Feykir


Feykir - 21.08.2014, Qupperneq 13

Feykir - 21.08.2014, Qupperneq 13
31/2014 Feykir 13 Nú eru liðin 23 ár síðan ég flutti í Skagafjörð. Á þessum tíma hafa orðið miklar breytingar. Við höfum öflugt sveitarfélag, kaupfélagið blæs út og skólarnir hafa eflst. Hér er líka fjöldi smærri fyrirtækja, það sér maður best á öskudaginn þegar rúntað er með krakkana um Krókinn. Ferðaþjónustufyrirtæki spretta upp um allan fjörð og bæjar- og íþróttahátíðir eru um flestar helgar yfir sumarið. Landbúnaðurinn stendur vel, t.d. hefur mjólkurframleiðslan stóraukist. Búsetuskilyrði í Skagafirði eru öll hin bestu. Suma daga er náttúrufegurðin slík að það er líkast að maður búi í málverki. En hvernig stendur þá á því að íbúum í Skagafirði fjölgar ekki? Ég held að það sé vegna þess að landsmálunum og úthlutun peninga úr ríkiskassanum er að mestu leyti stjórnað af ráðuneytisfólki í Reykjavík. Stjórnmálamennirnir okkar hafa ekki afl eða getu til að skila aftur til landsbyggðarinnar þeim sköttum sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni greiðir. Þegar skera á niður er auðveldast að skera niður í hinum dreifðu byggðum. Það hafa Skagfirðingar fengið að reyna. Eftir hrun hurfu úr firðinum tugir starfa, t.d. frá Hólum og Heilbrigðisstofnuninni. Fréttir af slíku eiga ekki eins greiðan aðgang að fréttastofum og uppsagnir á Guðrún Lárusdóttir í Keldudal í Skagafirði skrifar Af hverju fjölgar ekki í Skagafirði? ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is landbúnaði er skrítinn þessa dagana. Fjölmiðlafólk á mölinni keppist við að finna neikvæðar fréttir af landbúnaðinum. Enginn virðist hafa áhuga á skemmtilegum fréttum úr sveitinni. Það er staðreynd að hreinleiki og gæði íslenskra landbúnaðarvara er síst minni en innfluttra. Í nýlegri skýrslu (Third ESVAC report) kemur fram að lyfjanotkun í íslenskum landbúnaði er aðeins brot af því sem gerist í öðrum Evrópulöndum. Ég var á ferðinni í Skotlandi nýlega. Var með hópi bænda sem ferðaðist með rútu norður allt Skotland og allt til Orkneyja. Skotar eru stoltir af sínum landbúnaði. Við fórum m.a. á tvær landbúnaðarsýningar þar sem bændur sýndu gripi, allir í fjölskyldunni taka þátt og ganga með mörghunduð kílóa holdanaut og kýr eins og hunda í bandi. Við heimsóttum fjölskyldubú með 1.160 mjólkurkýr, ársframleiðslan er svipuð og í Skagafirði öllum. Til samanburðar þá eru bú með 50 kýr kölluð verksmiðjubú í sumum íslenskum fjölmiðlum. Á einum bæ sem við heimsóttum stefndi „bóndinn“ að því að framleiða til slátrunar 5.000 naut á ári. Bændur á Íslandi eru margir hálf ringlaðir. Stórmarkaðir vilja flytja inn tollalaust, ódýrt kjöt og osta án hindrana. Segja það kröfu neytenda. Neytendur vilja lítil og sæt bú, helst lífræn og auðvitað ódýrar landbúnaðarvörur. - - - - - - Ég skora á Svanhildi Pálsdóttur, hótelstjóra, að taka við „pennanum“. höfuðborgarsvæðinu. Það er jú fyrir löngu búið að skera útibú RÚV á landsbyggðinni niður. Ný störf verða svo til „fyrir sunnan“. En hvernig á að breyta þessari þróun? Það á að stöðva ferð skattpeninganna af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og auka sjálfstjórn heima í héruðum. Það verður ekki gert nema heimamenn séu tilbúnir með öflug sveitarfélög. Þjónusta af öllu tagi þarf að vera til staðar til að búseta sé fýsileg fyrir unga fólkið. Þá eru það landbúnaðarmálin. Fréttaflutningur af íslenskum „Sauðárkrókur ekki best settur“ Fimm tíma rafmagnsleysi á Sauðárkróki Bilun sem olli rafmagnsleysi á Sauðárkróki á fimmtudaginn í síðustu viku reyndist minni en talið var í fyrstu, en hana mátti rekja til skynjara í aflspenni í spennistöðinni. Engu síður olli bilunin um fimm tíma rafmagnsleysi á Sauðárkróki og nágrenni. Rafmagnið fór af um tíuleytið um morguninn og var komið aftur á þriðja tímanum. Böndin beindust fljótlega að aflspenninum í spennistöðinni, að sögn Steingríms Jónssonar hjá Rarik. Skynjari gaf til kynna hitamyndun í aflspenninum, sem benti til bilunar, en síðar kom í ljós að bilunin var í skynj- aranum sjálfum. Á meðan óvissa ríkti um hvar bilunin væri nákvæmlega var ekki hægt að bregðast við á annan hátt en að um bilaðan spenni væri um að ræða. RARIK var því í við- bragðsstöðu, fékk nýjan spenni á staðinn og varaafl var aukið. Í samtali blaðamanns við Tryggva Þór Haraldsson, for- stjóra RARIK, í gær kom fram að bilanir í stórum aflspennum væru afar