Feykir


Feykir - 25.06.2015, Blaðsíða 7

Feykir - 25.06.2015, Blaðsíða 7
24/2015 7 Tónleikarnir Villtir svanir og tófa hafa nú um nokkurt skeið VIÐTAL kristin@feykir.is „Það gerist eitthvað töfrum líkast þarna í Bifröst“ Tónleikarnir Villtir svanir og tófa í sjötta sinn verið árviss viðburður í Bifröst á Sauðárkróki. Þar koma saman „gamlir Skagfirðingar sem hafa verið að vinna við tónlist og eru nú staðsettir út um hvippinn og hvappinn,“ eins og Þórólfur Stefánsson, einn af skipuleggjendunum orðar það. „Við hittumst einu sinni á ári og höfum gert það í sex ár.“ Þórólfur segir tónleikana einungis ánægjunnar vegna en þó ríki gríðarlegur metnaður varðandi tón- listarflutninginn. „Þetta er gras-rótarhreyfing, tón- leikarnir eru ókeypis og það er sjálfsafgreiðsla á guðaveigum. Það skapast þarna gamla góða stemningin úr félags- heimilinu Bifröst,“ segir Þórólfur. Hann segir heitið, Villtir svanir og tófa, komið úr laginu Það er svo geggjað, sem alltaf sé spilað einu sinni á hverjum tónleikum. „Annars er þetta öll flóran, allt frá ljúfum dægurlögum eftir Erlu Þorsteins og Ömmubæn upp í graðasta rokk,“ eins og hann kemst að orði. Að sögn Þórólfs hafa bönd með sérkennileg nöfn á borð við Tríó Pilla prakkó, Dætur Satans og Synir Þórólfs komið fram á tónleikunum og látið ljós sitt skína, sjálfum sér og öðrum til ánægju. „Þetta er orðinn nokkuð fastur kjarni en þeir sem vilja og geta tekið þátt eru velkomnir. Það er kannski til dæmis um fjölbreytnina og skemmtilegheitin við þetta allt saman að kirkju- organistinn er þarna að koma fram með Dætrum Satans,“ segir Þórólfur og hlær. Þórólfur segir að tón- leikarnir séu ævinlega sömu helgi og Lummudagar og fái að fylgja með dagskrá þeirra. Sjálfur kemur Þórólfur árlega frá Svíþjóð og telur það ekki eftir sér. „En trommuleikarinn hefur komið alla leið frá Úrúguvæ, hann getur því miður ekki verið með núna.“ Þórólfur segir viðtökurnar hingað til öldungis góðar. „Mætingin er svo frábær. Það gerist eitthvað þarna, á þessum stað, þegar við hittumst, sem er eins og galdur,“ segir hann. „Fólk er farið mæta snemma til að tryggja sér sæti og stemningin er mjög afslöppuð.“ MYND: HJALTI ÁRNA Noregs, þar sem starf hennar var að kenna starfsfólkinu um snyrtivörur og förðun, en Lotta er förðunarfræðingur. „Ég vann við þetta í næstum fimm ár og fannst þetta rosalega skemmtilegt. Ég ferðaðist um allan Noreg og til annarra landa, til dæmis fór ég til Hamborgar þrisvar á ári og hitti fólk frá Dior og Chanel. Algjör lúxus. Þegar við komum svo til Íslands var ekki mikil vinna í boði, það leið hálft ár frá því að ég kom og þar til ég fékk vinnu.“ Lotta byrjaði að vinna við þrif á Hótel Varmahlíð, en ásamt því byrjaði hún strax að vinna við heildsölu. „Ég byrjaði strax að vinna í því að koma vörum sem ég hafði verið að selja úti til Íslands og eftir mikla vinnu og langan tíma fékk ég inn eitt vörumerki frá Danmörku í Fríhöfnina í Keflavík og þar er það búið að vera í átta mánuði. Ég set þær upp og ég sé um að panta vörurnar, það fer allt í gegnum mig eins og allar vörurnar í búðinni minni, Lottu K.