Feykir


Feykir - 05.03.2015, Síða 4

Feykir - 05.03.2015, Síða 4
4 9/2015 Útmánaðapistill Tíðarfarið frá áramótum hefur verið í meira lagi umhleypingasamt og heldur þreytandi sem slíkt. Í byrjun þorra orti ég vegna aðstæðna: Suðvestanáttin er sveljandaþung og síst til að bæta okkar farnað. Hún læðir þeim kulda um læri og pung sem loðbrækur einar fá varnað. Það ætti nú að vera okkur mannfólkinu skylt að viðurkenna það sem aðrir hafa til brunns að bera, þó skoðanir fari ekki saman í öllu. Fyrir nokkru svaraði ég ádeilu með eftirfarandi hætti: Ég er kannski oft um of eggjar fús að brýna. En á þó til að yrkja lof um andstæðinga mína. Góðum skagfirskum hugsjónavini sá ég ástæðu til að senda nýlega þessa kveðju: Höldum fast um tryggðataug trúar bestu kennda, þar til lífs um lengdarbaug leiðin tekur enda. Enn er víða barist og drepið í þessum heimi þrátt fyrir alla hina upplýstu menntun sem á að kenna mönnum að breyta skynsamlega. Margt fólk finnur enn sem fyrr veröld sína í báli: Þjóðir fundu þelvítið þungt í straumi floga. Þegar Hitler helvítið heiminn setti í loga! Og hin upplýsta staða virðist að miklu leyti afar umdeilanleg með hliðsjón af ástandi heimsins: Fáir rökum heilum hlýða, hugsun mörg á þröngan stað. Grútarleg er greindin víða, gráður breyta litlu um það! Það fer nefnilega heldur lítið fyrir bræðralagsandanum þegar menn kjósa að stara stöðugt í sérgæskuáttina og vilja ekkert sjá til annarra átta: Margir horfa í hylinn svartan, helst um rangan vinning dreyma. Berjast eins og Bolli og Kjartan, bræðralagsins skyldum gleyma! Maður einn hélt á lofti flokksbundinni söguskoðun sinni, en mér þótti hún fara mjög í bága við staðreyndir veruleikans og orti: Dylst ei heilli sálarsjón sannleikurinn skæði, að hér margir unnu tjón, eyddu þjóðargæði. Reisti á legg hér rotinn hóp ríkiseigna salan. Féll svo öll í græðgis gróp greindar vísitalan! Taldi ég svo ástæðu til að bæta þessari vísu við: Forhertir með öllu enn, auðs við stoðir rammar, lifa margir ljótir menn landi og þjóð til skammar! Menn voru að ræða um ýmsar lagasetningar og meint gljástig þeirra umfram gildi. Mér varð að orði: Mörgu er flott í lögum lýst, lyft til sólarhæða. En veruleikinn sýnir síst sigur þeirra gæða. Fyrir mér er málið skýrt, má það aumlegt kalla þegar kerfið kostarýrt kynnir sína galla! Lýk ég svo þessum pistli og megi vorið fara að ylja okkur mannfólkinu senn hvað líður. Rúnar Kristjánsson FRÁ LESENDUM RÚNAR KRISTJÁNSSON SKRIFAR Öll innkoma rennur til dætra Elísabetar Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar Dagana 22.-28. febrúar var 5,6 tonnum landað á Skagaströnd, tæpum þremur tonnum á Hofsósi og 209 tonnum á Sauðárkróki. Ekkert var róið frá Hvammstanga. Alls gera þetta um 220 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Dagrún HU 121 Þorskanet 1.967 Guðmundur á Hópi Landbeitt lína 3.226 Sæfari HU 200 Landbeitt lína 486 Alls á Skagaströnd 5.679 Hafborg SK 54 Þorskfisknet 1.892 Klakkur SK 5 Botnvarpa 85.690 Málmey SK 1 Botnvarpa 121.563 Alls á Sauðárkróki 209.145 Skáley Landbeitt lína 2.728 Alls á Hofsósi 