Feykir


Feykir - 05.03.2015, Page 2

Feykir - 05.03.2015, Page 2
2 9/2015 Í byrjun vikunnar loguðu netheimar vegna kjóls nokkurs sem við fyrstu sýn minnti mig á blómavasann sem allir urðu að eignast á dögunum og ku vera af gerðinni Omaggio og tengjast einhverju afmæli hjá Kahler nokkrum. Ekki hefur mér verið boðið í afmæli hjá Kahler þessum og vasinn umræddi ekki ratað inn á mitt heimili, enda hef ég grun um að eftir nokkur ár muni hann hljóta sömu örlög og fótanuddtæki og sódastrímtæki sem fylltu hillur landsmanna um skeið. Má ég þá frekar biðja um klassíska kristalsvasann sem heiðurshjón úr Fljótunum gáfu okkur hjónum í brúðargjöf þarna um árið og er algjörlega tímalaus. Það er hins vegar þetta með „fyrstu sýn“ sem ég vildi gera að umræðuefni. Það var ekki nokkur vinnufriður fyrr en maður var búin að taka afstöðu til þess hvort kjóllinn alræmdi væri hvítur og gylltur eða blár og svartur. Þrjóskan í mér – sem í fjölskyldunni er kölluð Lundar- þrjóskan og kennd við samnefndan bæ í Lundarreykjadal í Borgarfirði – olli því að ég ætlaði alls ekki að taka þátt í þessu. En ég gaf eftir vegna áreitis sem var af mun hærri gráðu en þegar verið er að fá mann til að kjósa til Alþingis eða sveitar- stjórnar. Og ég sá sem sé hvítt og gyllt. Niðurstaða kosningar á vinnustaðnum var sú að við vorum tvö um það. Aðrir reyndust ýmist litblindir eða tækifærissinnar, þar sem fjórir sáu blátt og svart en sjöundi starfsmaðurinn breytti um skoðun. Mikið óskaplega sem mér líður vel að háskólar í Banda- ríkjunum séu búnir að rannsaka málið þó að ekki nokkur maður viti hver hannaði hann eða hverjum var ætlaður. Enda er enginn maður með mönnum nema fylgjast með svona löguðu. Fréttir af því sem máli skiptir eiga ekki roð við fréttum af kjólunum á Óskarnum og Eddunni eða rassinum á Kim Karadassían (eða var það Kara-rassían?). Mest lesnu fréttirnar á flestum miðlum eru gjarnan af slíkum málum. Ég hef því hugleitt að hætta að skrifa um það sem máli skiptir og snúa mér að því sem er smellið – það er fær flestu smellina á vefnum. En áður en ég vendi mínu kvæði í kross ætla ég að fjalla um málefni sem hefur lengi legið mér á hjarta og gæti verið lífsspursmál. Ég hef nefnilega velt því lengi fyrir mér hvort við hér á Krók séum sjálflýsandi. Ég geri mér grein fyrir því að við erum „pínu rosalega flott“ en það er kannski ekki nóg til að sjást í myrkri. Hér skokka menn og ganga um götur eftir að skyggja tekur – og þeir allra hörðustu löngu fyrir birtingu – í svörtum Cintamani-sjétteringum sem ekki er nokkur leið að sjá í myrkri. Eflaust er búið að banna að endurskinsmerkjum sé dreift í skólum, enda álíka „hættuleg“ og kristinfræði eða reið- hjólahjálmar og annar boðskapur sem reynt hefur verið að troða inn í skólana um árabil. En endurskinsmerkin fást eflaust í Kaupfélaginu eða apótekinu eins og flestar nauðþurftir. Kristín S. Einarsdóttir, á leið til ljóssins Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Þóra Kristín Þórarinsdóttir – thora@nyprent.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Eru Króksarar sjálflýsandi? Fólk á öllum aldri fjölmennti Fundur um málefni Litla-Skógar á Rótarýdeginum Eins og sagt var frá í síðasta Feyki stóðu Rótarýmenn á Sauðárkróki fyrir dagskrá í tilefni Rótarýdagsins síðasta laugardag. Boðið var upp á gönguferð um gamla bæinn með leiðsögn Brynjars Pálssonar, fyrrum bóksala. Eftir gönguferðina var starf- semi Rótarý á Íslandi kynnt og boðað til fundar um málefni Litla-Skógar, en Rótarýmenn hafa tekið frumkvæði að því að standa fyrir endurbótum og uppbyggingu útivistarsvæðis þar. Magnús Barðdal er í forsvari fyrir verkefnið og sagði hann í samtali við Feyki að dagurinn hefði tekist vel. „Við fengum þetta flotta veður til að ganga um gamla bæinn,“ sagði Magnús og bætti því við að mun fleiri hefðu komið á fundinn á Kaffi Krók, þar sem málefni Litla-Skógar voru til umræðu. „Ég held það sé óhætt að fullyrða að það komu fleiri en búist var við og það er fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á þessu verkefni.