sjaldgæfar og hefðu varla komið upp í 60-70 ára sögu fyrirtækisins. Aðspurður um rafmagnstruflanir í júlí mánuði sagði Tryggvi að þær hefðu komið til þegar spennirinn, sem talinn var bilaður á fimmtu- daginn, hefði verið tekinn upp til yfirhalningar og tékks og annar settur í staðinn. Aðspurður um öryggi íbúa bæjarins, sem margir hverjir eru orðnir uggandi, í rafmagnsmál- um sagði Tryggvi: „Sauðárkrók- ur er ekki best settur hvað þetta varðar, en það kemur einkum til af því að aðeins ein lína liggur til bæjarins frá Landsneti, meðan flestir aðrir þéttbýlisstaðir eru með tvær línur eða hringtengi- möguleika. Það hefur staðið til lengi að bæta úr þessu og eru ýmsar hugmyndir inn á borði Landsnet um hvernig það verði best gert.“ Tryggvi sagði þó eðlilegt að menn gerðu kröfur í þessum málum. Hann sagði viðbragðs- stöðuna þannig að tvær varaaflstöðvar væru að jafnaði til í bænum sem önnuðu um það bil hálfum bænum, að undanskilinni Steinullarverk- smiðJunni. Í tilfellinu sem upp kom á fimmtudaginn reyndist lítils háttar bilum í annarri þeirra, en að jafnaði tæki 3-5 tíma að koma fleiri varaafls- stöðvum á staðinn. Þyrfti að skipta um spenni, líkt og menn töldu um tíma, gæti það tekið um sólarhring. Fyrirtæki heimsótt í rafmagnsleysinu Blaðamaður og ljósmyndari Feykis fóru um bæinn á meðan á rafmagnsleysinu stóð og kynntu sér áhrif þess á atvinnulíf í bænum. Margir kannast við að ætla að rjúka í verk sem krefjast rafmagnsnotkunar til að nýta tímann, enda kemur rafmagnið víðar við sögu en maður hugsar útí dags daglega. Það var því forvitnilegt að aka um bæinn síðast liðinn fimmtudag og skoða hvaða áhrif rafmagnið hefur á atvinnulífið. FRÉTTASKÝRING kristin@feykir.is Steinullarverksmiðjan Halda þarf kælingu á ofni Leiðin lá fyrst í Steinullarverksmiðjuna. Þrír menn sem þar voru fyrir á verkstæðinu sögðu blaðamanni að það einfaldlega „lamaðist allt“ þegar svona kæmi upp á. Þeirra helsta hlutverk væri þá að passa að ofninn sem notaður er við vinnsluna fengi næga kælingu og ofhitnaði ekki. Díselvél er til staðar til að hafa hringrás á umræddri kælingu og töldu starfsmennirnir að hún dygði í svona tólf tíma. „Á meðan reynum við að dunda okkur eitthvað.“ Þjónustukjarninn syðst í bænum, það er Mjólkursamlagið, Skagfirðingabúð og Ábær, keyrir á varaafli þegar rafmagnið fer af og sömu sögu er að segja um sjúkrahúsið. KS Eyri Nóg að gera Í byggingavörudeild KS á Eyri gerðu menn minna úr verkefnaskorti og sögðust hafa nóg að gera í rafmangsleysinu. Afgreiddar voru vörur frá versluninni og nótur handskrifaðar til bráðabirgða og teknar niður kennitölur en síðan þurfti að senda út reikninga þegar rafmagnið kæmist á aftur. Ásmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Steypustöðvar Skagafjarðar, lét af því að þar væri „ósköp rólegt“ þegar blaðamann bar að garði. Hann sagði hvorki hægt að vinna á verkstæðinu né hræra steypu þegar svona kæmi upp á. Starfsmenn fóru m.a. í það að aðstoða við að keyra út olíu á rafstöðvar vítt og breytt um bæinn. Fjölnetið Keyrðu eigið rafmagn „Við keyrum okkar eigið rafmagn og verðum hvorki rafmagns- né netlaus, díselvélin kikkar inn á um 30 sekúndum“ sagði Pétur Ingi Björnsson hjá Fjölneti þegar blaðamaður innti hann eftir áhrifum rafmagnsleysisins á starfsemi fyrirtækisins. „Því geta þeir sem hafa aðgang að 3G til dæmis skoðað heimasíðu Feykis,“ bætti hann við. Pétur útskýrði að það kæmi í hlut Mílu að vakta server-hús vítt og breytt um bæinn, þannig að Fjölnetsmenn þyrftu einkum að vakta eigin díselvélar og halda þeim gangandi. „Við höldum bara áfram okkar vinnu fyrir viðskiptavini út um allt land og þeir verða ekki varir við neitt,“ sagði Pétur Ingi. Kjarninn Komið að lokuðum dyrum Þá var búið að líma tilkynningu um að lokað væri vegna rafmagnsleysis á útidyr Kjarnans. Þar innan dyra voru menn þó við ýmis störf og á vélaverkstæðinu var m.a. verið að gera díselrafstöðvar klárar til notkunar. „Svo þarf ekkert rafmagn á kústana“ sagði glaðbeittur starfsmaður með kúst í hönd sem var reiðubúinn að nýta tímann í tiltektir og þrif, meðan fátt annað var hægt að taka sér fyrir hendur á vinnustaðnum. Í rækjuvinnslunni Dögun kom blaðamaður að lokuðum dyrum og sömu sögu var að segja af Efnalauginni og Arionbanka. Apótekinu var fljótlega lokað, enda afgreiðslukerfið þar háð rafmagni.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.