Feykir


Feykir - 21.08.2014, Side 7

Feykir - 21.08.2014, Side 7
31/2014 Feykir 7 Í sumar var töluvert talað um aukinn áhuga brúðhjóna á að gifta sig á óhefðbundnum stöðum og að æ fleiri veldu fallega staði í náttúrunni til slíkra athafna frekar en kirkjur. Af því tilefni fór Feykir á stúfana og spurðist fyrir hjá prestum um óvenjuleg brúðkaup á svæðinu. Kom þeim saman um að slíkt væri engin nýlunda og alltaf töluvert um útibrúðkaup á hverju ári. Eitt slíkt var haldið í Borgarvirki í sumar og blaðamaður Feykis ræddi við brúðina, Huldu Rós Bjarnadóttur, sem einnig gaf leyfi fyrir birtingu meðfylgjandi mynda. „Ég og maðurinn minn vorum búin að vera trúlofuð í tæp tvö ár þegar við giftum okkur í sumar. Á þeim tíma höfðu margar hugmyndir sprottið fram um hvar brúðkaupið ætti að fara fram. Ýmsir staðir á hálendinu komu sterkir inn, VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir svæðið sem flestir Íslendingar aka í gegnum án þess að stoppa og sjá hvað ber fyrir augu,“ segir Hulda Rós, aðspurð um aðdraganda þess að þau ákváðu að láta gefa sig saman í Borgar- virki. Hulda segir jafnframt að margir staðir innan sýslunnar hafi komið til greina bæði fyrir athöfn og veislu. „Við völdum Dæli í Víðidal þó nokkuð fljótt sem veislustað vegna þess hve flottur staðurinn er. Þar er tjald- svæði með góðri þjónustu, frá- bært útsýni yfir dalinn, dásam- legir eigendur og mjög barnvænt svæði, en við vildum að börn væru hjartanlega velkomin í brúðkaupið. Borgarvirki varð svo fyrir valinu fyrir athöfnina þar sem að staðurinn tengdist útivistaráhuga okkar, sem og engin kirkja gat skákað staðnum að okkar mati. Ekki einu sinni Þingeyrakirkja. Strax eftir að staður og stund voru ákveðin var farið að leita að ýmsum búnaði fyrir veisluna og at- höfnina. Okkur kom ótrúlega á óvart hvað allir í sveitinni voru spenntir fyrir okkar hönd og tilbúnir að hjálpa okkur. Veislu- tjöld, pallettur fyrir hljómsveit- arsviðið, borð og stólar, grill og margt annað reiddi heimafólkið fram með bros á vör. Veislu- stjórarnir okkar sáu svo um að allt var tipp topp á brúðkaups- daginn sjálfan, ásamt fjölskyld- um okkar beggja og vinum,“ segir Hulda Rós. Einstaklega persónuleg athöfn Brúðkaupið fór fram 28. júní síðastliðinn í sól og 17 stiga hita. Tveim dögum seinna skall fyrsta lægð sumarsins á með látum. „Veislugestir eru enn nokkuð hissa að við tókum áhættuna sem og þjóðgarðar landsins, því bæði höfum við starfað sem landverðir. Við áttum samt erfitt með að finna „okkar“ stað sem bæði tengdi okkur saman og var okkur persónulegur. Að finna stað sem hentaði bæði fyrir athöfn og veislu, var líka nokkuð flókið. Að lokum stakk Her- mann upp á að við færum út fyrir rammann. Þennan ramma sem einkenndi okkur sem útivistarfólk, þ.e.a.s. hálendið og þjóðgarðana. Fyrir valinu varð sveitin mín, þar sem stór hluti fjölskyldunnar minnar er frá. Pabbi minn er frá bænum Eyjanesi í Hrútafirði og eyddi ég stórum hluta æsku minnar þar. Fyrsta skiptið sem við Hermann fórum saman norður má segja að Hermann hafi orðið fyrir uppljómun og tekið ástfóstri við Vestur-Húnavatnssýslu, land- Hermann Arngrímsson og Hulda Rós Bjarnadóttir giftu sig í Borgarvirki í sumar „Engin kirkja gat skákað staðnum“ að vera með útibrúðkaup í Vestur-Húnavatnssýslu þar sem norðanáttin fer víst ekki í sumarfrí að margra mati. Ástæða þess að þessi dagur varð fyrir valinu er að presturinn okkar átti eingöngu þennan dag lausan fyrir sveitabrúðkaup. Allt var því planað eftir því. Í febrú- armánuði tilkynnti presturinn okkur svo að hann kæmist ekki, maðurinn sem hafði ákveðið brúðkaupsdaginn okkar. En við vorum ekki lengi að bjarga því og fengum séra Guðna Þór Ólafsson á Melstað, föður einn- ar bestu vinkonu minnar, Lilju Írenu, til að gefa okkur saman. Með liðsinni þeirra feðgina varð athöfnin okkar yndisleg og full- komin í alla staði. Við fengum einnig Valdimar Guðmundsson söngvara til að syngja í athöfn- inni og spilaði frændi Her- manns, Rafn Emilsson, undir á gítar. Eins og margir veislugestir sögðu þá var þetta einstaklega persónuleg athöfn okkar brúð- hjóna,“ segir Hulda Rós. Að sögn Huldu Rósar höfðu margir veislugestanna aldrei staldrað við í Vestur-Húnavatns- sýslu. Það kom fólki því á óvart hve flott svæðið er í heild sinni. „Við buðum gestum okkar upp á fría gistingu á tjaldsvæðinu í Dæli til að ná sérstaklega góðri stemmingu, sem og varð! Gesta- fjöldinn var um 120 manns og þar að auki 30 börn. Veislan sjálf fór fram á tjaldsvæðinu í Dæli þar sem við létum reisa tvö veislutjöld. Þar var þó nánast óþarft því veðurblíðan var þvílík. Eftir að við brúðhjónin, ásamt dóttur okkar, Herdísi Öskju, renndum í hlaðið á brúðarbílnum, þ.e.a.s. rauðum Willys, var boðið upp á íslensk jarðaber og heimabakaðar smá- kökur í forrétt, eftir að skálað hafði verið í kampavíni. Ríkharður, frændi Hermanns sem er kokkur, sá um veislu- matinn, grillað lambalæri með meðlæti, og vinkonur mínar og ættmenni sáu um brúðartert- urnar, heimagerðar franskar súkkulaðitertur. Svo steig brúð- guminn sjálfur á svið eftir ræðu- höld og spilaði með hljóm- sveitinni sinni. Fyrst voru tekin nokkur hressileg barnalög, eins og Engir fordómar með Polla- pönk, og krakkarnir þyrptust að sviðinu af gleði. Þegar á leið kvöldið tóku fullorðinslögin við og spilað var fram á rauða nótt. Við brúðhjónin skemmtum okkur konunglega og eitthvað eftir miðnætti yfirgáfum við svæðið og skriðum inní tjald- vagninn okkar, sem stóð utan tjaldsvæðisins, með bros á vör,“ rifjar Hulda upp. Hermann og Hulda ásamt dóttur sinni, Herdísi Öskju. Mynd: Rut Arngrímsdóttir Brúðkaupsgestir í stórbrotnu umhverfi í Borgarvirki. Mynd: Rut Arngrímsdóttir

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.