“ Magnús segir næstu skref að hafa samband við aðra klúbba og óska eftir aðkomu þeirra og vinna svo framhaldið með sveit- arfélaginu. „Nú er bara að hamra járnið á meðan það er heitt og halda áfram með verkefnið,“ sagði Magnús, og kvaðst bjart- sýnn á framhaldið. /KSE Jeppi varð eldi að bráð Blönduós Eldur kviknaði í jeppa sem stóð við blokkina að Hnjúkabyggð 27 á Blönduósi sl. laugardagskvöld. Samkvæmt frétt Mbl.is urðu engin slys á fólki en jeppinn er gjörónýtur. Á Mbl.is kemur fram að ekki hafi verið mikil hætta á ferðum en slökkviliðinu tókst að fjarlægja jeppann frá blokkinni áður en eldur barst í hana. Eldsupptök eru ókunn. /BÞ Skóladagvistun ódýrust Sveitarfélagið Skagafjörður Í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar er vakin athygli á því, að þrátt fyrir að sveitarfélagið sé í hópi þeirra sveitarfélaga sem hækka leikskólagjöld hvað mest, eða um 8%, sé það eftir sem áður í hópi þeirra sveitarfélaga þar sem leikskólagjöld eru hvað lægst. Skóladagvistun er ódýrust í Skagafirði. „Ástæður þessarar hækkunar eru tvíþættar. Annars vegar sú að leikskólagjöld höfðu ekki hækkað í tvö ár, eða frá því í janúar 2013. Engin hækkun varð á gjöldum á árinu 2014 eins og hjá flestum öðrum sveitarfél- ögum landsins. Við ákvörðun um hækkun gjalda var einnig litið til þeirra launahækkana sem orðið hafa á tímabilinu, en dæmi um launahækkanir á þessu tímabili eru allt frá rúm- lega 9% og upp í um 20%,“ segir í fréttinni á vef sveitarfélagsins. Þess er einnig getið að þegar skoðaður er heildarkostnaður fyrir skóladagvistun með hress- ingu og hádegismat í skólum landsins, er Sveitarfélagið Skaga- fjörður með lægsta verðið, kr. 21.777 á mánuði, en hæsta verð- ið sem greitt er fyrir slíka þjón- ustu er kr. 33.964 á mánuði. Þetta kemur fram á vef ASÍ. /KSE Sprækur sem lækur Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Dagskrá í tilefni Mottu-Mars Fræðslu- og skemmtidagskrá í Miðgarði Kiwanisklúbburinn Drangey og Krabbameinsfélag Skagafjarðar standa fyrir fjáröflunarsamkomu í Menningarhúsinu Miðgarði nk. laugardag. Á dagskrá eru fræðsluerindi og söngatriði. Þá munu félagar úr Kiwanisklúbbnum afhenda Jóni Helga Björnssyni, forstjóra HSN, einn fullkomn- asta speglunarbúnað lands- ins og skrifað verður undir samning um búnaðinn og fimm ára verkefni um skimun fyrir ristilkrabba. „Gunnar Sigurðsson, forseti Kiwanisklúbbsins Drangeyjar setur samkomuna en kynnir verður Gunnar Rögnvaldsson á Löngumýri. Söngatriði flytja Kvennakórinn Sóldísir, undir stjórn Sólveigar Sigríðar Einars- dóttur, Helga Rós Indriðadóttir sópran, Rökkurkórinn undir stjórn Thomasar R. Higgerson, Skagfirski Kammerkórinn undir stjórn Helgu Rósar og Karla- kórinn Heimir undir stjórn Thomasar. Vegna óviðráðalegra orsaka geta Álftagerðisbræður ekki verið með að þessu sinni. Fræðsluerindi flytja Friðbjörn Sigurðsson krabbameinslæknir og Inga Margrét Skúladóttir hjúkrunarfræðingur. Þá munu Ólafur Jónsson og Ásgeir Böðvarsson meltingarsérfræð- ingur kynna samstarfsverkefni HSN Sauðárkróki og Kiwanis- klúbbsins Drangeyjar um skimun fyrir ristilkrabba sem mun ná yfir næstu 5 ár, að minnsta kosti. „Það ber að þakka öllum þeim er lögðu þessari Mottu- marshátíð lið á einn eða anna hátt. Það er sómi að búa í samfélagi sem þessu sem hefur þennan mátt til að gera þá hluti er hér hafa verið gerðir,“ sagði Ólafur Jónsson, félagi í Kiwanis- klúbbnum Drangey. /KSE Ísólfur efstur Meistaradeildinn í hestaíþróttum Ísólfur Líndal Þórisson á Lækjarmóti í Víðidal hefur tekið þátt í Meistara- deildinni í hestaíþróttum í vetur en keppnin fer fram í Ölfusi. Ísólfur hefur verið sigursæll í deildinni og sigraði í fimmgangi síðast liðinn fimmtudag á hestinum Sólbjarti frá Flekkudal. Eftir þrjú mót af átta er Ísólfur efstur að stigum en næstur á hæla honum er knapinn Árni Páll Björnsson en hann stóð uppi sem sigurvegari í Meistara- deildinni í fyrra. /KSE Söngperlur Vilhjálms og Ellýjar Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps Í marsmánuði mun Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps halda tónleika þar sem kórinn flytur söngperlur Vilhjálms og Ellýjar Vilhjálms, ásamt hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar. Fyrstu tónleikarnir verða í Blönduóskirkju í kvöld, 5. mars kl. 20:00. Þann 9. mars verða tónleikar í Félags- heimilinu á Hvammstanga kl. 20:00, miðvikudaginn 11. mars í Frímúrarasalnum á Sauðárkróki kl. 20:00 og sunnudaginn 22. mars í Menningarhúsinu Miðgarði kl. 15:00. /KSE

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.