Feykir - 19.02.2015, Blaðsíða 4
4 7/2015
Markaðssetning á hollustu fiski-
bollum með græna skráargatinu
Þakkir til AVS rannsóknar-
sjóðs í sjávarútvegi vegna
styrks til Freddy ehf. til
markaðssetningar á sérstökum
hollustu fiskibollum.
Í kjölfar efnahagshruns á Íslandi
árið 2008
tóku lands-
menn kipp
og beindu
sjónum sín-
um inn á við
í leit að
þjóðlegum
gildum og
menningartengdum sérkennum
lands og þjóðar. Upp úr því
andrúmslofti verður fyrirtækið
Freddy ehf. til en fyrirtækið hefur
sérhæft sig í framleiðslu hefð-
bundinnar framleiðsluvöru úr
fiski með hollustumarkmið að
leiðarljósi. Freddy ehf. var og er
lítið fyrirtæki sem formlega hóf
starfsemi sína á Sauðárkróki í
apríl 2010. Fyrirtækið hefur frá
upphafi framleitt fiskibollur og
markmið þess hefur alltaf verið
að markaðssetja gæðavöru úr
fiski á góðu verði, að gera
hversdagsmat að veislumat, að
efla viðhorf fólks til hollustugæða
og vekja upp jákvæð viðhorf
barna og unglinga til fiskmetis.
Áhersla hefur verið frá upphafi á
nýnæmi, hreina (græna) vöru
með það í huga að efla jákvætt
viðhorf fólks til unninna fisk-
afurða og þá sérstaklega barna og
unglinga.
Fyrirtækið stóð enn á brauð-
fótum þegar upplýsingar um
AVS rannsóknarsjóð í sjávar-
útvegi bárust þeim sem að því
stóðu í byrjun árs 2012. Sótt var
um styrk til markaðssetningar á
fiskibollum og þá sérstökum
hollustubollum. Fékk umsóknin
brautargengi í maí 2012, styrk-
upphæð 400.000. Styrkurinn gaf
innspýtingu fyrir markaðssetn-
ingu fyrirtækisins og er AVS
rannsóknarsjóði í sjávarútvegi
þakkað hér. Markaðssetningin
sem styrknum var ætlað að styðja
var hugsuð með skóla og mötu-
neyti í huga og var þá sérstaklega
horft til nærliggjandi byggðar-
laga. Orðið heilsuefling og
hollusta er orðið vinsælt í átaki
um heilsuvernd og oftar en ekki
er talað um heilsueflandi skóla og
starfa nokkrir undir því merki.
Slíkt er mjög af hinu góða og þá
er mikilvægt að verkin tali. Það
má segja að niðurstaða verkefnis
sé sú að með þessum styrk frá
AVS rannsóknarsjóðnum hafi
fyrirtækinu gefist tækifæri til að
koma sér á framfæri í nær-
liggjandi byggðarlögum og víðar
og því tekist að marka sér sess á
matvælamarkaði.
Á þeim fimm árum sem
fyrirtækið hefur nú starfað er
notkun á græna Skráargatinu frá
miðju ári 2013 einn stærsti
áfanginn í framleiðslu þess og
rekstri. Markmiðasetningu fyrir-
tækisins frá upphafi um að geta
notað grænt hollustumerki var
með því náð. Freddy ehf. var á
þessum tíma brautryðjandi
meðal íslenskra fyrirtækja í
notkun merkisins en ríkisstjórn
Íslands skrifaði ekki undir
samninga um notkun þess fyrr
en í árslok sama ár. Fyrirtækið
hefur frá upphafi sérhæft sig í að
framleiða vörur sínar með
hollustumarkmið í fyrirrúmi,
það hefur ætíð lagt sérstaka
AÐSENT ÞORGERÐUR ÁSDÍS JÓHANNSDÓTTIR SKRIFAR
Gunnar Valgarðsson á Sauðárkróki skrifar
Ertu ekki að koma drengur?
ÁSKORENDAPENNINN
UMSJÓN kristin@feykir.is
Ég vil þakka Jóni
Ormari vini mínum fyrir
áskorunina þótt mér
hafi svo sem ekkert
litist þannig á að það
gæti farið nema illa. Jón
hefur aldrei neitað mér
um neitt, því varð ég að
taka þessari áskorun.
