Feykir


Feykir - 22.04.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 22.04.2015, Blaðsíða 7
15/2015 7 Flottir keppendur og sterkir hestar Húnvetnska liðakeppnin var haldin í sjöunda sinn á Hvammstanga í reiðhöllinni Þytsheimum en síðasta mótið fór fram 17. apríl sl. Að sögn Kolbrúnar Stellu Indriðadóttur formanns Hestamanna félagsins Þyts tókst mótaröðin vel – flottir keppendur mættu til leiks og voru mjög sterkir hestar í úrslitum. Það var Víðidalurinn sem sigraði keppnina með 192,98 stig en LiðLísuSveins var með 186,77. Liðin hafa oftast verið fjögur en í ár voru þau bara tvö. Að sögn Kolbrúnar er stigagjöfin sem tekin var upp í fyrra sú sama og Borgfirðingar nota í KB mótaröðinni og hentar fyrir mörg smærri lið. „Þessi stigagjöf gekk vel upp í fyrra með fjögur lið en í ár var þessi stigagjöf ekki nægilega skemmtileg að mínu mati þar sem liðin voru bara tvö og svo margir í hvoru liði en aðeins þrír efstu í hvoru liði skila stigum í forkeppni og úrslit- um,“ segir Kolbrún í samtali við Feyki. „Í mótaröðinni mega keppa eins margir keppendur og vilja og væri e.t.v. betra ef liðin verða áfram bara tvö að þrír efstu í hverjum flokki skili stigum. En keppnin er líka einstaklingskeppni og þar fengu allir stig niður í 9. sæti í hverjum flokki eins og alltaf.“ Þarf að hrista reglulega upp í svona keppnum Vigdís Gunnarsdóttir sigraði 1. flokk í einstaklings- keppninni, Magnús Á. Elías- son 2. flokk, Stine Kragh 3. flokk, Karítas Aradóttir ungl- ingaflokk og Eysteinn Tjörvi Kristinsson barnaflokk. „Það sem gerir liðakeppni í mótaröðinni skemmtilegri að mínu mati, í staðin fyrir venjulega einstaklingsmóta- röð, er að knapar eru að fá í láni hross og fleiri keppa þar sem verið er að hvetja alla til þess að taka þátt og skila stigum fyrir sitt lið, einnig er mikil stemming innan liðanna og hefur oft verið alls konar plott í gangi fyrir mót þótt þetta hafi aðeins róast síðustu ár, á tímabili voru yfir 100 skráningar á kvöldi og mótið fram að miðnætti,“ segir hún. Kolbrún segir að Þyts- félagar muni hittast og funda um áframhald liðakeppninnar, hvort ákveðið verði að gera eitthvað nýtt eða halda áfram sínu striki. „Svona keppnir mega ekki staðna, það þarf alltaf að hrista upp í þeim reglulega svo þær haldist spennandi og eftirsóttar,“ segir Kolbrún að lokum. /BÞ Víðidalurinn sigurvegari Húnvetnsku liðakeppninnar 2015 að starfsemin sé ekki gróða- fyrirtæki. Stanslaust sé spurt um hvenær skipt verði um stóla eða eitthvað lagfært en þau reyni eins og þau geti að halda uppi góðri þjónustu. Þau nefna að flutningskostnaður sé einn stærsti kostnaðarliðurinn en það standi ef til vill til bóta því líklegt sé að innan skamms verði hægt að kaupa sýningarleyfi og flytja allar myndir í gegnum netið og sá liður detti því út. Ekki er svo ýkja langt síðan aðeins komu fáein eintök af hverri bíómynd til landsins á filmu og myndirnar voru sýndar úti á landi þegar þær höfðu gengið í einn til tvo mánuði í Reykjavík. Flestar helstu bíómyndir sem koma til sýninga í kvikmynda- húsum landsins eru sýndar í Króksbíó, margar aðeins einu sinni en sumar oftar. Þremenningarnir