“ Lotta er slæm í bakinu og hætti því að vinna á Hótel Varmahlíð og ákvað, fyrst hún var búin að koma einu merki á markað á Íslandi, að prófa að hafa samband við fleiri og það gekk framar öllum vonum. Það var alltaf planið að Lotta fengi sér einungis skrifstofupláss þar sem hún yrði með heildsöluna, en hún ákvað að opna verslun vegna þess hversu stórt rýmið var. „Mér fannst það tilvalið vegna þess að ég var með fullt af vörum og merkjum í höndunum.“ Eitthvað fyrir alla Búðin hefur fengið frábærar viðtökur og eftir eina viku voru margar vörur uppseldar. „Ég var mjög heppin og fékk lán frá Byggðastofnun og þess vegna gerðist þetta mjög hratt, en reksturinn hefur gengið rosalega vel. Í búðinni fást vörur allsstaðar að úr heiminum og ég leita að vörum sem eru til dæmis án eiturefna, umhverfisvænar, lífrænar og vörur fyrir viðkvæma húð. Sem dæmi er ég með naglalökk frá Bandaríkjunum sem eru án fimm algengustu eiturefna sem eru í venjulegum naglalökkum, sem og efni til að taka naglalökk af sem er lífrænt. Snyrtivörur eru kjarninn í búðinni, en ég er líka með kerti, kryddjurtir, húsgögn, skó og margt fleira. Hugsunin er að hafa eitthvað fyrir alla, líka fyrir karlmenn. Fyrir þá er ég til dæmis með raksápur, upp, svo þetta tekur allt tíma. Sérstaklega þegar maður er einn.“ Charlotte segir Skagfirðinga vera kurteisa og jákvæða viðskiptavini. „Á Íslandi hef ég tekið eftir að allir bjóða góðan dag og spyrja jafnvel hvernig maður hefur það. Það finnst mér frábært.“ Að lokum spyr blaðamaður hvernig hún sjái framtíðina fyrir sér og segir hún að það sé góð spurning sem erfitt sé að svara. „Ég verð þá kannski búin að byggja við húsið á Bjarnastöðum, komin með fjárhús og kannski hest í tamningu. Búðin gengur vel og ég og fjölskylda mín erum hamingjusöm. Kannski verð ég komin með fólk í vinnu. Þetta er eitthvað sem ég er að hugsa, en ég get ekki hugsað alltof langt fram í tímann. Hámark eitt ár fram í tímann og varla það. Svo langar mig að fá Hannes hingað til mín að vinna með mér. Það væri æðislegt. Við vinnum rosalega vel saman. Það eru kannski ekki allir sem vilja vinna með mökum sínum, en það er eitthvað sem okkur langar. Þetta er eitthvað sem við gerðum saman og eitthvað sem við bæði tvöhöfum áhuga á,“ segir hún með bros á vör. sérhönnuð kerti og fleira.“ Eins og áður kom fram tala margir um að svona búð hafi einmitt vantað á svæðið. „Það er gaman að koma með eitthvað nýtt og spennandi, því vörurnar sem ég er með voru ekki til á Íslandi fyrr en núna. Ég man að ég byrjaði að hugsa um þetta þegar ég var nýflutt til Íslands og var að leita að umhverfisvænu þvottaefni án eiturefna og ég fann það hvergi.“ Að reka bæði heildsölu og verslun er mikil vinna, en Charlotte segir að heildsalan sé hennar aðalstarf og að verslunarreksturinn eigi vel saman. Hún hefur unnið ein frá opnun verslunarinnar, en aldrei sé að vita nema hún muni bæta við sig starfsfólki í komandi framtíð. „Ég er ekki viss um að ég hefði opnað búð ef ég hefði einungis ætlað að reka hana. Hún tekur þó mikinn tíma og maður verður mjög bundinn. Á venjulegum vinnudegi vinn ég í búðinni frá klukkan átta til fimm og vinn svo í heildsölunni eftir það. Það er því nóg að gera í báðu en ég er með allt í allt 18 vörumerki í gangi. Hagkaup er búið að panta eitt, Heilsuhúsið er með tvö og svo er ég með nokkur vörumerki í blómabúðum. Ég verð alltaf að fara í þær búðir sem ég sel merki til að skoða og setja

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.