Feykir


Feykir - 27.08.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 27.08.2015, Blaðsíða 4
4 32/2015 Taktu þátt í að gera Feyki enn skemmtilegri Lumarðu á frétt? Feykir er frétta- og dægurmálablaðið á Norðurlandi vestra ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS Dagana 16.-22. ágúst var rúmum 228 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað tæpum 75 tonnum á Hofsósi, rúmum sex tonnum á Hvammstanga og 691 tonnum á Sauðárkróki. Alls gera þetta um 1.094 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 16. - 22. ágúst 75 tonnum landað á Hofsósi SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG HVAMMSTANGI Harpa HU 4 Dragnót 6.136 Alls á Hvammstanga 6.136 SKAGASTRÖND Alda HU 112 Landbeitt lína 2.254 Bergur sterki HU 17 Landb.lína 2.957 Dúddi Gísla GK 48 Lína 12.929 Eydís HU 344 Handfæri 5.080 Grímsey ST 2 Dragnót 3.201 Guðmundur á Hópi Landb.lína 7.151 Hafrún HU Dragnót 6.090 Katrín GK 266 Landb.lína 19.021 Kristbjörg SH 112 Lína 18.583 Kristinn SH 812 Landb.lína 36.959 Maggi Jóns ÍS 38 Handfæri 4.438 Magnús HU 23 Handfæri 11.681 Muggur HU 57 Landb.lína 14.696 Ólafur Magnússon Handfæri 3.807 Óli á Stað GK 99 Lína 51.170 Stella GK 23 Landb.lína 9.532 Sæfari HU 200 Landb.lína 145 Vestri BA 63 Rækjuvarpa 19.075 Alls á Skagaströnd 228.769 HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landb.lína 1.911 Bíldsey SH 65 Lína 35.578 Geisli SK 66 Línutrekt 4.824 Þorleifur EA 88 Dragnót 32.114 Alls á Hofsósi 74.427 SAUÐÁRKRÓKUR Bryndís SK 8 Handfæri 4.999 Fannar SK 11 Lína 4.745 Gammur II SK 120 Handfæri 1.748 Hafborg SK 54 Þorskfisknet 5.552 Klakkur SK 5 Flotvarpa 89.497 Málmey SK 1 Botnvarpa 193.746 Nordvag SK 54 Rækjuvarpa 386.253 Óskar SK 13 Handfæri 5.050 Alls á Sauðárkróki 691.590 Varstu eða varstu ekki - enginn held ég þar til þekki, höfundurinn heiðurskrýndi, hiklaus máls ég á því vek, hann sem leiki sína sýndi og sjálfur í þeim lék? Ég verð að spyrja – varstu hann, eða nafn fyrir annan mann? Varstu eða varstu ekki - glatast margt við gleymskuhlekki, sá er frægður er af öllum, orðstír hefur bestan gist, hann sem átti í anda snjöllum ótrúlega mikla list? Ég verð að spyrja – varstu hann, eða nafn fyrir annan mann? Rúnar Kristjánsson SHAKESPEARE: AÐSENT RÚNAR KRISTJÁNSSON Tindastólsstúlkur sátu eftir þrátt fyrir sigur á Hömrunum Bragðdauf frammistaða Stólanna í fallbaráttunni Mfl. kvenna Mfl. karla Síðustu leikirnir í C-riðli 1. deildar kvenna fóru fram síðastliðið föstudagskvöld. Völsungur Húsavík hafði fyrir löngu tryggt sér sigurinn í riðlinum og voru þar með komnar í úrslitakeppni um sæti í efstu deild. Baráttan um annað sæti riðilsins og sömuleiðis þátttöku í úrslitakeppninni stóð á milli Tindastólsstúlkna og Fjarðabyggðar. Fjarðabyggð hafði skotist upp fyrir Stólana í riðlinum með sigri á Sauðárkróksvelli fyrr í mánuðinum og var með þriggja stiga forskot fyrir lokaumferðina. Þær spiluðu við Sindra á heimavelli sínum á Norðfjarðarvelli en Tindastóll sótti Hamrana heim í Bogann á Akureyri. Lið Hamranna náði foryst- unni um miðjan fyrri hálfleik með marki Andreu Daggar Kjartansdóttur og hafði for- ystuna í hálfleik. Ólína Sif Einarsdóttir jafnaði metin á 60. mínútu og á 84. mínútu gerði Laufey Rún Harðardóttir, sem vanalega er í markmannsbún- ingnum en ekki í þetta skiptið, sigurmark Stólastúlkna. Loka- tölur 1-2. Á sama tíma sigraði hinsvegar lið Fjarðabyggðar gesti sína frá Hornafirði með sömu markatölu og skildi því lið Tindastóls eftir með sárt ennið. Frammistaða Stólastúlknanna í sumar var alveg ágæt en liðið var lengst af í öðru til þriðja sæti riðilsins. Þær náðu ágætum úrslitum gegn Völsungi sem vann alla leiki sína í riðlinum nema heimaleikinn gegn Tindastóli. Lið