segjast farnir að þekkja dálítið hvað fólk vill og það sé ekki endilega það sama og gengur best fyrir sunnan eða á Akureyri. Vinsælustu myndirnar síðustu tíu árin Uppsetning á nýjum vélabúnaði 2012. Helga, breskur sérfræðingur, Sibbi og Guðbrandur. MYND: ÚR SAFNI FEYKIS Birgitta Björt Pétursdóttir, Valdís Valbjörnsdóttir og Rebekka Rögnvaldsdóttir eru brosmildar í sjoppunni. MYND: KSE hafa líklega verið Hobb-itin, Bjarnfreðarson og Mamma Mia, ásamt Mýrinni sem forsýnd var fyrir yfirfullu húsi á sínum tíma. Salurinn tekur 92 í sæti og bæta má við auka stólum upp í um hundrað sæti, eftir að salnum var breytt á þann veg að nú eru í honum föst bíósæti. Það vekur athygli blaðamanns að þrátt fyrir að hugsjónin sé greinilega í fyrirrúmi. Er það einkum Sibbi sem er kvik- myndaáhugamaður. Bára segist örsjaldan fara upp og horfa og sama gildir um Guðbrand. Sibbi hefur alltaf haft mjög gaman af kvikmyndum og segist hafa séð nánast allar myndir sem sýndar voru á gömlu sýningarvélarnar. „Það er ekki orðið eins gaman að sýna myndirnar, það eru engar filmur heldur bara hávaði í viftum, maður ýtir bara á „play“ og þá rúllar það. Aðspurður segist Sibbi ekki eiga sér neina uppáhaldsmynd en nefnir þó Lion King eftir dálitla umhugsun. „Það er sú mynd sem ég hef sýnt fyrir flesta frá því ég byrjaði. Ég var álitinn alveg genginn af göflunum þegar ég auglýsti hana kl. 23 um kvöld í Sæluviku með ensku tali. En ég fékk rúmlega sjötíu manns á hana. Hún stendur alltaf fyrir sínu, sú mynd.“ Í ljós kemur að hann hefur líka dálæti á þeirri sígildu mynd Hver skellti skuldinni á Kalla kanínu? „Þá hét vinur minn því að hann færi aldrei aftur með mér í bíó, þegar hann fór með mér á þá mynd. Það voru frekar fáir í salnum og það var ekki nóg með það að ég færi að hlæja, heldur hló ég líka á vitlausum stöðum. „Þú gerir það alltaf,“ grípur Guðbrandur inní. „Og hlærð ekkert voðalega lágt, það undirtekur í öllum salnum,“ hnýtir Bára aftan við. Sögu bíósýninga á Sauðár- króki má rekja a.m.k. allt aftur til þriðja áratugar síðustu aldar og munu sýningarnar meðal annars hafa verið í Gúttó. Þó ekki hafi verið lagst í heimildavinnu við vinnslu þessa viðtals væri það áhugavert verkefni fyrir einhvern grúskara að taka saman þessa sögu. Hér verður staldrað við tíu ára starf þriggja eldhuga sem hafa haldið bíósýningum gangandi með hugsjón að leiðarljósi og eru þakklát þeim sem koma og nýta sér það. Úrklippa úr Feyki frá febrúar 2005. Úrslitin urðu eftirfarandi: 1. flokkur 1 Vigdís Gunnarsdóttir 27,5 stig 2 Fanney Dögg Indriðadóttir 23,5 stig 3 Hallfríður S. Óladóttir 20 stig 2. flokkur 1 Magnús Á. Elíasson 34 stig 2 Sveinn Brynjar Friðriksson 24 stig 3 Kolbrún Stella Indriðadóttir 13 stig 3. flokkur 1 Stine Kragh 28,5 stig 2 Halldór Sigfússon 22 stig 3 Sigrún Eva Þórisdóttir 19,5 stig Unglingaflokkur 1 Karítas Aradóttir 34 stig 2 Eva Dögg Pálsdóttir 32,5 stig 3 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir 28,5 stig Barnaflokkur 1 Eysteinn Tjörvi Kristinsson 37 stig 2 Ingvar Óli Sigurðsson 32 stig 3 Rakel Gígja Ragnarsdóttir 30 stig

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.