Feykir


Feykir - 27.08.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 27.08.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 32 TBL 27. ágúst 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Rafrænar lyfjaendurnýjanir og tímabókanir Heilsuvera.is er vefsvæði þar sem hægt er að eiga í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna. Til að tengjast Heilsuveru þarf rafræn skilríki. Eftirtalin virkni er í Heilsuveru: Lyfseðlar Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu. Við hvetjum fólk til að nýta sér rafræna lyfjaendurnýjun. Bólusetningaskrá Yfirlit yfir bóluefni sem þér hafa verið gefin samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis. Tímabókanir Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Framboð af vefbókanlegum tímum getur verið misjafnt á hverjum tíma. Líffæragjöf Hægt er að taka afstöðu til líffæragjafar. Við bendum á heimasíðu okkar – http://www.hsn.is/ en þar er tenging inn á Heilsuveru ásamt upplýsingum um hvernig hægt er að nálgast rafræn skilríki. FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI Landbúnaðarsýningin SveitaSæla var haldin í Skagafirði um síðustu helgi. Um er að ræða árlega uppskeruhátíð þar sem búgreinasamböndin í héraðinu og ýmsir aðilar sem bjóða upp á vöru og þjónustu tengda landbúnaði leiða saman hesta sína. Það var margt um manninn þegar blaðamaður Feykis lagði leið sína í Reiðhöllina Svaðastaði um miðjan dag á laugardaginn. Margir voru komnir víða að og kátt í höllinni. /Myndir: KSE Landbúnaðarsýningin SveitaSæla Skemmtileg stemning í höllinni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.