Feykir


Feykir - 26.02.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 26.02.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 6-7 BLS. 8 Magnús Ingi Óskarsson frá Brekku er með pennann Bjartur í Sumarhúsum og Óskar í Brekku BLS. 8 Aðalbjörg Ingvarsdóttir í opnuviðtali Feykis Gengið um garða Kvennaskólans í 50 ár Lokahóf Ræsingar í Skagafirði Tvö verkefni deila með sér milljóninni 8 TBL 26. febrúar 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Kvikmyndar síðasta bardaga Grettis Bandaríkjamaðurinn William Short kannar sögusvið Grettissögu William var ánægður með ferð sína í Skagafjörð í vikunni. MYND: KSE Bandaríkjamaðurinn William Short er nú staddur hér á landi í þeim tilgangi að kanna sögusvið bardaga í íslenskum víkingasögum. William er áhugamaður um víkinga og aðili að samtökunum Hurstwic í Boston, sem standa fyrir rannsóknum og námskeiðum tengdum bardaga- listum víkingaaldar. Í sumar mun Hurstwic sviðsetja og kvikmynda fall útlagans Grettis Ásmundarsonar í Drangey. Myndin um Gretti verður önnur sinnar tegundar sem gerð er hérlendis, en áður hefur verið gerð kvikmynd um síðasta bardagi Gísla Súrssonar í Geir- þjófsfirði. Ásamt sviðsettum bardögum eiga kvikmyndirnar að nýtast sem æfinga- myndbönd fyrir þá sem vilja læra bardagalistir víkinga. Þær innihalda einnig viðtöl við sérfræðinga sem gefið hafa upplýsingar um bakgrunn bardaganna. William mun sjálfur skrifa handritið, en þetta verður í fyrsta sinn sem Grettis saga eða hluti hennar er kvikmyndaður. „Íslendingasögurnar eru besta heim- ildin um bardaga á þessum tíma og við Lionsklúbburinn Höfði, Hofsósi færði á dögunum sjúkraþjálfun Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Sauðárkróki tvö þrekhjól að gerðinni Monark að gjöf. Formaður klúbbs- ins Vilhjálmur Steingrímsson, ásamt félagsmönnum, mættu í endurhæf- ingarhús HSN á Sauðárkróki og afhentu þessa höfðinglegu gjöf. Gjöfinni veittu viðtöku Fanney Ísfold Karlsdóttir yfirsjúkraþjálfari, Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir og Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur. Lionsklúbburinn Höfði átti 40 ára starfsafmæli í desember síðastliðnum og Færðu HSN tvö þrekhjól að gjöf Lionsklúbburinn Höfði á Hofsósi fagnar 40 ára starfsafmæli trúum því að þær innihaldi raunsannar lýsingar á bardögum á víkindaöld. Þær eru okkur því mjög mikilvægar,“ segir William Aðspurður um hverjir kaupi myndir af þessu tagi segir hann: „Allir; áhugafólk um víkinga, Íslendingasögur, íslenska náttúrufegurð og bókmenntir.“ William var mjög ánægður með þessa undirbúningsferð sína í Skagafjörðinn og reiknar með að myndin verði tekin upp seinnipartinn í sumar og hún geti orðið tilbúin fyrri hluta árs 2016. Þegar hefur verið valinn aðalleikari úr Hurstwiv hópnum. /KSE heiðruðu þeir Jón Guðmundsson frá Óslandi sem hefur verið félagi öll 40 árin við sama tækifæri. „Heilbrigðisstofnunin þakkar Lionsklúbbnum Höfða kærlega fyrir þann hlýhug sem að þeir hafa sýnt stofnuninni frá upphafi,“ segir í frétta- tilkynningu. /BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.