Feykir - 19.02.2015, Page 5
7/2015 5
HSN
HEILBRIGÐISSTOFNUN
NORÐURLANDS
Heilbrigðisstofnun Norðurlands – Sauðárkróki
Sjúkraliðar óskast til afleysinga á heilsugæslusviði, sjúkra- og
hjúkrunardeild og á hjúkrunardeildir tímabilið júní – ágúst.
Starfshlutfall samkomulag.
Starfsmenn óskast til starfa við aðhlynningu aldraðra,
í eldhús og í ræstikerfi tímabilið júní – ágúst, starfshlutfall 50 – 90%.
Lágmarksaldur í aðhlynningu er 18 ár.
Gerð er krafa um góða íslenskukunnáttu.
Matráður/yfirmaður eldhúss 90%
afleysing tímabilið 1. júní – 22. ágúst.
Allar nánari upplýsingar veitir Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur
í síma 455 4011, netfang: herdis@hskrokur.is
Hægt er að sækja um rafrænt: www.hskrokur.is
Umsóknarfrestur er til 6. mars 2015
Öllum umsóknum verður svarað.
Störfin henta jafnt körlum sem konum.
VETRARHÁTíÐ
tindastólsT
Happdrætti – fjöldi glæsilegra vinninga!
Aðgangseyrir kr.1500 – Miðar seldir í fjalli.
Skíðasvæðið í Tindastóli er afar fjölskylduvænt skíðasvæði í fjallapara-
dísinni Tindastóli í Skagafirði. Fjallið býður upp á mikla möguleika bæði fyrir
byrjendur og lengra komna. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, svigskíði,
snjóbretti og gönguskíði. Hægt er að leigja allan skíða- og brettabúnað í fjallinu.
Það er alltaf líf og fjör hjá okkur!
Fimmtudagur 19. feb
19:30 Hátíðin verður formlega sett af séra Sigríði
Gunnarsdóttur í Sauðárkrókskirkju
19:45 Tónlistaratriði
20:30 Spilakvöld í Húsi frítímans á Sauðárkróki
Föstudagur 20. feb
11:00 Skíðasvæðið í Tindastóli opið til kl. 19:00
Góðir tónar hljóma um fjallið
11-13 Skíða-bretta-þotu maraþon
Allir finna eitthvað við sitt hæfi
15-17 Sögustund með Stínu
svæðisleiðsögumanni á Kaffi Krók
19:00 Pizzapartý í Ólafshúsi
Pizzahlaðborð, franskar og gos
- fyrir 14 ára og eldri kr. 1400.-
- fyrir krakka 6-13 ára kr. 1000.-
Laugardagur 21. feb
11:00 Skíðasvæðið í Tindastóli opið til kl. 16:00
Góðir tónar hljóma um fjallið
12:00 Grillað í fjallinu
13:00 Rafting bátur og kayak
13:00 Hjálparsveitin með magnað atriði
14:30 Paintball / litboltar
15-17 Minjasafnið á Króknum opið - 500 kr. aðg.
16:00 Vélsleðaspyrna
19:30 Kvöldvaka í Reiðhöllinni
Þrautir, happdrætti og skemmtun
fyrir alla fjölskylduna
21:00 Dagskrá lokið
Sunnudagur 22. feb
11:00 Skíðasvæðið í Tindastóli opið til kl. 16:00.
Minnum á að Glaumbær og Áskaffi verða með
opið á milli kl.12:00 -17:00 alla sunnudaga í vetur
Fylgist með dagskránni á www.facebook.com/skiditindastoll
því stöðugt bætast við ný og spennandi atriði
í skagafirði 19.-21. feb. 2015
S: 453 6454
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
*
20
15
DAGSKRÁ fyrir alla fjölskylduna!
dagskrá
vetrarhátíðar í skagafirði
Opnunartíma sundlauga í Skagafirði
má sjá á www.skagafjordur.is
PAINTBALL
OG LASERTAG
Það er Hallfríður Sigurbjörg
Óladóttir, 24 ára Víðdælingur,
sem ríður á vaðið í
knapakynningum Feykis þetta
árið. Hallfríður tekur nú þátt
í KS-Deildinni í fyrsta sinn og
verður raunar einnig liðstjóri
í Húnvetnsku liðakeppninni,
eins og lesendur fá að kynnast
þegar liðskynningar hefjast hér
í blaðinu. En Hallfríður byrjar á
að svara spurningum Feykis um
þátttöku sína í KS-Deildinni.