Hefur þetta orðið til
þess að margt hefur
rifjast upp sem legið
hefur í láginni varðandi
fjárrag og fylgir hér
lítilræði.
Þetta hófst allt saman
þegar ég var ungur og
rétt farinn að sitja hest
og þá þurfti að koma fé
fram til fjalla. Þetta var
auðvitað að vori til. Ég er
frá Tunguhlíð og þaðan
er lagt upp seinnihluta
dags. Fyrst var haldið
í Gilhaga þar sem var
nátthagi. Þá var gott að
koma í Gilhaga og svo
er enn.
Snemma næsta morgun,
fyrir þann tíma að sól
sést á lofti, er rekið á
brekk-una fyrir sunnan
og ofan Gilhaga. Þetta
er erfiðasti spottinn á
leiðinni en þegar komið
var upp fyrir brún þar
sem hægt var að koma
fénu í aðhald og halda
því saman var smá hvíld
fyrir fé og menn.
Svo liggur leið fram
Gilhagadalinn og upp úr
honum fram á Írafellsflóa.
Ekki eru miklar torfærur
á þessari leið en nokkuð
um ársprænur og læki
sem yfirleitt láta ekki
mikið yfir sér. En þó hef
ég átt eftirminnilega
stund hér við Túná. Fyrr á
árum var farið með geldfé
á fjall og þá venjulega
ekki langt liðið á vor. Við
vorum fjórir, tveir fullorðnir
og tveir stráklingar. Ég
hef sennilega verið 10,
11 ára. Snjó hafði ekki
tekið upp og miklar
leysingar. Þegar komið
var að ánni var hún ekki
árennileg. Þeir sem eldri
voru ákváðu þó að við
skyldum reyna að koma
fénu yfir úr því sem komið
var.
Það tókst ekki sem skyldi.
Sumar ærnar höfðu sig
ekki yfir og flutu niður
ána. Þeir sem eldri voru
reyndu að bjarga því
sem bjargað varð. Við
þeir yngri urðum nokkuð
skelkaðir og leyst ekki á
blikuna. Það tókst þó að
ná nokkrum kindum upp
á bakkann. Þar var einn
gemlingur sem ég átti
sjálfur og var hann varla
með lífsmarki þegar hér
var komið og skilinn þar
eftir en kom heill heim
um haustið; skírð Túná og
var hún langlíf. Rétt er að
geta þess að eftir þetta
voru menn holdvotir og
nokkuð hraktir. Héldum
við tveir áfram og komum
fénu langleiðina í Buga.
Var ég þar í fylgd með
frænda mínum Hrófli. Og
ekki meira um það.
En þá aftur að
Írafellsflóanum. Þegar
honum sleppir er land
heldur á fótinn og stefna
tekin á Litlasand og
rekstur farinn að þyngjast
því þreyta er komin í
fé og menn og hesta.
Gott þegar yfir hann
er komið og fé rennur
niður í græna hagana í
Bugum. Og nú er komið
langt fram á dag og
frekar að tala um nótt
en kvöld. Þegar allar
kindur hafa fundið sín
lömb er ekki eftir neinu
að bíða heldur halda
heim á leið. Hestarnir
heimfúsir og okkur miðar
vel áfram. Þegar komið
er á brúnirnar fyrir ofan
Gilhaga er sólin við það
að fara á fætur. Sú sjón
sem við okkur blasti
þarna í morgunsárið er
ein fegursta sjón sem
ég hef séð og þá var
Skagafjörður fallegur.
Og var þessi sjón næg
umbun fyrir erfiði liðins
sólarhrings.
Næstu erindi fram á heiði
eru göngur. Þær hef ég
farið síðan ég var 14 ára.
Og mörg eftirminnileg
atvik og margar
eftirminnilegar persónur
sem voru samferðamenn.
Fer ég ekki frekar út
í það að þessu sinni.
En öllum göngum
fylgja réttir. Ekki síður
eftirminnilegar stundir
en í göngum sjálfum.
Og rétt að ljúka þessu
með minningarbroti frá
Stafsrétt.
Nóttina fyrr höfðum við
átt gistingu í tjaldi við
réttina og erum vaktir
með miklum hávaða
og hrópum snemma
morguns. Þá hafði gefið
sig girðing við nátthólfin
við réttina og safnið rann
út með miklum þunga.
