Feykir


Feykir - 21.08.2014, Page 11

Feykir - 21.08.2014, Page 11
31/2014 Feykir 11 Þórdís Inga Pálsdóttir sigraði í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Norðurlandamóti íslenska hestsins 2014 „Ótrúleg upplifun!“ Þórdís Inga Pálsdóttir er ung og efnileg hestakona frá Flugumýri í Skagafirði, dóttir Eyrúnar Önnu Sigurðardóttur og Páls Bjarka Pálssonar. Þórdís Inga sigraði í unglingaflokki á Landsmóti hestamanna 2014 sem haldið var á Hellu í byrjun júlí og fékk í framhaldinu boð um að taka þátt í Norðurlandamóti íslenska hestsins sem fór fram í Herning dagana 30. júlí til 3. ágúst sl. Þórdís Inga kemur úr fjölskyldu þar sem allt snýst í raun um hesta og hestamennsku og segir hún því áhugann á hestum hafa verið til staðar frá því hún man eftir sér. „Foreldrar mínir starfa báðir heima við búið og öll mín systkini hafa stundað hesta- mennsku þannig að nálægðin við hestinn varð í raun bara partur af uppeldinu og fjöl- skyldulífinu. Samt vil ég taka það fram að áhuginn fyrir því að vinna með hestana hefur alveg þurft að koma frá okkur af fyrrabragði og ég held að það hafi mest verið hestunum sjálf- um að þakka hversu áhugasöm við systkinin öll erum. Í byrjun hafði ég trausta tamda hesta eins og Tappi og Ketill, hestar sem afi gaf Ástu og Eyrúnu systur og þær tömdu VIÐTAL Guðrún Sif Gísladóttir frá Ólafsvík mikið reyndan keppnishest og Kjarval, ungan og efnilegan fola. Þessir tveir gæðingar hafa kennt mér ótrú- lega mikið hvor á sinn hátt og með þeim fór ég að ná árangri á keppnisvellinum.“ Þórdís Inga hefur náð glæsi- legum árangri á keppnisvellinum og hefur hún ásamt Kjarval verið í A-úrslitum á síðustu þremur Landsmótum, fyrst í barnaflokki á Vindheimamelum árið 2011 og lentu þá í 4. sæti. Á LM í Reykjavík árið 2012 voru þau í 3. sæti og nú í sumar sigruðu þau unglingaflokkinn á LM á Hellu og var henni í kjöl- farið boðin þátttaka á Norður- landamóti íslenska hestsins sem fór fram í Herning í Danmörku dagana 30. júlí til 3. ágúst sl. „Eftir Landsmót var stefnan sett á Íslandmót með Kjarval. Við Kjarval höfum aldrei verið í betra formi saman og því var markmiðið skýrt. Þannig að ég lét Norðurlandamótið fara svolítið fram hjá mér. En svo fékk ég óvænt símtalið þar sem mér var boðin þátttaka og það var bara allt of dýrmætt tækifæri til að sleppa því. Hesturinn Meyvant frá Feti hafði verið varahestur fyrir danska lands- liðið en eigandinn Sasha Summer hafði eignast hann fyrir ári síðan hjá Jóhanni Rúnari Skúlasyni. Þau buðu því hestinn til keppni fyrir hönd íslenska landsliðsins sem aðalhest og þannig kom það til að ég keppti á honum. Það var í rauninni Jóhann sem benti á mig sem mögulegan knapa fyrir hestinn og á ég honum og Stínu kærustu hans mikið að þakka fyrir þetta einstaka tækifæri og alla aðstoðina úti.