Feykir


Feykir - 06.11.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 06.11.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 8 Hálendisvakt sumarsins hjá Skagfirðingasveit Vikan á hálendisvaktinni BLS. 10 Gunnhildur Ólafsdóttir segir frá pílagrímsgöngu sinni eftir Jakobsveginum Allir vinir á veginum Feykir spjallar við Kristján frá Gilhaga sem hefur nýverið gefið út bók Stökur, ljóð og sagnasafn 42 TBL 6. nóvember 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Borðhald hefst kl. 20.00 húsið opnað kl. 19.00 Dásamleg villibráð og fordrykkur í boði hússins Lifandi tónlist fram eftir kvöldi Verð 9.200 kr. á mann - tilboð á gistingu Pantanir í síma 453 8245 / 453 8099 Villibráðarhlaðborð 8. nóvember Ógnvænleg skemmtun Dagur félagsmiðstöðvanna haldinn hátíðlegur í Húsi frítímans Nýkjörin stjórn SSNV hefur haldið sinn fyrsta fund og að sögn Adolf Berndsen formanns, reiknar stjórnin með að auglýst verði eftir framkvæmdastjóra samtakanna um næstu helgi. Í september hafði fráfarandi stjórn auglýst eftir framkvæmdastjóra en enginn var ráðinn úr hópi þeirra sem þá sóttu um. Adolf sagði jafnframt að önnur málefni samtakanna væri í skoðun, svo sem skipu- lag atvinnuþróunarinnar. Ný- lega var ráðinn atvinnuráðgjafi á Hvammstanga en nokkurrar óánægju hefur gætt með að ekki sé starfandi atvinnu- ráðgjafi í Austur-Húnavatns- sýslu og hefur byggðaráð Blönduósbæjar nýlega harm- að þá ákvörðun að leggja niður starfstöð atvinnuráðgjafa á Blönduósi. /KSE Auglýst verður eftir framkvæmdastjóra Ný stjórn SSNV fundar Hinn árlegi félagsmiðstöðvadagur var haldinn í gær og af því tilefni var Hús frítímans á Sauðárkróki með Halloween, eða Allraheilagrarmessu-þema. Húsið var skreytt með köngulóarvefjum og illilegum graskerjum og þar gátu krakkar farið inn í hryllilegt draugahús en þegar dyrnar af því voru opnaðar steig reykur út og ógnvænleg óhljóð komu á móti manni. Þessir skelkuðu ungu drengir á myndinni riðu á vaðið og voru fyrstir inn í drauga- húsið en þurftu smá stund í að stappa í sig stálið áður en þeir létu vaða. Allir voru boðnir velkomnir, fólk og kynjaverur. /BÞ Úr dagbókum lögreglunnar á Sauðárkróki fengust þær upplýsingar að vinnuslys hefði orðið við Sauðarkrókshöfn nú í vikunni, þar sem maður lenti með fótinn undir gámi og slasaðist lítilsháttar á fæti. Þá voru átta teknir fyrir hraðakstur, þrátt fyrir að færð sé nokkuð farin að spillast. Lögreglumenn á Sauðárkróki hafa verið við mengunarmælingar og farið á milli þéttbýliskjarna í héraðinu þegar ástæða hefur þótt til. Mælirinn bilaði í vikunni en þegar Feykir fór í prentun var kvörðunar- búnaður væntanlegur til að koma honum í lag. Í byrjun vikunnar kom mælir á Blönduós og hafa lögreglumenn þar verið að prófa hann til mælinga en lítið hefur verið um mengun þar síðan mælirinn barst. Að öðru leyti var lítið að frétta í umdæmi lögreglunnar þar. /KSE Vinnuslys Úr dagbókum lögreglu

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.