Allir sem vettlingi gátu
valdið snöruðust út og
á bak hestum sínum
og flestir berbakt. Ekki
vildi betur til en svo að
þegar farið var að reyna
að stöðva fjárstrauminn
að féð tók stefnuna
vestur yfir á. Það tókst
þó að lokum að fara fyrir
safnið en hér varð slys.
Einhverra hluta vegna
fór það svo að fé tók
að troðast undir í ánni
sem varð til þess að áin
stíflaðist. Hluti af fénu
komst þó yfir Svartána
lítið skaddað. Svo var um
smalamenn flesta. En hér
segir af einum sem féll af
hesti sínum ofan við eina
stífluna og svamlaði þar
um innanum drukknandi
fé er reyndi sem það gat
að ná bakkanum. Var
lítið um handfestu og föt
þyngdu og ekki útséð um
úrslit þrátt fyrir margar
tilraunir. Þá ber svo við
að einn samferðamanna-
sem komist hafði í
hnakk – ólíkt þeim sem
hér segir sögu – kallar
af bakkanum þessa
setningu um leið og hann
sló í og reið burtu: Ertu
ekki að koma drengur!
Þar sem þessi setning fór
í skapsmuni svamlarans
reif hann sig upp úr ánni
og varð honum til lífs.
- - - - - -
Ég skora á Önnu Dögg
í Tunguhlíð að taka við
pennanum. Henni er
sjaldnast orða vant.
áherslu á gæði hráefnis og ekki
síst hefur það fært gamalt
handverk, heimagerðar fiski-
bollur, í nýjan búning til þess að
mæta kröfum og þörfum neyt-
enda í nútímasamfélagi, samfél-
agi sem gerir auknar kröfur um
uppruna matvæla, meðferð
þeirra og innihald. Í þessum
lokaorðum vil ég því, sem stoltur
eigandi fyrirtækisins, setja fram
þakkir til allra aðila sem hafa sýnt
verkefni þessu áhuga og stuðning
með einum eða öðrum hætti.
Allur stuðningur og hvatning
í orði og á borði er þakkarverður
og aðeins með góðum stuðningi
geta góðir hlutir gerst. Styrkur-
inn frá AVS rannsóknarsjóði í
sjávarútvegi til markaðsetning-
arinnar 2012 er ómetanlegur og
var hann fyrirtækinu mikil
hvatning og opnaði því leið til að
sækja fram. Mikilvægasti hlekk-
urinn í rekstri fyrirtækisins er þó
neytandinn og allir aðilar sem
stutt hafa við framtakið með
einum eða öðrum hætti og er þar
nær umhverfið mikilvægast. Af
persónulegum ástæðum hefur
reksturinn legið niðri um nokk-
urt skeið en nú munu hjól taka að
snúast á ný. Er neytendum
þökkuð biðlundin.
Þorgerður Ásdís Jóhannsdóttir
f.h. Freddy ehf.
Lokahóf á
föstudaginn
Ræsing í Skagafirði
Í fyrra efndi Nýsköpunar-
miðstöð Íslands, í sam-
starfi við Kaupfélag
Skagfirðinga og
Sveitarfélagið Skagafjörð,
til samkeppni um góðar
viðskiptahugmyndir í
Skagafirði undir yfirskrift-
inni „Ræsing í Skagafirði“.
Einstaklingum, hópum og
fyrirtækjum var boðið að
senda hugmyndir í
keppnina.
Alls bárust 24 umsóknir á
sínum tíma og voru þrjár
þeirra valdar til áframhald-
andi þróunar. Er um að ræða
verkefni Harðar Sveinssonar,
Hildar Þóru Magnúsdóttur og
loks verkefni Regins Gríms-
sonar.
Á föstudaginn er boðað til
lokahófs í Verinu, Vísinda-
görðum að Háeyri 1 á Sauðár-
króki, þar sem sigurvegari
keppninnar verður kynntur
auk þeirra verkefna sem tóku
þátt í Ræsingu í Skagafirði.
Boðið verður upp á kaffi og
meðlæti auk ljúfra tóna frá
Tónlistarskóla Skagafjarðar.
/KSE