“ Þórdís Inga segir upplifunina úti fyrst og fremst hafa verið ótrúlega skemmtilega og mikið hafi farið í reynslubankann. „Það er alveg rosalegur heiður að fá að keppa á svona góðum hesti fyrir Íslands hönd. Það sem gerði þetta líka svona skemmtilegt var hvað það var góður liðsandi í íslenska liðinu, það voru allir tilbúnir til að hjálpa og gera hvor fyrir annan og mikil stemming á mótinu. Liðstjórarnir Hugrún og Páll Bragi í Austurkoti voru frábær og héldu vel utan um liðið sem skipaði 22 manns, þar af vorum við átta sem kepptum í ung- mennaflokkum. Við Ásdís Ósk Elvarsdóttir á Skörðugili vorum yngstar og kepptum sem ung- menni þar en keppum sem unglingar hér heima. Veðrið var frábært sól og mikill hiti, 26- 30 gráður og það eitt var líka svolítið nýtt fyrir mann að þjálfa og keppa við þær aðstæður,“ segir Þórdís Inga. Tryggði sigurinn með 7,80 í einkunn Þórdís Inga tók þá ákvörðun að fara út um leið og hún var valin í liðið til að kynnast hestinum sem allra best. „Ég fór út 21. júlí og það þýddi að ég varð að sleppa því að keppa á Íslands- mótinu eins og ég hafði stefnt að því það var helgina fyrir Norðurlandamótið. Þrátt fyrir að þurfa að sleppa Íslandsmótinu þá tel ég að þetta hafi verið hárrétt ákvörðun. Þannig fékk ég góðan tíma til að undirbúa mig og Meyvant fyrir mótið. Vikuna fyrir mótið var ég hjá Jóhanni og Stínu á Slippen þar sem þau búa, til að kynnast og þjálfa Meyvant sem best fyrir keppnina og þar var líka Sasha eigandi hans en hún vildi fylgja hestinum eftir á mótinu til að læra af því.“ Þórdís Inga keppti í tveimur greinum á Meyvant á mótinu, í slaktaumatölti og fjórgangi. Eftir forkeppni í fjórgangi var niðurstaðan 9. sæti í B-úrslitum, Þórdís Inga segir það ásættanlegt miðað við að það hafi verið aukagrein hjá Meyvant, enda gríðarlega sterkir keppendur og mjög jöfn keppni. „Síðan kom forkeppnin í slaktaumatölti og eftir hana vorum við tvö jöfn, ég og Meyvant og Kristian og Eldfari, en hann keppti fyrir danska liðið, með einkunnina 7,00. A-úrslitin voru á lokadegi mótsins, og það var ótrúleg upplifun að keppa í þeim. Ég leiddi eftir fyrstu tvö atriðin, hægt tölt og frjálsu ferðina á tölti. Slaki taumurinn gekk frábærlega, Meyvant var mjög öruggur og þrátt fyrir að það hafi verið mikið kapp og margir keppendur inni á vellinum þá gekk sýningin vel og ég náði að tryggja sigurinn með bestu einkunn 7,80 sem er besta einkunn sem hesturinn hefur farið í til þessa sem var auðvitað mjög gaman fyrir mig. Mótið allt var frábær reynsla fyrir mig og mér fannst mjög gaman að ná að þakka eiganda Meyvants fyrir lánið með því að ná þessum árangri á honum.“ Þórdís Inga mun hefja nám á félagsfræðibraut við FNV í haust ásamt því að stunda hestamennskuna áfram af krafti. „Ætli við Kjarval munum ekki láta sjá okkur á einhverjum vetrarmótum og jafnvel kem ég með eitthvað nýtt og spennandi úr hesthúsinu heima,“ segir Þórdís Inga að lokum. sjálfar, þeir voru ekki endilega góðir keppnishestar en þeir kenndu mér margt og voru öruggir sem skiptir öllu máli í byrjun. Með meiri getu og áhuga fór ég að ríða á meiri afkasta hrossum eins og Dropa og Boða frá Flugumýri sem eru miklir gæðingar og Val frá Ólafsvík. Hluti af hestamennskunni hér hefur verið að taka þátt i keppni á hinum ýmsu vetrar og félagsmótum þar sem það skipti bara máli að keppa og hafa gaman. Fyrstu alvöru viður- kenninguna fékk ég þegar ég var sjö ára og þá fór áhuginn að aukast á því. Seinna var ég svo heppinn að fá með frekar stuttu millibili tvo gráa gæðinga, Val Þórdís Inga og Meyvant á Norðurlandamótinu. Meyvant og Þórdís Inga við verðlaunaafhendinguna.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.