2.728 Aflatölur í viku níu árið 2015 Rólegt í höfnunum Minningartónleikar Elísabetar Sóleyjar Stefánsdóttur, sem lést eftir hetjulega baráttu við krabbamein þann 15. febrúar sl., verða haldnir í Tjarnabíói í Reykjavík þann 26. mars og hefjast kl. 20. Nokkrir vinir og vandamenn Elísabetar höfðu ráðgert að halda styrktartónleika fyrir hana og dæturnar. Eftir andlát hennar var ákveðið að halda þeirri dagsetningu óbreyttri og halda þess í stað minningar- tónleika. Öll innkoma mun renna til dætra Elísabetar; þeirra Hörpu Katrínar, Sól- veigar Birnu og Rebekku. „Ég, ásamt fleirum, dáðist að bar- áttuvilja hennar og æðruleysi í þessum miklu veikindum sem hún gekk í gegnum og langaði einfaldlega að leggja henni lið á einhvern hátt. Hún tók afskaplega vel í þá hugmynd að halda tónleika og hlakkaði mikið til og tók fullan þátt með mér í undirbúningnum fyrst til að byrja með og hafði m.a. sjálf komið með hugmyndir af því hvaða listamenn hana langaði að sjá á tónleikunum og held ég að það hafi tekist að uppfylla allar hennar óskir... því allir listamennirnir tóku alveg svakalega vel í þetta,“ segir Hulda Jónasar, skipuleggjandi og vinkona Elísabetar, en hún stendur að tónleikunum ásamt Valgerði Erlingsdóttur, sem verður kynnir og Adam Smára Hermannssyni sem sér um öll tæknimál. Fram koma Vestanáttin, Víó, Jógvan Hansen og Vignir Snær, Regína Ósk, Sigga Beinteins, Guðrún Gunnars, Pétur Ben, Sólveig Fjólmunds, Kristján Gíslason, Ellert Jóhannsson og Ægir Ásbjörns- son. „Þær systur Harpa Katrín, Sólveig Birna og Rebekka ætla einnig að taka lagið á tón- leikunum með söngkonunni Regínu Ósk en hún hefur kennt þeim söng,“ bætir Hulda við en hún segir ekki ólíklegt að einhverjir eigi eftir að bætast við þegar fram líða stundir. Miðasala er hafin á www. midi.is og kostar miðinn 3500 kr. Þess má geta að ekki verður hægt að kaupa miða við inn- ganginn. Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja leggja dætrunum lið geta lagt inn á eftirfarandi reikning: 0323-13-302434 og kt: 160373-3429. Fjárhalds- maður þeirra er Ásdís Rósa Ásgeirsdóttir. /BÞ Elísabet Sóley. MYND: BÞ „Nauðsynlegt að hefjast handa strax“ Greining innviða í Skagafirði Á síðasta fundi atvinnu-, menningar- og kynningar- nefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þann 23. febrúar, voru lögð fram til kynningar drög að skýrslu um greiningu innviða í Skagafirði, sem nýtast eiga við kynningu á svæðinu og tækifærum til að fjárfesta. Sigurjón Þórðarson, fulltrúi K-lista lagði fram svohljóðandi bókun: „Drögin eru víðtæk samantekt á hinum ýmsum þáttum sem geta nýst þegar fram líða stundir en mikilvægt er að hefjast handa strax við smærri og afmarkaðri verkefni. Eitt gæti verið að óska eftir þátttöku athafnamanna í útbænum í starfshóp sem hefði það að markmiði að efla verslunar- og veitingarekstur í gamla bænum. Annað gætí verið að óska eftir þátttöku forystumanna í ný- stofnuðu smábátafélagi Drangey í að móta tillögur um hvernig efla má útgerð og tengdan rekstur á Sauðárkróki og Hofsósi.“ /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.