Feykir


Feykir - 22.04.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 22.04.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 15 TBL 22. apríl 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Listgrein að raða bútunum saman Í komandi Sæluviku verður haldin bútasaumssýning í Kakalaskála á Kringlumýri í Blönduhlíð. Um er að ræða sýningu sjö vinkvenna sem hafa í tuttugu ár haldið hópinn í öflugum bútasaumsklúbb sem þó hefur aldrei hlotið neitt nafn. Um er að ræða sýningu á munum sem allir eru í einkaeign. Þennan skemmtilega vinkvenna- hóp mynda sjö konur; Anna Kristinsdóttir á Hjalla í Blöndu- hlíð, Anna Pála Þorsteinsdóttir á Sauðárkróki, Helga Friðbjörns- dóttir í Varmahlíð, Ingibjörg Sigfúsdóttir í Álftagerði, María Guðmundsdóttir á Kringlumýri, Svanhildur Pálsdóttir á Stóru- Ökrum og Þórdís Friðbjörns- dóttir í Varmahlíð. „Við misstum tvær góðar klúbbkonur til Reykjavíkur þær Önnu Siggu Hróðmarsdóttur og Ingu Guð- bjartsdóttur, en sem betur fer heimsækja þær okkur við og við. Við höfum haldið hópinn ansi lengi eða í tuttugu ár,“ sögðu þær stöllur í samtali við Feyki nú í vikunni. Þessi sýning er því í raun afmælissýning og er þetta er í annað sinn sem hópurinn heldur sýningu. Árið 2005 voru þær með sýningu í Minjahúsinu á Sauðárkróki, sem tókst að þeirra sögn mjög vel. „Upphaf klúbbsins má rekja til þess að við fórum allar á bútasaumsnámskeið til Helgu sem var lengi handmennta- Bútasaumssýning í Kakalaskála kennari í Varmahlíðarskóla. Allar kolféllum við fyrir bútun- um svo ekki varð aftur snúið, höfum haldið hópinn síðan með Helgu sem guðmóður klúbbsins. Það er nauðsynlegt að vera í svona félagsskap, hann gefur svo mikið. Oft fer mikill tími hjá okkur í að ráðlegga hver annarri, skoða og meta o.s.frv. Við höfum líka farið saman á mörg búta- saumsnámskeið, ekki hvað síst á Löngumýri, hjá Kristrúnu Geirs- dóttur sem rak Quiltbúðina á Akureyri. Kristrún, sem því miður féll frá fyrir skömmu, langt um aldur fram, var mikill eldhugi í þessu fagi og átti auðvelt með að hrífa konur með sér. Við minnumst hennar með miklu þakklæti,“ segja þær stöllur. „Gegnum árin erum við búnar að sauma æðimikið en trúlega eigum við minnst af því sjálfar, oftast er stykkið gefið um leið og það er tilbúið, það er svo skemmtilegt.“ Sýningin opnar á sumardaginn fyrsta, 23. apríl og verður opin frá kl. 14-17, dagana 23.-26. apríl; 1.–3. maí og 9.–10. maí. Einnig er hægt að hafa samband við Maríu í síma 8658227 ef annar tími hentar fólki betur. Sýningin verður í Kakalaskálanum, sem ein úr hópnum, María, á ásamt eigin- manni sínum, Sigurði Hansen. „Skálinn er skemmtilegur sýn- ingarsalur og það er búið að vera mjög gaman að setja sýninguna upp þar,“ segja vinkonurnar. „Oft höfum við verið spurðar af því hvernig okkur detti í hug að klippa efni sundur og sauma þau saman aftur en það er nú einmitt galdurinn við bútasaum, að sjá hvað úr verður þegar efnisbútum er raðað saman á breytilegan hátt. Þetta er í raun listgrein, það sáum við svo sannarlega á stórri bútasaums- sýningu í Birmingham fyrir nokkrum árum. Þar er árlega haldin ein stærsta bútasaums- sýning sem fyrirfinnst. Þarna mættu konur í þúsundatali og eyddu mörgum dögum í að skoða verk sem komu hvaðan- æva að úr heiminum. Það var hrein upplifun fyrir okkur að fara þangað og sjá hvað er hægt að gera. Þarna gaf á að líta ótrúleg listaverk sem maður hafði varla hugmyndflug til að ímynda sér að hægt væri að búa til, allt úr efnisbútum. Ferðin varð að sjálfsögðu mikill innblástur fyrir okkur og nú erum við farnar að skima í kring- um okkur eftir næstu stór- sýningu. Það eru allir velkomnir á sýninguna og gaman að sjá sem flesta,“ segja vinkonurnar að lokum. /KSE Sæluvika2015 O P N U N A R H Á T Í Ð SÆLUVIKA SKAGFIRÐINGA 26. APRÍL – 2. MAÍ Sæluvika Skagfirðinga verður sett í Húsi frítímans við Sæmundargötu á Sauðárkróki sunnudaginn 26. apríl kl. 14:00. D A G S K R Á Setningarávarp Tónlistaratriði Úrslit í Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga kynnt ALLIR VELKOMNIR 1 LISTA- OG MENNINGARHÁTÍÐ Í SKAGAFIRÐI 26. apríl – 2. maísæluvika 2015 Ert þú ekki búin/n að fá Sæluviku- dagskrána?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.