Fjarða- byggðar hafði hinsvegar tak á Tindastólsliðinu, vann báða leiki liðanna og það varð dýrkeypt. Akkilesarhæll liðsins í sumar var sóknarleikurinn og þá aðallega að koma boltanum í mark andstæðinganna. /ÓAB Tindastóll og Sindri frá Höfn í Hornafirði mættust í fallbaráttuslag í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli sl. laugardag. Leikmenn buðu upp á leik í takt við veðrið – þokudrunga og stillu – þrátt fyrir mikilvægi leiksins fyrir bæði lið. Lokatölur urðu 1-1 sem gerði lítið fyrir liðin og þó sérstaklega Stólana sem þurfa nauðsynlega að sækja stig. Fjarðabyggð hafði skotist upp Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en gestunum hélst þó betur á boltanum. Leikmönnum Tindastóls gekk illa að hemja boltann og spilið var ákaflega dapurlegt. Undir lok hálfleiksins fengu Hornfirðingar þó upplagt færi en settu boltann rétt framhjá. Tindastólsmenn mættu ferskir inn á völlinn fyrir síðari hálfleik, staðráðnir í að láta sverfa til stáls, og Haukur Eyþórsson átti efnilegt skot strax í upphafi sem sveif yfir markvinkilinn. Eftir það tóku gestirnir hreinlega öll völd á vellinum og Stólarnir komu boltanum varla yfir miðju nema með tilgangslitlum lang- spyrnum. Blönduósingurinn Kristinn Snjólfsson kom bolt- anum í mark Stólanna með glæsilegu skoti en hafði lagt boltann fyrir sig með hendinni þannig að markið stóð ekki. Skömmu síðar var annar Blönduósingur á ferðinni, Hilmar Kárason, og hann náði að dúndra boltanum í mark Tindastóls og gestirnir komnir með forystuna. Eftir þetta þéttu Sindramenn pakkann og færðu sig aðeins aftar. Stólarnir fengu því að láta boltann ganga aðeins en komust lítt áleiðis gegn vörn Sindra. Gestirnir fengu hins vegar 2–3 færi til að gera út um leikinn en Hlynur stóð sína vakt í markinu og hélt Stólunum inni í leiknum. Jöfnunarmark Tindastóls kom því eins og skrattinn úr sauðarleggnum á 85. mínútu. Jóhann Ólafsson átti sendingu inn á teig þar sem Haukur komst í boltann en varnarmaður Sindra keyrði í bakið á honum og framherjinn lá í valnum. Ben Griffiths tók vítið og skilaði boltanum af öryggi í markið. Bæði lið reyndu að tryggja sér sigur í lokin en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 1-1. Flestir leikmanna Tindastóls áttu dapran dag og í raun aðeins Bjarki Már og Hlynur sem að áttu góðan leik. Ekki er ólíklegt að leikmenn séu stressaðir í botnbaráttunni og það bitni á spilinu. Það er síðan skarð fyrir skildi að í liðið vantaði einn besta leikmann síðustu um-ferða, Pál Sindra og breiddin í Tindastólsliðinu er ekki með þeim hætti að liðið þoli að missa sína bestu menn. Þá var Arnar Skúli meiddur og sömuleiðis Konni og lítið við því að gera. Stólarnir eru í 10. sæti, stigi frá fallsæti, og alveg ljóst að leik-menn verða að bretta upp ermarnar og gera betur í næstu leikjum. /ÓAB Baldur og Aðalsteinn mæta grimmir til leiks Rallý Þriðja keppni ársins í Íslandsmeistaramótinu í rallý, Rally Reykjavík, fer fram 27. - 29. ágúst. Þeir Baldur Haraldsson og Aðalsteinn Símonarson hafa yfirfarið bifreið sína eftir hrakfarir í síðustu keppni. Munu þeir mæta grimmir til leiks, tilbúnir í slaginn, eins og segir í fréttatilkynningu. Samkvæmt tilkynningunni er keppnin í ár ein sú stærsta og erfiðasta á tímabili rallöku- manna og eru í ár eknir rúmlega 1.000 km á tæpum tveimur sólarhringum, þ.a. um 300 á sérleiðum. Hefst keppnin við Perluna klukkan 16:00 á fimmtudag og endar kl. 14:15 á laugardag á sama stað.  Verður ekið víða, m.a. í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, farið suður á land að Heklurótum og á laugardaginn verður m.a. ekið í Borgarfirði þegar farið verður um Tröllháls og Kaldadal.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.