Laugardagurinn var þéttsetinn djöflarokkshljómsveitum á borð við Auðn, Dynfara, Norn og fl. en kvöldið endaði á Hardcore setti frá Logn, Muck og belgískum vinum okkar í Deathseekers. Eitt af því sem kom hvað skemmtilegast á óvart um helgina var svo að sjá þennan litríka hóp dansa við DJ sett Harry Knuckles fram á rauða nótt. Sunnudagurinn var fjölbreyttasta kvöldið þar sem á skiptust m.a. paunkararnir í Klikk og vítamínsprauturnar í Skelkur í bringu. Hátíðina endaði svo noise-ambient artisti frá Berlín sem gengur undir nafninu Rvnes,“ segir Árni Þorlákur. Aðstandendur Norðanpaunks vilja þakka öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum við undirbún- inginn og að gera hátíðina eins glæsilega og hún var. Þeir sem vilja kynna sér Norðanpaunk betur eða skoða myndir frá hátíðinni er bent á www.facebook.com/nordanpaunk. /GSG Regnblautir bogfimikeppendur. Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.