Hvaðan ertu og við hvað starfar
þú? -Ég er uppalin í Skagafirðinum
en er flutt í vestur Húnavatnssýslu,
rek þar tamninga- og þjálfunarstöð
í Dæli Víðidal. Þar höfum við verið
að innrétta hesthús fyrir 30 hross
ásamt inniaðstöðu, svo er ég að
kenna.
Hefurðu tekið þátt í KS-Deildinni
áður? -Nei.
Hvernig hefur gengið hingað til?
-Það er búin ein grein núna sem
er fjórgangur en það gekk ekki eins
og skildi, fall er fararheill.
Hvernig líst þér á KS-Deildina
í ár? -Mér líst rosalega vel á
deildina, skemmtilegur og hress
hópur fólks sem hefur það
markmið að standa sig vel.
Varstu sátt við sæti þitt í
fjórganginum? -Nei, ég get nú
ekki sagt það, þar sem að þetta fór
ekki eins og ætlað var.
Hvaða hrossum teflir þú fram í
vetur og hverjir eru aðalkostir
þeirra? -Ég er með Óða-Blesa
frá Lundi og Kolgerði frá Vestari-
Leirárgörðum en svo kemur það
allt í ljós.
Ætlar þú eða hefur þú tekið þátt
í öðrum keppnum í vetur? -Já, ég
er liðstjóri í Húnversku liða-
keppninni, ætli maður taki ekki
eins mikinn þátt þar og maður
getur. Ásamt öðrum minni mótum.
Einhver sérviska eða hjátrú hjá
þér fyrir keppni? -Nei, ég get nú
ekki sagt það, ætli það sé ekki
bara að pússa og þrífa allt vel,
passa að fara ekki í krummafót og
jú, auðvitað að taka með sér góða
skapið.
Eitthvað sem þú vilt koma á
framfæri? -ÁFRAM TOPREITER!
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir / KS-Deildin
„Líst rosalega
vel á deildina“
( KNAPAKYNNING ) kristin@feykir.is
Hallfríður Sigurbjörg Óladóttir og Ræll frá Varmalæk.
Fyrstu mótin að baki
Húnvetnska liðakeppnin og KS-Deildin
Fyrsta mótið í Húnvetnsku
liðakeppninni var haldið sl.
laugardag í Þytsheimum á
Hvammstanga. Kvöldið var
aldeilis ekki laust við spennu
en Víðidalur sigraði kvöldið
með einungis einu stigi, alls
46,2 stig, og Lið Lísu Sveins
var með 45,2 stig.
Um skemmtilegt mót var að
ræða og margir knapar sýndu
hraða en samt vel riðna spretti.
KS-deildin
Meistaradeild Norðurlands fór
af stað í síðustu viku en boðið
uppá sterka fjórgangskeppni.
Í B-úrslitum voru Anna
Kristín á Glað frá Grund og Lilja
Pálmadóttir með Móa nokkuð
jafnar en það fór svo að Lilja
sigraði B-úrslitin með einkunn
upp á 7,33.
Í A-úrslitum voru frábærar
sýningar þar sem reiðmennska
og góðir hestar heilluðu áhorf-
endur. Þegar á úrslitin leið var
ljóst að keppnin yrði á milli
Valdimars Bergstað og Lilju. Að
keppni lokinni voru áhorfendur
ekki vissir um hver hefði unnið
en þó fór það svo að Valdimar og
Hugleikur höfðu sigur með
einkunn upp á 7,87. Lið Hrímn-
is hreppti liðsverðlaunin þetta
kvöld.
Úrslit móta má finna á
Feykir.is. /BÞ